Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1972, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1972, Blaðsíða 12
ljós. Eng’inn vildi af þeim vita. Hús þeirra og eignir voru brennd. Enginn sýndi þeim meðaumkun. Allir vissu, að refsin.g Guðs hafði lostið þá, af því að þeir hefðu syndgað. Guð sjálfur hafði ekki einu sinni meðaumkun með þcim, svo að þá var ekki hægt að ætlast til slíks af mönnunum. Röksemda- færslan var fullkomin, óyggj- andi, og eftir henni var farið samvizkusamlega. 1 HVERT SKIPTI sem Frans kom auga á þessar mannverur, varð honum illt og óglatt, og hann skalf af ótta við að smit- ast. Þvi tók hann þá fyrir vit sér og flúði. Þessi afskræmi mannsmyndar voru á sinn hátt ímynd alls þess, sem hann vildi forðast og varast —- hins ljóta, óhreina, spillta. Þau særðu til- finningar hans og þrá hans eft ir hinu fagra og fullkomna. Svo það var ekki um nema eitt að ræða — að flýja. EN SVO VAR ÞAf) DAG NOKKURN, að Frans kemur riðandi eftir skógarstig, þungt hugsi og veitir engu eftirtekt í kring um sig. Skyndilega nem- ur hesturinn staðar við ein- hverja hrúgu, sem liggur á miðjum stígnum. Frans hrekkur við: þetta er holdsveikisjúkling ur. Fyrstu viðbrögð hans voru þau að snúa hestinum á harða- stökk burtu, — en það var eins og eitthvað héldi honum föst- um. Og í huga hans lýstur nið- ur þessari spumingu: Flýði frelsarinn hina holdsveiku? Hann hafði nýlega lesið um það i guðspjöllunum og mundi það orðrétt: Og sjá, likþrár maður kom til hans, laut hon- um og mælti: Herra, ef þú vilt, getur þú hreinsað mig. Og hann rétti út höndina, snart hann og sagði: Ég vil, verði þú hreinn! Og jafnskjótt varð likþrá hans hrein. Frans sté hægt af hesti sin- um. Hann tók fram pyngju sína, laut niður og lagði hana við hlið hins sjúka. Síðan tók hann í afmyndaða hönd hans — og kyssti hana, með virð- ingu og varfæmi eins og væri þetta hönd heilags manns. Augnablik horfir hann i augu, sem eru eins og botnlaust hyl- dýpi örvæntingar og sársauka. Án ógleði eða ótta horfir hann beint framan í hina neflausu ásýnd. Meðaumkun og samúð blossa innra með honum, þeg- ar hann sér votta fyrir hinni þögulu undrun og þökk í svip hinnar hrjáðustu mannveru á jörðu. Hann gerir krossmark yfir henni og án nokkurs asa, róleg ur og öruggur, gengur hann til baka til hests síns. Hann held- ur áfram heim á leið. Unaðsleg tílfinning gagntekur hann. Hann hefur sigrazt á sjálfum sér. Hann finnur, að það hafa orðið tímamót í lífi hans. Aldrei hefur hann lifað slika sælu- stund. Skammt frá Assisi var göm- ul kapella, San Damiano, sem vax að hruni komin. Þangað varð Frans oft reikað. Svo var það eitt sinn á fögrum sumar- degi, að Frans reið þar fram- hjá í bezta skapi, því að hann hafði öðlazt mikið af sinni fyrri lifsgleði og heilbrigði eftir hinn merkilega fund hans og holdsveika mannsins. Hann sté af baki og gekk inn í hina hrör legu kapellu.Við róðukrossinn féll hann á kné og baðst fyrir, lengi, lengi. Hann ákallaði frels- arann á krossinum og bað um að mega feta í fótspor hans, fylgja honum gegnum þján* ingu til sigurs. Allt í einu virtist honum frelsarinn stíga niður af kross inum, lúta niður til sín og taia til sin: Frans, endurreistu kirkju mína, þvi að hún er orðin svo hrörleg. Röddin! Hann hafði heyrt þessa rödd áður — þegar hann lá veikur í Spoleto og fannst hann vera ógæfusamasti mað- ur í heimi. Far þú heim til Ass- isi og bið þú mín þar, hafði hún sagt. Og