Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 3
* Oskar Aðalsteinn Ég er að koma úr kirkjunni nýfermd — og segi við alla: Nú byrjar fermingfin. Nú koma allar ferming-arg'jafimar. Pabbi og: manima eru eins og hnipin börn í veizlunni. Ég blanda mér ekki í einkamál þeirra. Ég er ráðsnjöll ung stúlka. Seinna — þegar ég læt ferma þá ætla ég að eiga veizluna ein — alveg eins og núna. Tove Ditlevsen +mUSTFERMINE EbblflR Vei þeirri konu, er úti í homi hiarir og hijóð án vonar út i tómið sfcarir gleðinnar þokka firrt með föla vanga fjötruð í gigtarböndum daga langa. Vei beirri konu. er eitt sinn unriir greinum eplatrésins vin sinn kyssti í leynum, þá aldinn fauskur illa í svefni lætur og ákaflega hrúta sker um nætur. I»á burt er æskuvor, sem veitti hlýju og von, sem dó og tendraðist að nýju, og sérhver ósk, hver yndisrödd er þögnuð og enginn morgunn veitir nýjan fögnuð. Vík burtu, ellin arga, þú, sem deyðir æskufjör og lífið blóma sneyðir. En varalitur veit mér styrk rnn þrítugt að virðast ekki nema rétt um tvítugt. I»ý<1.: Guðmundur Arnfinnsson. eru í fótbolta á miðri akibraut- inni. — Annað er það, að ég er alltaf að hugsa um böæn á ak- brautinni. Það gera auðvitað allir atvinnubMstjórar. Það er orðið mitt annað eðli, herra dómari. Þegar ég ek um götur borgarinnar, ekki í miðborg- inni, heldur í úthverfunum, þar sem bömin valsa um eftir- litslaus, þá er eins og ég hafi sérstakt auga, sem grandskoð- ar götuna og segir mér hvar ég eigi að aðgæta, að ekki skjót- ist allt í einiu smákrakki fram undan bíl, tré, eða söluturni. Böm eru nefnilega alveg eins og dýrin. Það er aldrei að vita hvar maður hefur þau né hvaða stefnu þau taka. Jafnvel þótt gatan sé breið og ég sjái smákrakka á gangstéttinni, dreg ég úr hiraðanum. Það er sem sagt aldrei að vita. Og ég held, að hver atvinnubilstjóri, þótt hann eigi að baki mörg ár við stýrið, hafi oft þungar draumfarir um að eitthvað komi fljúgandi niður úr loft- inu beint framan við vatnskass ann og lendi undiir hjólunum áður en honum vinnst timi til að stíga á hemilinn. 1 slíkum draumum, iherra dómari, fylgir það einnig með, að bíllinn hoss ist þegar hann fer yfir líkam ann, en ópið er það versta. Ég er viss um, að það eru margir bilstjórar, sem innra með sér hafa í mörg, mörg ár búizt í angist við að heyra þetta óp. Og þeir losna aldrei aíveg við það úr huganum. — Að gæta varúðar þegar um börn er að ræða er hverj- um atvinn ubilstj óra svo i blóð borið, að það jafnast á við neyzlu áfengis. Ég neita ekki einu giasi, en það er eitthvert tæki í heilanum á mér, sem seg ir mér hvenær ég þoli það og hvenær ég þoli það ekki. Þetta tæki er aiveg sjálfvirkt. Og þannig er það áreiðanlega með fiesta bilstjóra. Atvinnumenn að segja. En ég skal fúslega taka undir með dómaranum, að þetta sé annað mál. — Jæja. Þá er nú eiginlega ekki eftir frá miklu að segja. Það var hópur af bömum í kringum vörubílinn þegar ég kom akandi, svo að ég hafði fulla aðgát, einnig þegar ég bakkaði. Ég hafði sett á mig hvar börnin stóðu, og þegar ég bakkaði horfði ég auðvitað út um afturrúðu bílsins. Það eir svona lokaður Pord sendiferða bill með glugga á