Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 2
GUNNAR GUNNARSSON iólatréd úr tré SMASAGA Þegar tæp viika Mði jólaföstu vorum við Veiga og B'eta orðin heildur en eikki óiþolinimóö, þðtti lít- ið gerast: Ætllar toaran palbbi ekki að fara að fara í kaup- staðinn? óð á okkur öllum þremur einum munni. Sá, er um var spurt sat á hnalli við hjaraborð- hlemminn undir gaflglugganum I gömlu hjónabað- stofunni, sem svo var kölluð, tuggði tölu sina, þagði þunnu hljóði. Enda beindum við orðum okkar ekki til hans, meiri likur tíl að svar fengist frá móður okkar. Hún hafði tyllt sér á rúmbrikina með yngstu systur okkar í kjöltu sér, morgunsvæfa að vanda. Var þó maddama Anna löngu fullfær að borða sjálf, en þótti gaman að láta dekra við sig. Alveg svona niðdimmt um hádaginn hafði aldrei verið á Ófeigsstað, það ég til mundi, jafnvel ekki í svartasta skammdeginu. Og þótt ekki yrði hlaup- ið í kaupstaðinn þaðan hvenær sem var, stóð kirkjan aftur á móti rétt hinum megin við hlaðið og samhringt á stórhátíðum: Komiði-nú! — kom- iði-nú! ... 1 sæmilegu veðri létu menn sjaldan á sér standa. Ósköp er annars gaman að ánægð- um kirkjugestum. En skelfing var orðið langt sið- an — afgangurinn af sumrinu í fyrra, sumarið, sem nú löngu var liðið og veturinn inn á milli. O Líklega áttum við ekki afturkvæmt í Breiðdalinn. Auma standið, að neyðast til að eyða ævinni án klettabelta að bakhjarli. Mamma broisti við relunum í okkur, brá handar- baki að varaga Veiigu, kiaippa'ði Betu á rauðan úfin- kollinn — roðinn þaut fram í kinnar Betu eins og fugl kæmi fljiúgaradi, en dvaldi lengur. Er það orðið of seint í dag, Greipur minn? spurði mamma. Faðir okkar ræskti sig, spýtti mórauðu, dró við sig svarið — anzaði að lokum: Kom okkur ekki saman um, að þú iiegðir sem minnst á þig? Eitthvað verðum við víst að láta það heita — veginia bleissaðra barnannia,, andvarpaði móðir okk- ar. Vera má að pabbi hafi ekki verið jafn óvið- búiran og 'hiaran lét, minrasta koisti var hann fijót- ur að tygja sig. Þetta varð langur dagur, langur og strangur. Við systkinin héldum hópinn, aðgerðalítil, ærsla- laus — furðulega ánægjusnauð. Búðirnar á Tang- anum bættu litið úr þvi, að okkur dauðleiddist, og víst ekki örgrannt að við settum það í sam- barad við Otbæinin á Grámsstöðum, hve óskaplie'ga þreytt matmma altaf var, og fa'ðir oklkar eitthvað svo vandræðalegur — átti til að sitja tímunum saman og tyggja tölu sína án þess að hafast að. Ofurlítið lifnaði yfir deginum er mamma tók sig til og lét setja tvo potta á hlóðir, annan undir tólg — hafði annars ætlað að sleppa því í þetta sinn að steypa jólakerti, sagði hún. Þá gekk fram af okkur. Ánægjan af þessari hátíðlegustu allra jólaundirbúningsathafna brást okkur raunar fyrsta sprettinn; fjörið og flýtirinn, sem einkenndi móður okkar, varð að víkja hvað eftir annað fyr- ir vanmættí!, sem við bömin ekiki tootrauðum i. Það var ekki mömmu líkt að blamma sér á hlóðar- stein i miðjum kliðum og sitja drjúga stund auð- um höndum. Hvað er að ykkur, krakkar mínir — óskaplegur dauðyflisháttur er atarna, sagði hún — við okk- ur! En bætti við af bragði: Komið þið og hjálpið henni mömmu ykkar — ekki veitir af. Kertamótin, tví- og þrístrend flest, hreinsaði hún vamidlega upp úr sjóðiandi vatni. Það var íax- ið að krauma í tólgarpottinum. En kertagerðinni miðaði lítið. Af hverju ertu alltaf svona þreytt, mamma? spurði ég óþolinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.