nú var biðinni lokið, nú var ekki lengur um neitt að efast. Og Frans hróp- aði Já, Herra, Já, Herra, ég vil gera allt, sem þú biður mig um. Hann þaut þegar út úr kap- ellunni og gekk nokkrum sinn- um í kringum hana til að sjá, hvar væri bezt að byrja, þvi að það ætlaði hann að gera þegar i stað. Siðan klæddi hann sig úr að ofan, því að hitinn var mikili, og tók til óspilltra málanna. Og hann söng við virmuna — trúbadúrsöngva, því að nú var hann sæll og glaður. En að loknu dagsverki fannst honum heldur litið hafa áunnizt. Honum var ljóst, að hann þyrfti að afla efnis til uppbyggingarinnar, múrsteina og kalks, en það var lítið i pyngju hans, enda ýmsir þurf- andi orðið á vegi hans fyrr um daginn. Hann varð því að fara heim til að ná í peninga. En þegar þangað kom, reyndist meistari Pietro hafa farið að heiman um morguninn og var ekki væntanlegur fyrr en eftir nokkra daga. Og móðir hans hafði enga peninga aflögu, því að eiginmaður hennar var að- sjáll í fjármálum öðrum þræði, þótt hann væri örlátur við son sinn. EN FRANS GAT EKKI BEÐ- IÐ. Gömiu kapellttna þurfti nú aJlt i einu að endurbyggja hið bráðasta. Og svo fékk hann hugmynd, sem hann hratt þeg- ar í framkvæmd. Hann tók nokkra dýrmæta klæðastranga af birgðum föður síns og hélt sem leið lá á vefnaðarvöru- markaðinn í Foligno. Þar tókst honum að vekja eftirtekt á sér með því að sitja á hesti sinum og syngja trúbadúrsöngva frá Provence, og þaðan voru hin dýrmætu efni, sem hann bauð til sölu. Hann sýndi frábæra söluhæfileika og tókst að selja öll efnin fyrir gott verð. Og síð an seldi hann hestinn, hnakk- inn og boizlið og hélt svo fót- gangandi til San Damiano. Þar hitti hann fyrir gamla prestinn sem sá ura kapelluna, og rétti fram pyngjuna. En sá gamii hristi höfuðið og sagði: Þetta er ekki hægt, sonur minn. Pen ingana á faðir þinn, en ekki þú. Ég held, að sú kirkja, sem þú vilt byggja, verði fegurst, ef þú aðeins gefur frelsaran- um það, sem er þitt eigið, og það er hjarta þitt og hendur. Frans varð fyrir vonbrigðum, ekki sízt af þvi að hann fann, að þetta var rétt, og það hefði hann átt að vita. NiðurJag í næsta blaðí. MANNA BEZT HÆRÐUR ,JÞESSIR síðhærðu, skítugu unglingar i skræpóttum fötum, slagsandi og flaksandi um göt- umar. Og nú eru sumir farnir að ganga með bárbönd, eins og stelpur" Hver kannast ekki við þenn an söng á undanföraum árum? En hefur ykkur nokkura tima dottið í liug, að þeir sem þann- ig tala eru ef til víll mestu að- dáendur íslenzkra fornbók mennta, þar sem síðhærðar og litklæddar kempur geysast um hverja blaðsíðu? Á myndum eru þeir meira að segja stund- um sýndir með ennisspangir eða hárbönd. Ætli þéssir miklu fornkappaðdáendur haldi, að Gunnar á Hlíðarenda hafi verið burstaklipptur? Og livað skyldi hann hafa l>vegið sér oft um hárið? Hér uni kvöldið var ég á leið í bæinn í strætisvagni. Á nokkrum viðkomustöðum í röð komu inn í vagninn bítil- hærðir unglingar í hópum. Af tilviljun vissi ég, að þeir voru á Ieið á árshátið í skóla sínuni. Þeir, sem ég sá, voru með glans andi hreint og villt nýþvegið hár og margir í allavega köfl- óttum og litskrúðugum fötum. Mér varð hugsað til minna jafn aldra, sem notuðu dökku ferm- ingarfötin sín með flibba og bindi eins lengi og þau entust og voru eins og litlir karlar. Ég munði, að ég óskaði þess á mínum skólaáriun, að karl- menn fengju líka að ganga í lit skrúðugnm fötum eins og við stúlkumar. (Að vísu minnist ég eins og eins í