afturhurð- inni. Ég hafði stöðvað bílinn og var í þann veginn að snúa lyklinum til að drepa á véiinni, þegar mér varð litið til hlið- ar og sá, að ég hafði stanzað rétt framan við brunaiboða. Að vísu hefði það aðeins tekið mig tvær mínútur að skjótcist upp í íbúðina og niður aftur, en ég var ekki alveg sáttur með það svo að ég gaf í og bakkaði einum metra lengra. Auðvitað leit ég út um aftur- rúðuna þegar ég bakkaði, og það virtist vera auð braut. — Þá vair það, sem það gerðist. Þetta með dirauminn, gæti ég sagt. Alveg eins og í draumnum. Ég fann að biillinn fór yfir eitthvað, og ég bakk- aði um leið swo að hann stopp- aði ekki á því. Og um leið heyrði ég bamsóp. Ópið úr draumnum. Það var óp barns við hræðilegan sársauka, og það varð að óhugnanlegum gráti. — Ég veit ekki vel hvernig ég á að gera grein fyrir til- finningum minum. Kannski væri réttast að segja að ég hefði orðið að iskerti, ég gat ckki hreyft mig um stund. Ég hafði stigið á fótstigið um leið og afturhjólið rann yfir kropp inn, og ég sat og gat ekki ilyft fætinum af hemlinum né tekið hendurnar af stýrinu. En þótt ég væri lamaður, leyndist lif innra með méir. Það var eins og ég hrapaði niður í gljúfur, þar sem ég hvorki gat hugsað né hafzt að samtámis. Ég veit að- eins, að ég sat þarna með hræðilega tilkenningu í skrokknum. Ég hugsaði um það, sem ég hafði ekið yfir, ég vissi hvernig það leit út og hvernig það þjáðist. Og ég vissi, hvað það þýddi fyrir mig, atvinnubilstjóra með ábyirgðar tilfinningu, sem alla itíð hafði með fyllstu aðgát reynt að forð ast einmitt þetta. Ég sá fyrir mér innkeyrsluna að spítalan- um, ég sá sjálfan mig sitja og bíða í ganginum, meðan þeir framkvæmdu aðgerðir á barn- inu fyrir innan, og ég sá yfir- heyirsluna hjá lögreglunni. Ég sá jarðarförina, ég sá kistuna, og ég sá fyrir mér augnaráð foreldra bamsins. Og ég hugs- aði líka andartak um kvik- myndastöðina, sem gæti ekki kvikmyndað í dag, og um starf ið mitt. — Ég veit ekki hversu lengi ég sat svona, alveg til- finningalaus eins og öil orka hefði rokið úr mér. Ef einhvern tíma hefur liðið yfir yður, herra dómari, þá vitið þér einn ig hversu andstyggilega tilfinn ingu maður hefur í líkamanum og óbragð í munninum, þegar maður raknar við aftur. Eitt- hvað því um líkt var það, þar sem ég sat þarna með lokuð augu og horfði inn í það svart- asta helvíti, sem hægt er að hugsa sér, það er að segja einmitt þegar maður hefur drepið sakiaust barn. Ég gat nánast ekki gireint stunumar að utan lengur. Kannski sat ég svona í eina mínútu, kannski voru það bara nokkrar sekúnd ur. Ekki veit ég það. — Ég veit aðeins, að þegar ég fékk máttinh aftur, þeytti ég upp hurðinni og stökk út. Ég er viss um, að ég vair snjó- hvítur í framan við hugsunina um það, sem ég yrði neyddur til að draga fram í dagsljósið. -— Þér hafið heyrt þetta áð- ur, herra dómari, en vegna nær veru kviðdómendanna, verð ég endilega að segja aftur, hvað það var sem ég fann. 1 staðinn fyrir limlestan barns- líkama lá þarna gamall poki út tiroðinn með einhverju undir afturhjólinu. Siðar komst ég að þvi, að pokinn var fullur af gömlum dagiblöðum. — Auðvitað trúði ég í fyrstu ekki