Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1972, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1972, Blaðsíða 1
w HVERT STEFNA BANDA- RÍKIN? Samtal er franska vikuritið L’EXPRESS átti við hinn kunna vísindamann Herman Kahn Herman Kahn heíur ttnnið að gerð vetnissprengjunnar með Edward Teller og lagt af mörkuni drjúgan skref til full- komnunar á tÖIvum. Hann hefur sett frani ákveðnar skoðanir varðandi hernaðarlist og: gert áfetlun, þar seni ákveðnu tak- mai-ki i striðj er náð í 44 áföng- nm. I*essa aðferð telur liann sig urstranglegri héldur en, eins og- kennt er í herskóluni, að taka í senn f jölda hernaðarlega mikilvægra staða. Kahn er þeirrar skoðunar, að árið 2000 verði Japan orðið voMugasta stórveldi heims, en síðan komi í hlut Frakklands, sem að hans dómi er nú að vcrða fremst Evrópuríkja, að skipa þann sess — svo fremi sem alþekkt skipulagsleysi Frakka konii ekki í veg fyrir þá þrótin. Kahn lætur sig þó málefni Bandarikjanna mestii varða og er að vinna að bók um viðhorf áratugarins 1970—1980. Fyrir tveim árum sendi stjórnin Kahn til Vietnam og átti hann að kanna ástand þar og gefa hernaðarmálaráðuneytinu skýrslu um horfur. Þegar heim kom sagði hann við hernaðar- sérfræðingana: „I*ið getið val- ið úr átta aðferðum til að vinna stríðið, en það er aðeins ein að- ferð til að tapa því, ykkar að- ferð.“ Blaðani: Bandarikin eiga við erfíðleika að etja, einkanlega siðferðilega. Þau haía giatað sakieysi sinu og trúnni á sig sjálf. Víetnamstriðinu er kennt um, að þessi andlegu verðmæti hafa giatazt. Hver er yðar skoðun ? Kahn: Það er vafalaust rétt, en menn verða að skilja hvað hefur gerzt. 1 vissum skilninigi hafa þessir erfiðleik- ar styrkt dýrmætustu arfleifð Amerikana. Ef Ameríkanar hefðu verið spurðir að því ár- ið 1960 hvort þeir væru frjáls- lyndir eða íhaldssamir hefðu 45% svarað íhaldssamir. Nú eru 60% íhaldssamir, og þegar ég segi íhaldssamir, á ég við íhaldssamir á þann hátt, að þeir vilja halda í þau verðmæti sem teljast til ameriskrar arf- leifðar. Ekki fer milli mála, að í Bandarikjunum fjölgar stöð- ugt þeim einstakiingum, sem eru andvígir nútímalegum breytingum, eims og t.d. fóstur eyðingu. Vitið þér t.d. að meiri hluti ungra kvenna er andvíg- ur fóstureyðingu? Athyglisverðasta breytingin í Ameriku er það, hvað skoð- anamunurinn er orðinn geysi- mikiil. Áður fyrr voru einung is yfirstéttarmennirnir efa- semdarmenn, en nú hefur þetta breiðzt út til „hærri miðstéttar manna." Það er mikil breyting. Lítum til dæmis á háskólana, þar sem nemendur og kennar- ar eru samtals 8 milljónir. Stór hópur þessa fólks, eitthvað miiii 400 þúsund manns og einn ar milljónar, er algjörlega and- vígur ameríska stjórnmála- kerfinu og amerískum lifnaðar- háttum. I beztu háskólunum eru þessi viðhorf taiin mjög æskileg. Nemendur og kennar- ar eru úr ýmsum þjóðfélags- hópunv. frjálslyndir, sósíalistar, framfarasinnar, Gyðingar, áhangendur biskupakirkjunn- ar, presbyteríanar, hákirkju- menn, unitarianar, kvékarar o.fl. Blaöam: En er þetta ekki kjarni amerisku þjóðarinnar? Kahn: Fyrir 5 árum hefði ég sagt að svo væri. Á tímum þrælahaldsins og andþjóðfé- iagslegrar löggjafar var þetta fóikið, sem tók forustu til þess að knýja fram umbætur. Þetta fólk var samvizka Ameriku, en nú hefur þessi samvizka farið út fyrir eölileg mörk. Þetta fóik hefur orðið vart við fyrir- brigði, sem ég vil nefna „eftir- iðnvæðingarmenningu“, en það hefur ekki skilið réttilega þessa menningu. Skiigreining fyrirbærisins og viðbrögð gegn því voru röng. Þessi hóp- ur er ekki stór hluti amerisku þjóðarinnar, innan við 5%, en þetta fólk hefur áhrif og lætur skoðanir sínar í ljós. í flest- um öðrum löndum væri andúð sambærilegs hóps hörmulr/*, en hér í okkar iandi er þetta miklu fremur mikill skaði en beint áfail. Skoðanir þessa fóiks hafa aldrei þótt svo mikil vægar hér í Ameriku. Áköf- ustu stuðningsmenn Agnews eru fólk, sem hefur hiotið há- skóiamenntun, en ekki fýtlk úr „lægri millistétt“ eða verka- menn. Blaðant: Það er munur á fólki, sem hefur lokið háskóla- námi og fólki sem nú stundar það. Kahn: Hvorir tveggja studdu Agnew, þó vitaniega fleiri eldri menn. Stúdentar úr þeim háskólum sem ekki eru í tizku nú, þ.e. flestum háskólun um studdu hann. Ungir frjáls- lyndir Ameríkanar eru tíu eða hundrað sinnum fleiri heldur en byltingarsinnaðir Ameríkan ar. Það er bara minna talað um þá, þvi þeir eru ættjarðarvin ir og vilja varðveita gamlar hefðir. Blaðain: „Life“ og „News week“ hafa birt skoðanakann- anir, sem sýna, að ungt fól'k og stúdentar skiptast eftir skoðun um og viðhorfum svipað og fyrri kynslóðir. Kabn: „Hærra miðstéttar- fólkið“ skynjar að eitthvað mikilvægt er á seyði, en það skilur bara ekki hvað er að gerast. Þjóðfélagið verður æv- inlega að hafa eitthvert „form“ ef ekki hið ytra, þá a.m.k. hið innra. Freud hefur sagt, að bar átta mannsins fyrir að hafa í sig og á, lífsbaráttan, sé fyrir flesta menn eina samband þeirra við raunveruleikann. Ef þessi nauðsyn sé numin brott, iifi menn í blekkingu. Þetta á einmitt við um þotta fólk, sem við ræðum um og sem er á und an samtíðinni. Það hefur glat- að trú sinni, fornri hefð, áhrif- um, nauðsyn þess að vinna, framfarahugmynd og boðorð um siðfræðinnar. Ekkert nýtt hefur komið i stað alls þess, sem hefur glatazt. Þetta fólk finnur ekki einu sinni til þess, að „útvaldir bera skyldur gagnvart öðrum.“ Yfirstéttin er að giata tilfinningu fyrir þvi, að staða hennar leggi henni Skyidur á herðar. Þessi þróun er augijós í Svíþjóð, Dan- mörku og jafnvel Bretlandi. Til er_ orðin óábyrg hástétt, sem elíki er í neinum tengslum r t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.