Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 16
Vilhjálmur Stefánsson, lanðkönnuður. Vilhjálmur Stefánsson er víð- frægastur þeirra manna, sem af ís- lenzku bergi eru brotnir, enda heimsfrægur fyrir löngu, eins og kunnugt er, og þarf þvi ekki aö kynna hann fyrir íslendingum. Þess skal þó getið, að hann hlaut frægð fyrir merkilegar rannsókn- arferðir um nyrztu héruð Kanada og íshafið norður þaðan. Ferðamað ur er hann afburðasnjall, ráðsnjafl, gjörhugull og harðfengur, veiði- maður ágætur og lifir löngum við þau föng, er fást þar, sem hann ferðast. Þann hátt hefur hann tek- iö upp fyrstur norðurfara og sætti um hríð misjöfnum dómum ann- arra, einkum Róalds Amundsens, sem kunnugt er, enda voru þeir menn næsta ólíkir. Vilhjálmur hefur ritað margt og getið sér mikinn orðstír sem rit- höfundur og fyrirlesari. Hann er tvimælalaust einn hinn allra fremsti kunnáttumaður um Norð- ur-Ishafið og heimskautalöndin nyrðri þeirra, sem nú eru uppi. Vilhjálmur Stefánsson LEVMDAR- DÓMUR FRÁ DUMDS- DAFI Margt hefur veriö skrifaö og skrafað um hin sorglegu örlög loftsiglingar heimskauta- farans Andrée og félaga hans sumarið 1897. Dagbækur Andrée fundust ásamt líkunum 33 árum síöar, áriö 1930, en af síðustu dagbókarfærslunum er ekki nákvæmlega unnt að greina, hvað varð þeim félögum að aldurtila. Framan af var útbreidd skoðun, að búnaður þeirra mundi hafa verið slæmur, vistir jafnvel ónógar og þeir dáið úr kulda og vosbúð. Örlög Andrée-leiðangursins urðu mönnum hugstæð að nýju árið 1968, þegar sænski rithöfundurinn Per Olof Sundman ritaði heimildarskáldsögu um þetta efni og var hún nefnd Loftsiglingin í íslenzkri þýðingu. Sundman lýsir eínkennilegri veiki, sem hrjáir þá félaga. Það er niðurgangur með kýlapest og þrálátum krampa. Hann lætur Strindberg deyja fyrstan úr þessari ein- kennilegu veiki, enda dó hann fyrsíur og höfðu þeir Andrée og Frankel borið grjót að líkinu. Sundman lætur Andrée veslast upp úr sams konar veiki og þegar hann hefur skilið við, lætur hann Fránkel slökkva á prímusnum, opna tjaldið, skríða niður í svefnpoka og taka inn einhver kynstur af ópíum og morfíni. Síðan lagðist hann niður við hlið Andrée til að deyja. Vilhjálmur Stefánsson, heimsskautsfari, ritaði eftirfarandi grein í tímaritið Saturday Review árið 1931, þegar umræður um afdrif Andrée-leiðangursins stóðu sem hæst. Vilhjálmur hefur til viðmiðunar eigin reynslu og niðurstaða hans er sú, að þeir hafi haft nóg að bíta og brenna og að búnaður þeirra hafi verið í lagi. Hann hefur einnig aðra lausn á dauðdaga þeirra Andrée og Fránkels og byggir á, að sjálfur hafði hann næstum týnt lífinu fyrir sams konar mistök og hann ætlar að hent hafi þá Andrée og Fránkel. Grein Vilhjálms birtist í bók um Land- könnun og rannsóknir, sem út kom hér árið 1943, og er hún í þýðingu Pálma Hannes- sonar. Það er ekki ætlun miín að rakja ihér efini hinnar áhrifa- miklu og menku bókar sem samin er eftir dagibókum og öðrum heimildum, er fundust hjá fllifcum þeirra Andrées hins sænska og félaga hans. 1 þess stað mun ég líta á bókina, sem leyndardómsfuUa frásögn og haífi höfundarnir dáið, áður en þeir gætu ritað lokaþáttinn. Ég legg fram lauslegt uppkast að því, sem vantar, og lausn á sjálfum leyndardómnum. Sá, sem eitthvað þekkir til norðubferða, hlýtur að finna margt líkt með leiðöngrum þeirra Andrées og Nansens. Nansen var tveim árum fyrr á ferðinni. Andrée dáðist að af- rekum hans og kynnti sér að- ferðir hans til hiiítar. Þess er þá fyrst að geta, að árið 1895 lá Nansen úti i norður ‘höfum við rannsóknir á skipi sínu, Fram. Hann hélt burt frá skipinu við annan mann, Jo- hansen að nafni, er það var á reki með ísnum eitthvað 350 sjómhur undan landi. Árið 1897 var Andrée við rannsóknir á svipuðum slóðurn í loftbelg sín um, Erninum. Hann hélt burt frá bedginum vdð þriðjia maran, þá Strindberg og Frankel, er hann var staddur í sams konar rekís tæpar 200 rnílur frá landi. Báðir höfðu ágætan út- búnað, enda voru ferðir þeirra beggja mjög með ráði