Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 9
Margt hafði breytzt á Akureyri, en eitt var þó á sínum stað, það var húsið .. HÚSIÐ,... um varð litið yfir götuna og hann sá ekki betur en að æsku- vinur hans væri að koma þar út úr herrafataverzlun. Eða var það missýn? Jú, þetta var örugglega hann Gunnlaugur og Þráinn gekk yfir götuna og nú hafði Gunnlaugur líka komið auga á hann. „Er það sem mér sýnist?" sagði Þráinn. „Hvort það er,“ sagði Gunn- laugur og þeir horfðu hvor á annan dálitla stund, eins og tveir mælingamenn að virða fyr- ir sér væntanlegt brúar- stæði, virða fyrir sér bNið, sem árin höfðu sett á milli iþeirra. „Hvenær komstu?" spurði Gunnlaugur loksins. „Rétt áðan.“ „Og ætlar að vera ihvað lengi?" „Ti'l morguns." Þeir stóðu þarna á gangstéttinni og á bekkj- unum úti á Ráðthústorgi sátu út- lendingar og voru að skrifa á póstkort og klukkan var hálf tvö. Andrúmsloftið á milli þeirra hékk enn í óvissunni, fór bil beggja mitli undrunar og gleði. „Hvar stendurðu ’ií baráttunni núna?“ spurði Þráinn svo, til þess að segja eitthvað. „Ég vinn þarna í bankanum," sagði Gunnlaugur og benti á Landsbankahúsið handan við Ráðhústorgið. Þráinn sá, að hann var ekki með bindi og skyrtan var fráhneppt í háls- inn og hann var með bládoppótt- an silkiklút. „Ertu kannski í sumarfríi?“ spurði hann. „Já, reyndar," sagði Gunnlaug ur, „maður verður að slaka á stöku sinnum. Það er ekki hægt að telja peninga alia tólf mánuði ársins, sízt annarra manna pen- inga." Þeir kímdu og gluggarn- ir á Landsbankahúsinu voru bogadregnir og þeir minntu á ba'kið á manni, sem er að koma frá bankastjóra og hefur fengið afsvar. „Ertu mikið að flýta þér?“ spurði Þráinn. „Ekki svo.“ „Hvað segirðu um að ganga með mér útá Hótel KEA? Ég þarf að tryggja mér herbergi og svo getum við kannski fengið okk- ur einn á barnum.“ „Upplagt," sagði Gunnlaugur. Þegar þeir voru komnir að hótelinu stanzaði Þráinn og hann horfði upp að kirkjunni. „Hvað skyldu þær vera marg- ar tröppurnar hérna upp?“ sagði hann. „Nú veit ég ekki.“ „Þarna efst gnæfir kirkjan," sagði Þráinn. Út undan sér sá hann tvö b'lá skilti með hvít- um stöfum . . . KONUR — KARLAR. „Og svo eru al- menningssalernin hér neðst . . . skrítið.'1 „Já, sumir segja að þessar tröppur -tengi saman það and- lega og veraldlega i bænum." „Og hvort er hvað?" „Látum það liggja miMi hluta," sagði Gunnlaugur og þeir gengu hlæjandi inná hótelið. Þráinn fór að afgreiösluborð- inu og þar fyrir innan mætti honum þrautþjálfað viðskipta- bros á ungu konuandliti. „Get ég' fengið herbergi?" sagði Þrá* inn. „Því miður þá er allt upptek- ið,“ sagði stúlkan, „en þér getið reynt útá Hótel Varðborg eða Hótel Akureyri," bætti hún við og þeir gengu upp stigann, uppá aðra hæð, þar sem barinn var. Þráinn fé'kk að geyma töskuna i fatahenginu og þeir fóru inná barinn. Þetta var hlýlegur bar og fyrir aftan flöskurnar í hill- unum voru málaðar hraungrýtis- hellur og gluggatjöldin voru gul og þau voru dregin fyrir svo að ekki sást útá götuna. „Hvað má bjóða þér?“ sagði Þráinn. „Johnny Walker." „Sama fyrir mig,“ sagði Þrá- inn við barþjóninn, ungan mann með lipra rödd og fíngerðar hendur. Það voru fáir þarna inni, mest útlendingar og þeir fengu sér sæti. „Skál, gamli vinur," sagði Þráinn og þeir lyftu glösum. Is- molarnir möruðu í hálfu kafi í whiskýblöndunni og drykkurinn var gulur eins og gluggatjöldin. Á einum veggnum var stór teikning af Akureyri frá því einhvern tímann fyrir aldamót. Þarna gat m.a. að 'líta gamla bæjarráðs'húsið, sem hafði seinna verið breytt I tukthús. I kringum 1930 hafði Ástar- Brandur kveikt í þessu húsi að gamni sínu. Raunar hafði hann iðrazt þess eftir á, því að þegar hann sá það brenna, ku hann hafa sagt hálf kjökrandi. „Æ, þarna fór sumarbústaður- inn minn.