Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 5
hneig Ihið bjargþrota fólk hrönnum saman í faðm dauð- ans; með þessiun nýortu guð- legu hendingum signdu mæð- urnar bömin hungurmorða og fólu sig sjálfar á eftir sama ósýnilega. alföðurnmn — ósigr- aðar af hungri, hörmung og dauða.“ Þetta isegir sr. iMatthías. Ósigraðar af hungri, hörmung og dauða. Það er fast að orði kveðið. En hann hafði sjálfur reynslu fyrir þvi, hverju hend ingar Hallgríms fá áorkað og hefur lýst þvi í öðru sambandl. Hann var kallaður að bana- beði einu sinni sem oftar á prestskaparárum sínum og það var hrelld sál og ,rsteini harð- ari“, sem hann þar skyldi hjálpa. Og hann greip til Passíu sálmanna og við hvert nýtt vers var sem viðjar féllu og loks þegar andlátið kom var ekki aðeins öll barátta á enda og friðurinn kominn, heldur fannst prestinum, að því er hann sjálfur segir, hinn deyj- andi maður bókstaflega svífa inn í himininn & vængjum þess ara jheilögu Ijóðaljóða. Það er til þjóðsaga, í sjálfu sér ekki merkileg fremur en þær eru yfirleitt þjóðsögurnar, sem spunnizt hafa um Hallgrím, en hún segir þó eins og þær gera margar, nokkuð um við- horf þjóðarinnar til hans. Hann var |á ferð við 3ja mann, þeir fóru fyrir Hvalfjörð, hrepptu illviðri og lentu í myrkri og létu fyrirberast í helli í Hvalfjarðarbotni undir fossi einum. En sem beir hugð- ust taka á sig náðir urðu þeir fyrir ásókn af forynju ein- hverri er að þeim sótti úr foss- úðanum og greip þá óhugur all mikill við þetta. Þá báðu sam- ferðamennirnir sr. Hallgrím að setjast í hellismunnann og gerði hann það, itók sér varðstöðu og fór að yrkja. Brá þá svo við, 'að forynjan hvarf, en um leið og prestur felldi brag sinn, fór hún aftur á kreik. Gekk svo til morguns. Hallgrímur orti lofgjörð til Guðs og fylgir hún sögunni eða torot úr henni: Sætt með Sönghljóðum sigurvers bjóðum Guði föður góðum, sem gaf Mfið þjóðum, næsta jnaumt istóðum naktir vér óðum í hættum heisglóðum. Þannig hefst bragurinn, en endar svo: Ó, þú alvalda eining þrefalda, lát lýð þinn kalda lof þitt margfalda, gef oss heilt halda og heiður þér gjálda, um aldir alda. Meðan hann 'kvað varð ekki að meini en gerðist jafnan ókyrrt um leið og hann þagn- aði. Hvort sem nokkur fótur er fyrir þessari sögu leða ekki þá hefur hún varðveitzt sem vitn- isburður þjóðarinnar, geymdur í djúpum dulvitundar og ósjálf rátt útlagður þar Sem túlkun á sambandi alþýðu við þennan trúa og sterka samferðamann kynstóðanna, Haligrím Péturs- son. Þjóðin var tæpt stödd og illa til reika á vegferð sinni, vissi oft ekki, hvort nokkurr- ar dögunar var að vænta eða uppstyttu, þegar hún hnípti undir hamrabergi og beið af sér hryðjur og hríðar og glóru- laust myrkur. 1 slíkum aðstæð- um, slíkri tvisýnu, ber margt fyrir, skuggar hugans taka á sig ýmsar myndir, forynj- ur sækja að. Þær gera sér bún ing eftir aldarfari, hryllings- höfundar og svartsýnisskáld kjarnorkualdar nota aðrar myndir og önnur orð en höf- undar þjóðsagnanna, en ang- ist mannlegrar sálar í heljar- myrkri er samskonar, hver sem öldin er, hvort sem hún er kennd við einokun og galdra eða igasklefa, helsprengjur og spútnika. En meðan Hallgrím- ur ler við hellismunnann er öllu óhætt, stefin af vörum hans eru sterk; þau eru gædd Guðs krafti, örugg vörn gegn allri ógn, þegar þau eru flutt hörfar hver forynja, sem á hugann leitar: Guð er minn Guð, þó geysi nauð, og gangi þanninn yfir, syrgja skal spart, þótt missta. ég margt, máttugur Herrann lifir . . . Gt geng ég ætíð síðan í trausti frelsarans undir tolæ toimins Iblíðan blessaður víst til sanns . . . Þú mátt þig þar við hugga hann þekkir veikleik manns, um þarftu ekki að úgga á drykkjuskammtinn hans. Vel þín vankvæði sér, hið súrasta drakk toann sjálfur sætari og kninni en hálfur, skenktur er skerfur þér. Guðs hönd hlifir, Guðs kross sigrar, Guðs ástar birt- an hjarta Ijómar gegitum allt, bölið þitt, hvað er það, hvað er sú beizkja, sem þú verður að ismakka, úr þvi að Drott- inn sjálfur drekkur þér til og tæmir sjálfur toikar áUs böls og allra kvala i þinn stað, þin vegna, fyrir þig? Meðan Hallgrímur hélt vörð um inni sálarinnar var öllu óhætt. Þetta túlkar þjóðsagan af djúpu innsæl og reynslu al- þjóðar. Ef maður ætti að leyfa sér að segja, að ísl. þjóðin eigi einhverjum einum manni lif að launa i bókstaflegum skilningi, þá veit ég ekki, hver kæmi fremur til greina en sr. Hall- grímur. Það er á orði haft, að Þjóð- verjar hafi í siðustu styrjöld Framhald á bls. 30 Matthías Johannessen oRraaRsa Úr ljóðabóki'nni VlSUR UM VÖTN. Á heiðinni ofan yifi ána var anoarhver lækur í hné og fjöllin horfðu til himins með hvíta lokka úr snjó, þeir bráðnuðu ofan í árnar og enduðu langt fram í sjó. Við horfðum af heiðinni, sáum hvar hraunið leggst undir sand og móarnir vöfðu melinn og moldina um fingur sér en Axarfjörður í fjarska og flaug inn í hjartað á mér. En lækirnir léku við sanda og lærðu að draga til stafs. Og hér á Ormarsá upptök og athvarf í þurrkatíð en laxinn fer langt inn á heiði í leit að hrygningarstað — og hér voru heiðarbýlin, hún Halla ætti að vita það. En ekki hitti ég hana sem heldur er ekki von því ævi hennar er aðeins eitt ódauðlegt vængjatak Að Bláskriðu beinist áin og bærir lítið á sér, samt stækkar hún eins og annað sem ólgar af lífi og ber þess vitni að vorið er komið og vex inn í haustið með þér. MyndHkreytiiiir Svérrlr HuraldHHnn. Hér brostu fyrr grösugir balar og bylgjurnar liðu yfir tún, en btáfjólur önguðu á bökkum og blikuðu auga til hafs. en hér heyrist ekkert, utan eitt örlítið fuglakvak. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.