mínum eigin augum, og ég get ekki lýst þakklætistilfinn- ingunni, sem fór um mig, þegar mér varð ljóst, að ég hafði ekki mannslíf á samvizkunni. Mér létti svo, að mér lá við upp- sölu. — En það tók mig heldur ekki langan tíma að gera mér ljóst samhengið. Það stóð smá- hópur barna nokkuð frá méir á gangstéttinni og horfði yfir göt una. Og þegar ég sneri mér við sá ég þrjá drengi 10—12 ára, sem stóðu fyrir utan port og ílissuðu. Það var einn þeirra, sem veifaði til mín og sagði eh-beh! — Ég veit það ekki alveg fyir ir víst, herra dómari, en ég held að ég stæði ekki héma í dag, ef drengirnir hefðu ekki flissað og sent mér langt nef. Því að þá var eins og eitthvað brysti innan í mér. Kannski var það þannig, að ég hafði rétt áður veirið morðingi í vit- und minni, að ég hafði drepið mann, eða mér fannst ennþá að hendur mínar væru flekkaðar blóði. Og maður hlær ekki framan í dauðann. Ég man bara að ógurleg og blind reiði greip mig, svo steirk að mér sortnaði fyrir augum. En ég man ennþá að ég sagði við sjálfan mig, þeg ar ég hljóp yfir götuna, án þess að líta í kringum mig, að þetta væri í fyrsta sinn i tutt- ugu ár, sem ég færi yfir götu án þess að líta til hægri eða vinstri. — Að öliu eðlilegu hefðu þessir strákar getað hlaupið hraðar en ég. Það eykur ekki beint á hlaupaþolið að vera bil stjóri. En ég æddi að þeim á slikri ferð, og ég var svo reið- ur og óður, að ég náði þeim, áður en þeir voru komnir í gegnum portið og inn í garð- inn. Ég greip tvo þeiirra og sló hausunum á þeim saman og henti þeim í portvegginn, svo að þeir lyppuðust niður og fóru að skæla. Ég ætlaði að fara að tosa þeim á fætur og láta þá hafa það aftur, þegar ég mundi einmitt eftir þeim þriðja, nefnilega þessum, sem hafði staðið og flissað mest. Ég sá hann langt inni í garðinum, hann var kominn upp á svona hálfþak eins og öskutunnurn- ar standa undiir, og var á leið yfir grindverk. Ef hann á ann- að borð kæmist ýfir það gæti ég gefið fjandann í hann. — Ég man, að ég hljóp yfir garðinn og komst upp á hálf- þakið yfir öskutunnunum, þó að mér skrikaði fótur þegar ég rauk af stað og dytti. En ég náði i annan fótinn á strákn- um og diró hann niður. Og þarna sem við stóðum á hall- andi þakinu hélt ég peyjanum í greip minni og þá rétti ég honum einn af öllum kröftum. Eins og þér sjáið, herra dóm- ari, er ég enginn léttvigtarmað ur. Fyrst hitti ég ekki, því að hann beygði sig, en í næsta skipti hitti ég, og það svo, að undir tók í garðinum. — Á eftir fleygði ég dregn- um niðuir af þakinu, en hristi hann duglega ,til áður án þess að berja hamn. Ég öskraði vist nokkuð hátt til hans, hvort hann gæti ekki skilið hvers konar hrekkjabragð hann hefði haft d frammi. Þá komu konur út í gluggana, og nokkrar komu út á tröppurnar og steyttu að mér hnefana, af þvi að ég hafði farið svona með (jrenginn. Þá var það ég, sem hypjaði mig. Það er ekki hægt að búast við, að maður standi inni í garði og munn- höggvist við 5 eða 6 kven- varga. Það gengur aldrei. Það er nefnilega miklu verra en að standa fyrir réttinum, herra dómari. — Allan daginn var ég í upp- Framh. á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.