Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 4
Erindi þetta var flutt í Landakirkju í Vestmannaeyjum í júlímánuði 1964 og birtist það í jólablaði í Vestmanna- eyjum sama ár. Velunnari Lesbókarinnar úr Vestmanna- eyjum hefur komið þessu á framfæri og þótt átta ár séu liðin frá flutningi, skiptir það litlu máli, þegar um svo sígilt efni er að ræða. Lesbókin óskaði eftir birtingu núna og veitti höfundurinn góðfúslega leyfi til þess. Á því ári sem nú er að líða og þegar tekið að lialla, hefur þess verið minnzt, að maður fæddist á þessu landi fyrir 350 árum, sem getur ekki horfið undir þá blæju, sem Iogndrifa eykta og ára breiðir yfir mann anna spor. Sá maður er séra Haligrimur Pétursson. Hann kom víst aidrei til Vestmanna- eyja. Hann sigldi þar framhjá þegar hann lét i haf, litt af barnsaldri kominn, slapp heill til hafnar í öðru landi, fram- hjá sjóræningjum og öðr- um háska. Um það kvað hann siðar, þegar hann skyldi halda heim: Móðurjörð minni frá þín mildi gæzkuhá leiddi með lukku hliða og létti öllum kvlða. En Vestmannaeyjar urðu á vegi hans siðar, eitt sker á reki, brotið af því bergi, sem ræningjar tróðu fótum einn vá legan vordag árið 1627. Og aldrei er saga hans sögð án þess að getið sé Vest- mannaeyja. Þegar vöggudisir kváðu honum öriagastef norð- ur í Hjaltadal var rímað á móti undir Heimakletti og stef- in hittust úti í Kaupmannahöfn og féHu hvor að öðrum. Vér rekjum ekki þau djúpu ráð, sem komu því rimi saman. I»a<5 eitt vitum vér, að héðan kom sú kona, sem skyldi ganga með honum til þess Helgafells, sem fyrir honum lá. Það var 'bratt þangað upp fyrir hana og varla hafa aðrar konur þurft að fara örðugri krókaleiðir til móts við maka sinn en hún. Og í augum ís- lenzkrar alþýðu var henni lítt stætt uppi þar á hans Helga- felli við hliðina á honum. En ekld verður það út skaf- ið að þau áttu sameiginleg lífs- örlög, Guðríður Símonardóttir úr Vestmannaeyjum og sr. Hallgrímur Pétursson. Sam búð þeirra hefur ímyndunar- afl þjóðarinnar vafið þeim hé- góma, að óvíða griliir í veru- leikann, en. enginn fótur er fyrir því, að hjúskapur þeirra hafi ekki verið eðlilegur. Það er sagt að hún hafi verið mis- lynd nokkuð, enda verið úti í misvindi og stóyum veðrum, en glaðlyndi hans og jafn- lyndi hafi sléttað úr þeim öld- um og lægðum, sem hennar fari fylgdu, en það er alkunna að andstæður í skapferli fara oft vel saman í hjónabandi. En hltt er óyggjandi að Guðríður hefur verið fágæt atgerfiskona á marga grein, ella hefði hún ekki kom- izt fram úr þeim ófærum, sem atvikin tefldu henni í. 1— Læt ég svo útrætt /um Guð- riði að þessu sinni og vik tal- inu að Hallgrími, en þegar ég var ibeðinn að segja eitthvað hér í Landakirkju í kvöld og fór að hugsa fyrir efni, þótti mér vel fallið að tala irm Hatl- grím, vegna minningarársins, er yflr stendur, og vegna (þess að einn hinn gildasti þáttur i ævi örlögum hans er héðan runn- inn. Vestm annaeyjar eiga á sinn sérstaka hátt meiri aðiid að hinum mestu atvikum á ferli hans en aðrar byggðir en um það sem hann lét eftir í arf eru allar íslenzkar byggðir í sömu skuld. Ég var einu sinni staddur í erlendri borg í f jarlægu landi, þurfti að reka erindi á ákveðn um stað og varð að bíða nokk- uð á biðstofu af þvi tilefni. Þar lágu framml gestum til afþreyingar blöð af ýmsu tagi, eins og gengur. Ég tók eitt blaðið og leit yfir efni þess, það var þýzkt viku- blað vandað að frágangi, og þegar ég fletti því, sá ég mér til eigi lítiUar undrunar en jafnframt gleði að ein aðal- greinin í blaðinu var um HaH- grírn Pétursson. Mig minn- ir hún héti, „Stórskáld með smáþjóð" eða eitthvað þ.h. Greinin var eftir þýzkan mann ekki sérlega velgamikU, en glögg og góð það sem hún náði. Og nokkur bending var hún um það, að hróður þessa höfuð- skálds og kenniföður vorrar þjóðar er ekki með öllu tak- markaður við mæri þessa lands, þótt svo megi að vísu heita, því að sá ljómi, sem nafn hans ber í hugum íslendinga, hefur aðeins varpað daufu end urskini út fyrir landsteinana og yfir mjög takmarkað svið. Þaí er aðeins fámennur hópur kunnáttumanna, sem þekkir hann. Um það veldur að sjálf- sögðu mestu sá þröskuld- ur, sem málið er, móðurtungan hans, sem leikur svo ljúft við taum hjá honum, en er flest- um lokuð, sem ekki eru bornir til hennar ríkis. Að Hallgrimur er ekki heims frægur og í flokki með