Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Síða 5
Guðbjörg Björgvinsdóttir og Guðmiuidur Örn Sigurjónsson á hinu nýstofnaða heimili þeirra. Þau hjónin GUÐMUNDUB ÖBN SIGUBÞÓESSON og GUÐBJÖEG B.JÖBGVINS- DÓTTIB hafa komið sér nota- iega fyrir í risíbúð á Hofteigi 20 ásamt ungum syni sínum og heimiliskettinum, en bráðlega mun þó fjölga um einn i fjöi- skyldunni. Teigarnir eru vina- legt og hlýlegt hverfi, þægi- lega í sveit sett. Hefur það aukizt á undanförnum ár- um, að ungt fólk reyni að ná sér í góðan kjallara eða ris- íbúðir í eldri húsum. Nú er far ið að veita húsnæðismálastjórn- arlán til kaupa á eldri íbúðum, svo ekki þarf allt ungt fólk að flytjast í blokkir í nýju hverf- unum. Húsið að Hofteigi 20 er nokkuð stórt og virðast vera fjórar íbúðir hvorum megin í húsinu, kjallari, tvær hæðir og ris. Bisíbúð þeirra hjóna er 95 fermetrar að stærð, eða fjögur herbergi, og dálítið undir súð. Þó að húsið sé ekki nýtt af nál- inni er ferskur biær yfir ris- inu. I»ar er fjörugt litaval á veggjum og nýtízku húsgögn prýða stofuna. — Keyptuð þið þessa ibúð og hvað kosta svona ibúðir i? dag? — Við keyptum hér í haust á 1.600.000 krónur og borguð- VERÐA AÐ VELTA FYRIR SÉR HVERRI KRÓNU um milljón út. íÞau 600,000, sem eftir eru, eigum við að greiða upp á tíu árum. Verðum við að teljast óvenju heppin, að hafa fengið íbúðina keypta á svo góðu verði. Áður vor- um við búin að 'kaupa hæð á Vesturbergi í Breiðholti, en seldum hana, þegar okkur stóð þetta til boða. — Vilduð þið frekar búa hér en i Breiðholtinu ? — Já, við vorum búin að skoða mikið af eldri íbúðum, þegar við gáfum upp alla von og keyptum í Vesturbergi, en þá höfðum við svo litla pen- inga að fasteignasalarnir hlustuðu varla á okkur. Við undirritun samnings um íbúð- ina á Vesturbergi þurftum við að borga tvö hundruð þúsund krónur og af því fékk ég helm- inginn að láni, sem ég svo bórg aði niður á einu ári. Meðan við biðum eftir afhendingu Breiðholtsíbúðarinnar reynd- um við að safna eins miklum peningum og mögulegt var og áttum orðið ein sjö hundruð þúsund í haust. Þá fórum við aftur á stúfana og fundum þessa ibúð. Við fengum lánuð þau þrjú hundruð þúsund, sem vantaði í útborgunina, en af- ganginn, sex hundruð þúsund, greiðum við sem sagt upp á tíu árum og það verða anzi stífar afborganir. — Þurftuð þið ekki að kaupa margtíbúið? — Flest eldhúsáhöld og þess háttar fengum við í brúðargjöf, segir Guðbjörg, og þvottavél og ryksugu hef ég að láni. Ég hef keypt mér smávegis af taui og eins fengum við okkur sjón Guðbjörg og Guðmundur á brúðkaupsdaginn. varp, grammófón með hátölur- um, sófasett og hjónarúm. Þetta hefur kostað rúmar tvö hundruð þúsund krónur. Ekk- ert þurfti að gera við sjálfa íbúðina nema mála og kaupa teppi, sem kostuðu fimmtíu þús und krónur. — Hafið þið hjónin bæði unnið úti? — Ég er útlærð hárgreiðslu- dama, segir Guðbjörg, en ég hef ekkent starfað að hár- greiðslu siðan ég útskrifaðist. Guðmundur er vélvirki og vinnur i Straumsvík, — Hefurðu nógair tekjur, Guðmundur, til að standa und ir 'þessum afborgunum? — Já, ég hef sæmilegar tekj- ur, en ég vinn líka til klukk- an tíu eða tólf á hverju kvöldi, þegar aukavinnu er að fá. Mjög gott er að vinna í Straumsvík. Tiil dæmis þurfum við ekkert 'á bíl að halda, þar sem mér er alltaf ekið í og úr vinnu, og við búum það ná- Jægt miðbænum. að stutt er að Framh. á bls. 15 BETRA AÐ GÆTA SÍN Á OF MIKILLI VINNU í kjallaraíbúð í þriggja hæða húsi að Bauðalæk 9 búa þau hjónin JÓN BUNAB HJÖB- DEIFSSON, rafvirki, og SIGBÚN ÁGÚSTSDÓTTIB, Sigrún og Jón Búnar á brúðkaupsdaginn. fóstra. Sigrún var nýkom- in heim af Fæðingarheimilinu, þar sem hún eignaðist aðra dóttur þeirra hjóna, þegar Les- bókina bar að garði. En hún lét það ekki á sig fá og tók á móti blaðamanni af mikilli rausn ásamt ntanni sínum og dætrunum tveimur. Eins og annars staðar, þar sem við höfum komið vekur það athygli okkar, hve heimiiið er frábærlega vel úr garði gert. Ungt fólk virðist vera óhrætt við að fara sínar eigin leiðir, blandar saman gömlu og nýju, heimatilbúnum hlutum og dýr- ustu stássmunum úr verzlun- um. Þarna eins og víðar á leið okkar rikti mikil litagleði. — Hvenær giftuð þið ykk- ur hjónin? — Það var í ágúst síðast- liðnum, en í april vorið áður keyptum við þessa íbúð, þó að við filyttumst ekki imn fyrr en í ágúst. Við þóttumst lánsöm að fá þessa eign á 1.500.000 kr. að borga eina milljón út. Hluti af eftirstöðvunum hvílir á handhafaskuldábréfi að upp- Framh. á bls. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.