Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Qupperneq 8
vV seinni tíð hefur Halldór La.vness átt mikið og gott sanistarf við leikara í Þjóðleikhúsinu og Iðnó; hann fylg-ist nieð æfingum frá upphafi, )>e gar verlt hans hafa verið sýnd. Hér er hann í hópi leikara L.IÍ. og fylgist með samlestri á Atómstöðinni, sem nú er sýnd i Iðnó við mjög góðar nndir- tektir. Myndin birtist í Lesbók Morgunblaðsins 9. janúar 1972. Skáidið og íörleggjarinn á góðri Jiessa mynd af Halldóri og Kagnari í Smára, ibrstjóra Helgafells, og birtist myndin í Morgunblaðinu 11. október 1970. Dönsku dagblöðin hafa tíðiim átt samtöl við Laxness, Jiegar hann hefur verið á ferðinni Jiar. Það tíðkast í mun ríkar' mæli hjá Dönum en í blaðamennsku hér- lendis, að teiknari sé sendur í stað ljósmyndara og Danir eiga marge. liðtæka hraðteiknara, t.d. Hans Bendix, sem oft hefur teiknað Halldór Laxness. Með- fylgjandi teikning er úr dönsku blaði og birtist í Morgunblaðinu 11. apríl 1966, þegar sagt var frá útkomu Skáldatíma. Nóbelsverðlaunin voru ekki aðeins mesta viðurkenning, sem Hall- dóri Laxness hafði hlotnazt á rithöfundarferli sínum, heldur voru Jiau sigur og fagnaðarefni f.vrir alla Jijóðina. Sú andstaða, sem Halldór hafði lengi mætt, var nú úr sögunni og ótrúlega víða mátti sjá á heimilum bækur hans í sérstöku bandi ásamt Islend- ingasögunum. Morgunblaðið birti meðfylgjandi mynd með Nóbels- verðlaunafréttinni 28. október 1955, en portrettið er eftir <Ión Kaldal, sein vissulega væri stórra verðlauna verður fyrir ljós- myndir sínar. Til vinstri: Myndina af skáldinu tók Olaíur K. Magnússon, Ijósm. Morgunblaðsins, en Lax- ness stendur Jiarna á svöliim ibúðar sinnar við Fálkagötu og horfir yfir Skerjaf jörðinn. Mynd- in hefur birzt nokkrum smnum í Morgunblað- inu, en á síöari árum hefur skáldið öðru hverju skrifað greinar í blaðið um málefni líöandi stundar; hundahald eða hernað gegn landinu. I Finnlandi hefur enginn unnið dyggilegar að Jiví að kynna Halldór Laxness en frú Toini Havu, sem hér sést með skáldinu. Myndin birt- ist í Morgunblaðinu 25. júlí 1967, en Jiá liauð Islandsvinafélagið Suomi írúnni hingað til lands. Hún hefur m.a. þýtt á finnska tungu Skáldatíma, Silfurtunglið, nokkrar smásögur Laxness og bók Peter Hallbergs. 8 rÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. api-Ll 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.