þeim mönnum, sem öll kristnin les og elskar og dáir, það stafar ekki af því, að hann skorti tU þess andríki og heUags anda náð, hann geldur þar ekki ann ars en smæðar þeirrar þjóðar, sem ól hann og átti. Og þó að hann hafi þannig unnið smærra riki en hann liafði efni til og orðið hefði, ef forsjón- in hefði skapað honum annað þjóðerni, þá kemur það á móti, að hann vann sitt litla ríki á sitt vald eins fullkomlega og orðið getur og ber kórónu sína ófölskvaða Iengur en flest- ir aðrir sem krýndir voru í höll um andans. Ég veit ekki dæmi þess að nein kóróna hafi verið fléttuð af meiri ást að höfði skáldkon ungs, en sú, sem hann hefur hlotið, eða að.neinn slíkur hafi skipað hærra tignarsæti í hug- arheimi þjóðar en hann hefur gert. Þótt hann hafi þannig ekki náð eins vítt og gáfa hans verðskuldar, þá hefur hann unnið það upp á dýptina. Og í annan stað megum vér fslend ingar undrast það og þakka og vér ættum einnig að meta það, að vor smáa þjóð hlaut svo stóra gjöf sem Hallgrímur var og er. Þýðingar eru til á Passíu- sálmunum á útlend mál, eins og kunnugt er, á úrvall úr þeim eða þeim öllum, en þó að þær séu góðar að ýmsu leyti, þá mun þó yfirleitt langt frá því, að þær komi HaUgrími tll skila svo, að hann njóti sin. Sálmar eftir hann hafa komizt inn i sálmabækur frændþjóð- anna, þó ekki þeir, sem ágæt- astir eru og hugstæðastir hafa verið alþýðu hérlendis. Það stafar af þvi, að hæstu og tær- ustu tónarnir hafa ekki náð hreimi sinum í þeim tUraunum til þýðinga sem kunnastar eru. Ég heyrði í fyrra vetur skemmtilega sögu. Fyrir mörg- um árum gaf hinn kunni ís- landsvinur, Sir WilUam Craigie, út á Englandi úrval skandinav- ískra Ijóða. Skömmu siðar fékk menntamaður í Beykjavik bréf frá kunnum manni á Bretlandi, sem lék ihugur á að vita nokkru nánari deUi á einu Ijóði í þessari bók, það var sálmurinn „Allt eins og blómstrið eina“. Honum fannst tilþrifin svo sérstæð en jafn- framt fannst honum eitthvað vanta, einkum furðaði hann sig á því, að honum fannst svo lítið um Krist í þessu Ijóði og þótti það með ólíkindum, þar sem það væri ort af kunnu sálmaskáldi. En þannig stóð á þessu, að útgefandinn hafði einmitt feUt aftan af sálminum versin, sem túlka sigurvissuna, upprisutrúna i Jesú nafni. Hinn islenzki menntamaður skýrði þetta fyrir lionum og sendi lionum sálminn aUan. Að vörmu spori kom svar frá hin- um enska manni, hann heitir Gathorne-Hardy og er ágæt- ur bókmenntafræðingur, vel heima i íslenzku og skáldmælt- ur vel, og með fylgdi þýðing á sálminum „Allt eins og blómstrið eina“. Þessi enska þýðing var ekki birt fyrr en nú nýverið að hún kom í ensku tímariti og síðan í Kirkjuritinu. Þessi þýðing er merkileg og stórágæt, að því er ég kann um að dæma. En það merkilegasta við þessa sögu er það, sú staðreynd, hvernig HaUgrímur, einn af öllum þeim, sem kynntir voru í þessu safni norrænna Ijóða frá ýmsum timum, talar til þessa manns, þessa bók- menntafræðings og skálds, og tekur hann tökum svo, að hann getur ekki undan kom- izt, verður að kynna sér hann nánar og fer að glíma við að þýða hann á sína tungu. Svona sterkur, svona máttugur er Hallgrímur. Tökin hans á þeirri þjóð, sem ihefur motið hans í 300 ár, eru engin tilvUjun, þau eru einnig óvéfengd og óvéfengj- anleg. Enginn dregur 'það í efa né vill vekja ágreining um það, ;að fæðing hans fyrir 350 árum, hafi verið einn sá við- burður ísl. sögu, sem yfir ber, og (mestri iblessun olli og að þjóðinni hafi borið að iminn ast þess viðburðar með lotn- ingu og almennri þakkargjörð. Og þó er ég ekki viss um, að vér, nútímans kynslóð, ger- um oss fuUa grein fyrir þvi, hvað vér eigum iHallgrími mik- ið að þakka. Sr. Matthias Joohumsson sá dýpra í því tU- liti en menn gera almennt, þeg- ar hann isagði: Hallgrímur kvað í heljar nauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir. 1 fyrir- lestri, sem sr. Matthías flutti einu sinni um sr. Hallgrím, seg ir hann *n-a. ,/Ekki löng- um tírna eftir að 'sálmar þess- ir (Pass) (höfðu ináð inn- göngu inn á hvert heimili á Is- landi, hófust — 1690 — hin voðalegu hallæris- og ranna- ár sem nálega eyddu þetta land, og fám árum eftir kom stórabólan. Með ivers séra Hallgrims á vörum '— vers likt og „Gegnum Uesú helgast hjarta“ eða bænaversin „Vertu Guð faðir, faðir iminn“ o.s.frv.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.