fallega bláum eða brúnum gaberdínfötum). Nú hefur þessi ósk mín rætzt. En það sem mér þótti vænst um að sjá hjá þessum ungu Hvert stefna Bandaríkin? Framh. af bls. 3 an veginn allsheaiarkreppu. Á öllum öðrum sviðum hafa orðið framfarir, eða ástandið að minnsta kosti ekki versnað. Lít um t.d. á húsnæðismálin, en á síðastliðnum 30 árum hefur heilsuspillandi húsnæði minnk að um hehning alls staðar í landinu. Enn er mikið ögert til að bæta samgöngur, en þær hafa þó ekki versnað til muna. Yfirgnæfandi meirihluti amerískra borgarbúa, líklega 95 —98% eru andvigir útþenslu úthverfanna, sem stundum geta teygt sig yfir tugi kilómetra svæði, þéttskipuð Iitlum hús- um. Þetta fólk vill byggja hringlaga borgir, þar sem á rennur í gegnum miðja borgina og grænir grasfletir hér og hvar hvíia augun frá litiaus- um byggingum. En 85% Amerí kana kjósa að búa í úthverfum og þeir eru meirihluti lands- manna. Borgarbúar, sem eru óánægðir yfir að fá ekki þær niönnimi, var gleðin og eftir- væntingin sem skein út úr svip þeirra allra. Þrátt fyrir 4000 ára gamla spá um, að æskan sé á hraðri leið til andskotans, má enn í dag lesa barnslega gleði og tilhlökkun í svip biftt hærðra unglinga í skræpóttum fötum á leið á skemnitanir í breytingar, sem þeir vilja, kenna skipulaginu um. Ef borg arbúar hættu að þrjózkast gegn útþenslu útborganna og legðu sig fram við að vinna að málamiðlun hlyti að finnast við unandi lausn. Blaðam.: Finnst yður eltki útborgirnar andiega niðurdrep andi staðir? Kahn: Nú talið þér svo sann arlega eins og yfirstéttarmað- ur, persónulega er ég raunar sammála, en 85% Bandaríkja- manna eru á annarri skoðun. Blaðam.: Úthverfahugsunar- hátturinn er nú engin hvatn- ing andlegu lífi og hann skap- ar ekki jákvæð viðhorf hjá fólki. Kalm: Við verðum þá að reyna að koma til móts við út- borgirnar, flytja til þeirra það bezta úr borgarmenningurmi og byggja þar upp fjölbreytni svo að þær likist borgum í æ ríkara mæli. Við verðum að ná til íbúa útborganna og hafa uppi jákvæðan áróður. Ekki má þó gleyma því, að amerisk menning er haldin hleypídóm- um gegn borgariífi. Stofnend- ur amerísks þjóðfélags litu á borgir sem spillingarbæli frem glaitmbæjum borgarinnar, al- veg sömu tilhlökkunina og skein út úr andlitum ungling- anna, sem stikluðu mýrarfló- ana á þúfnakolliinttm á leið á harmonikkuböllin eða til að sjá sína Skugga-Sveina fyrir stríð. Frú Fertug. ur en staði, þar sem andlegt li£ blómgaðist og endurnærðist. Ameriskur nútlmamaður er í sjálfu sér ekki andvígur borg- arlífi, en kýs þó fremur að búa í úthverfi. Fleiri og fleiri þrá að búa fyrir utan borgimar — uppi i sveit — hafi þeir efni á þvi. Blaðam.: Og hvað fara marg ir klukkutímar á dag í ferðir fram og aftur? Kahn: Stefnt er að fjögra daga vinnuviku og þá geta menn eytt þrem dögum heima h já sér — uppí í sveit. Blaðam.: Þessi geysilega á- sókn fólks til úthverfanna eyk ur á aðskilnaðarvandamálið, því blökkumenn eiga ekki ann ars kost en búa áfram í borg- unum. Einungis tvenns konar fólk. getur leyft sér að búa í New York, annars vegar for- ríkt fólk og hins vegar blá- snautt. Kahn: Þetta er nú ekki rétt. Blökkumenn flytjast líka til út borgarma. Það er satt, að um það bil helmingur Qtborganna er negrum lokaður, en þeir hafa aðgang að hinum helm- ingnum og þar er nægflegt rými fyrrr þá. 12 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. apríl 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.