gerðar. Nansen héflt fyrst lengra norð- ur á bóginn, en síðan suður til landa, svo að hann ferðaðist samtals um 700 sjómiílur. Andrée leitaði þegar til landis, þannig að hann þurfti ekki að fara meira en eitthvað 200 sjó- míiur. Þegar Nansen átti ekki lengra ófarið til lands eftir all- an krókinn norður, var nesti hans orðið minna og úfbúnaður inn lélegri en Andrée hafði í upphafi sinnar ferðar. Á leið- ínni þaðan tii lands átti Nans- en meira torleiði að maeta en Andrée, eins og auðlsætt er, ef bornar eru saman fráisagnirnar af ferðum þeirra í bókunum Yztu höfum og Sögu Andrées. Sviíarnir voru engu síður en Niorðmiennimir örugigir uim það, að ferð þeirra leiddist vel út. Þykir rétt að sýna þetta svart á hvítu með frásögn, sem samin er að mestu eftir tilvitn- unum í heimildir, því að bjart- sýni og heilbrigð skynsemi eru þar hnoðir, sem leitt geta til skilnings á leyndardómi þeirra Andrées. , .Lendiin'gin (úr iloftbelignum),“ segir höfundurinn að Sögu Andrées, ,Jiílýtiur að hafia geng- ið vel . . . iÞetta sést meðal ann- ars á iþvii, . . . að leiðangurs- mennirniir fluttu með sér hin viðikvæmiustu rannsóknaitæki, sem voru alls óskemmd á leið- inni yfir ísinn.“ Þeir félagar eru alls kostar öruggir og ró- legir. Þeir halda í áttina til Franz Josetfs lands og virðast ókvíðnir með öllu, enda var það eðlilegt, því að Nansen hafði farið líka leið árið áður, eins og áður getur, án þess að mæta þar óvæntum örðugleik- um og skýrt frá þvií, hvemig þeir Johansen héfðu lent á Franz Josefs landi, reist sér hús, lifað á veiðum og setið þar um veturinn í allgóðu ytfir- læ'ti og al'heilir heilsu. Þeir Andrée verða að fara yfir vak- ir á leið sinni, en segldiúksbát- urinn „hefur verið reyndur með ágætum árangri". Þeir eru í nóigu góðu skapi til þess að halda upp á afmæli unnustu Strindbergs, og hann óskar, að hann gæti sagt Önnu sinni, „hve hann sé ágætur til heils- unnar og hún þurfi ékki að bera neinn kviðboga fyrir líð- an sinni né félaiga sinna“. Ferðim tii Franz Josetfs lands var enginn barnaleikur, en ekki láta þeir erfiðleikana á sér festa, því að alla leiðina gera þeir sér gaman og halda upp á merkisdaga þjóðarinnar og sjálfra sín. Seint og síðar meir verða þeir þess varir, að ísinn rekur í áttina til Svaibarða, og snúa þangað. Eftir þessa breytingu virðast þeir munu eiga greið- ari för en Nansen, því að það hlaut að vera auðvéldara fyrir þá að ná til byggða eða koma sér í skip þaðan, er þeir hefðu dvalizt atf um veturinn við líka kosti og hann. Á leiðinni verður þeim betur til veiðifanga en Nansen hatfði orðið og gleðjast af því. Þeir rannsaka, hversu smakkist hin ir ýmsu bitar af birni og sel og komast að þeirri niðurstöðu, að allir séu góðir. Hvenœr sem er, geta þeir náð sér í fugla til smekkbætis, en vilja ekki eyða til þess skotfærunum. Sjaldan þurfa þeir að halfa áhyggjur út atf matars'korti, en eiiga oft ket til margra vikna. Andrée ritar mieilra að segja: „Ailflt i krinigum okkur eru heilar ketbúðir á ferðinni," og enn segir hann: „Björninn er bezti vinur norð- urfarans." Þeir gera að gamni Sínu yfir því, sem miður fer á ferðalag- inu, og „kjarkur þeirra eða dugur dvínar ekki né heldur glaðværð þessara þriggja fé- laga“. Þeir eru mjög „kvaldir af hitiamum“ í tjaflidmu oig l'i’ggj'a heldur úti. Þeim verður heitt, er þeir draga sleðana og ganga snöggklæddir. Hinn 1. sept- em'ber halda þeir kyrru fyrir tii hvíldar og viðgerða. „Við vorum i forkunnargóðu skapi." Hinn 3. septemtoer toar þá að breiðum vökum, en er þeir höfðu ferðazt þann dag á bátn um og bjuggu á sleðana að nýju, ritia þeir: „Við erum ánægðir . . . þvi að alít hefur gengið vel. Báturinn feyndist ágætlega og tók allan farangur inn.“ Hinn 4. septemtoer halda þeir upp á afmæli Strindbergs, og hann gerir sér dagamun sjálfur með því að detta ofan í. Þeim verður talsvert um þetta, eink anlega af þvi að þeir þurfa að taka á sig ómök við að þurrka af honum spjarirnar, en „þessi O

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.