“ En það er önn- ur saga. Samræðurnar á milli þeirra voru í fyrstu heldur stirðar, en svo byrjaði þetta manstu — manstu, sem verður þegar tveir gamlir vinir hittast. Þeir sátu þarna góða stund, en svo þurfti Gunnlaugur að fara. „Ef þú færð hvergi inni get- urðu gist 'hjá okkur,“ sagði hann og þeir urðu samferða út. „Þakka 'þér fyrir." „Við hjónin vorum að hugsa um að fara ,í SjálfstæðiShúsið í kvöld, ég kannski hitti þig þar," sagði Gunnlaugur. „Já, því ek'ki það.“ Þar með kvöddust þeir. Já, margt hafði breytzt a Ak- ureyri, en eitt var þó á slnum stað. Það var húsið . . . HÚSIÐ, bernskuheimi'lið hans. Þráinn gekk upp Kaupvangsstræti og fyrir neðan sundlaugina var andapollur og þar hjá voru gaml ir brauðfuglar á va'kki og svo var hann kominn að Helga- magrastræti. Hann gekk norð- ur götuna og trén í görðunum voru græn. Eftirvænting fór um hann, einhver óákveðinn fiðring- ur, óstaðsett ánægja og svo blasti það við honum. HÚSIÐ . . . fallegasta húsið í öllum bænum. Hann horfði á það góða stund, til þess að leyfa minningunum að seytla um sig og ætlaði síðan að halda áfram. E-n allt í einu fékk hann ómótstæðilega löngun til þess að banka upp á hjá þessu ókunnuga fólki, sem nú bjó þar og fá að skoða húsið, bara enn einu sinni. Hann opnaði garðs- hliðið varlega eins og hann væri að stíga inní helgan reit. Einhvern veginn virtist allt smærra í sniðum en hann mundi eftir því, líka trén, sem hlutu þó að hafa stækkað. Hann gekk heim stéttina og þarna var reyni tré og gráVíðir og upp úr mold- inni teygðu sig alla vega lit blóm. Hann fór upp tröppurnar og útidyrnar voru þær sömu og áður og sömuleiðis bréfalúgan, en við dyrabjölluna var komið ann- að nafn. Hann þrýsti á hnappinn og það heyrðist gling-gló innan úr húsinu. Dálítil vonbrigði. Gling-gló vóru að vísu fallegir hljómar, en ef hann brast ekki minni, þá hafði það verið brrr, sem dyrabjallan sagði í gamla daga. Elskulegt, lágt brrr. Hann beið þess að ein'hver 'kæmi til dyra. „Mamma, það er verið að hringja," heyrði hann krakka- rödd segja inni fyrir. „Farðu þá og opnaðu," sagði einhver kona og skömmu seinna stóð lítil stúlka í gættinni. „Það er kominn maður," kall- aði litla stúlkan. „Hvaða maður?" sagði konan. „Bara maður," sagði stúlk- an og konan kom nú fram og hún var fremur ung og með plastsvuntu framan á sér. 9kyldi vera hægt að þurrka sér um hendurnar á svona svuntu, hugsaði Þráinn og minntist móð- ur sinnar, sem 'hafði stöðugt ver ið að þurrka sér á svuntuhorn- inu, léreftssvuntuhorni. Konan horfði á Þráin og hann horfði á móti, en sagði ekki neitt. Hon- um varð nú Ijóst, 'hversu fárán- legt uppátæki þetta hafði ver- ið hjá honum að ætla að ryðjast svona inná ókunnugt fólk. „Ég er að leita hér að fólki," stundi hann svo loks upp úr sér. „Nú-já." „Er þetta ekki Helga- magrastræti?" „Jú.“ „Það átti að búa hér við þessa götu." Konan spurði núm- er hvað og hvað fól'kið héti og Þráinn nefndi eitthvert nafn úti bláinn. „Ég kannast ekkert við það,“ sagði konan og hún var almenni- leg, en dálítið vör um sig. Þrá- inn leit inní fonstofuna og fata- hengið var það sama og áður, en aðrar yfirhafnir, aðrir skór, annar þefur. „Afsakið ónæðið," sagði hann og gekk niður tröppurnar. Konan var nú langt að baiki og húsið, sem á meðan hann stóð við dyrnar, hafði ekki verið ann- að en sálarlaust fatahengið og þessi framandi kona með piast- svuntuna, varð nú aftur lifandi. Það var fortíðin, bylgjandi, sí- kvikar minningarnar . . . Ærsl í þeim bræðrum, alltaf eitthvað i bigerð, minniháttar hrekkir eða saklaust undirferli í hulduheimi þeirra. Þegar hávaðinn keyrði um þverbak eða þögnin varð grunsamieg, kom móðir þeirra til skjalanna. „Bezt ég láti pabba ykkar rass skella ykkur, þegar hann kem- ur heim." Aldrei logn í þessu húsi. Fréttir i útvarpinu, ’hurð- arskellir, matarlykt úr eldhús- inu, allt á tjá og tundri og móð- ir þeirra að taka tiL Þetta hús rúmaði allar mannlegar til- finningar. Þögla spennu, hlátur, rifrildi eða sorg, öll óveður í sál- árlífi fjölskyldunnar og sömuleið is lognið, sem fylgdi i kjölfar- ið. Móðir þeirra var seint og snemma að reyna að ala þá upp, veitti þeim þúsund áminningar, sem fóru inn um annað eyrað og út um hitt. „Þurfið þið ekkert að lesa fyr- ir morgundaginn?" var spurt jafn oft og skóladagarnir voru margir. Og ekki skorti viðbár- urnar. „Við erum búnir." Eða. „Kennarinn setti okkur ekk- ert fyrir." „Hvers konar skóli er þetta eiginlega?" sagði móðir þeirra. Á sumrin var leikin fallin- spýtan eða skyttukóngur, stolið rabarbara úr görðum eða rifs- berjum, skylmingar uppi á skúr- þökum, bjölluhasar. Hringt dyra- bjöllu nágrannans og svo hlaupið fyrir horn og legið á gægjum. Og svo voru það afmælisveizl- urnar. Þeir sem vildu slást voru í holinu, en þeir tápminni fengu að vera inni í stofu. Þegar svo allir voru komnir í eina kös á gólfinu og sunrr orðnir reið- ir, var þeim stíað í sundur með stórri ístertu og gosi. kafi í snjó úti fyrir og skelfing var mjólkin, sem móðir þeirra gaf þeim, köld og góð. Það var ost- ur á rúgbrauðinu og þetta var bezti dagurinn í lífi hans. Á morgun myndu þeir bræðurnir svo fara aftur uppí fjall og hann myndi taka enn fleiri beygjur en í dag og bráðum myndi hann ekki þurfa að fara í plóg leng- ur og hann gæti verið með skíð- in þétt saman alveg eins og bróðir hans. Næsta vetur fengi hann svo kannski ný skiði og gormabindingar. Og morguninn eftir var það skólinn. Skólataskan á bakinu, lestrarbókin í töskunni og stíla- bækurnar. Pennastöngin og blý- antarnir í hulstrinu, sem var -úr tré og lókinu rennt í fals. Reikn- ingur í fyrsta tíma og kennarinn kom inn i bekkinn, náungi af gamla skólanum, í svöntum föt- um og með flösu, sem hann bar eins og snjóskafl á báðum öxl- um, virðulegur og ágætlega þokk aður af þeim sem kunnu eitt- hvað, en þeir voru fáir. „Setjizt," sagði hann, strangur á svipinn, sléttgreiddur, dálítill Hitler í aðra röndina og kennslustofan var þúsund ára ríkið hans. Hann var merkilega fundvís á þann, sem minnst kunni í það og það sinnið og hann leit haukfránum augum af Á veturna voru það skíðin, far ið uppí fjall strax eft’ir hádegi og ekki komið aftur fyrr en eft- ir marga klukkutíma, þreyttur og svangur. Kuldinn var aukaatriði af því að þeir vissu að heima beið þeirra hlýjan. Lykt af blautum vettlingum og.ullar- peysu. „Ekki inn á skíðaklossunum," sagði móðir þeirra, „ég er marg búin að segja ykkur það." Stund um gleymdu þeir sér og báru snjóinn alla leið inn á stofugólf. „Bezt ég láti pabba ykkar rass skella ykkur, þegar hann kemur heim," sagði móðir þeirra þá. Si- gild hótun, yfirvofandi háski og þó dró aldrei til tíðinda. „Mér tókst að kenna honum að fara í plóg í dag,“ sagði bróðir hans. „Hengið blautu fötin ykkar niðrí þvottahús," sagði móð- ir þeirra og á eftir smurði hún svo nokkrar brauðsneiðar handa þeim og þeir settust við eldhús- borðið og voru í síðum nærbux- um. Nærbuxurnar voru ótuktar- lega hrjúfar og lærin voru glóð heit eftir núning dagsins. Það var heitt í eldhúsinu og allt á einu andliti "á annað. SteJpurn- ar voru í köflóttum pilsum og með fléttur langt niður á bak og kennarinn bjó yfir eins konar tappatogaraaugnaráði, sem skrúf aði sig innf hug og hjarta fórn- arlambanna. „Kannski að Þráinn vilji reikna fyrir okkur fyrsta dæmið," sagði hann og Þráinn lyppaöist upp að töflu með reikningsbókina í hendinni og göngulagið var ekki þesslegt að geta. vakið traust einræðisherr- ans í kennarapúltinu. „Hvaða dæmi er það?“ spurði Þráinn og teygði sig eftir krit- armola. „Nú, fyrsta dæmið sem þið átt uð að hafa heirna." „Bls. 13,“ var hvíslað fyrir aftan hann. „Þögn I bekknum," öskraði ken-narinn og sléttgreidda höf- uðið teygði sig út úr þessari mynd í svart-hvítu, sem saman- stóð af flösu og svörtum fötum, sem voru of stór til þess að geta verið fermingarföt og helzt til snjáð, til þess að geta gengið í brúðkaupi. Taflan var svört og auð og reikningsbókin, sem o

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.