Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 5
Guðbjörg Björgvinsdóttir og Guðmundur Örn Sigurjónsson á hinu nýstofnaða heimili þeirra. Þau hjónin GUDMUNDUB ÖRN SIGUEÞÖBSSON og GUDBJÖEG BJÖBGVINS- DÓTTIB hafa komið sér nota- lega fyrir í risíbúð á Hofteigi 20 ásamt ungum syni sínum og heimiiiskettinum, en bráðlega mun þó fjölga um einn i í'.jöl- skyldunni. Teigarnir eru vina- legt og hlýlegt hverfi, þægi- lega í sveit sett. Hefur það aukizt á undanförnum ár- um, að ungt fólk reyni að ná sér i góðan kjailara eða ris- ibúðir i eldri húsum. Nú er far ið að veita húsnæðismálastjórn- arlán til kaupa á eldri íbúðum, svo ekki þarf allt ungt fólk að flytjast í blokkir í nýju hverf- unum. Húsið að Hofteigi 20 er nokkuð stórt og virðast vera f jórar íbúðir hvorum megin í húsinu, kjallari, tvær hæðir og ris. Bisibúð þeirra hjóna er 95 fermetrar að stærð, eða fjögur herbergi, og dálítið undir súð. Þó að húsið sé ekki nýtt af nál- inni er ferskur blær yfir ris- inu. Þar er fjörugt litaval á veggjum og nýtízku húsgögn prýða stofuna. — Keyptuð þið þessa íbúð og hvað kosta svona íbúðir l> dag? — Við keyptum hér í haust á 1.600.000 krónur og borguð- VERÐA AÐ VELTA FYRIR SÉR HVERRI KRÓNU um milljón út. Þau 600,000, sem eftir eru, eigum við að greiða upp á tíu árum. Verðum við að teljast óvenju heppin, að hafa fengið íbúðina keypta á svo góðu verði. Áður vor- um við búin að kaupa hæð á Vesturbergi í Breiðholti, en seldum hana, þegar okkur stóð þetta til boða. — Vilduð þið frekar búa hér en í Breiðholtinu ? — Já, við vorum búin að skoða mikið af eldri íbúðum, þegar við gáfum upp alla von og keyptum í Vesturbergi, en þá höfðum við svo litla pen- inga að fasteignasalarnir hlustuðu varla á okkur. Við undirritun samnings um ibúð- ina á Vestunbergi þurftum við að borga tvö hundruð þúsund krónur og af því fékk ég helm- inginn að láni, sem ég svo bórg aði niður á einu ári. Meðan við biðum eftir afhendingu Breiðholtsibúðarinnar reynd- um við að safna eins miklum peningum og mögulegt var og áttum orðið ein sjö hundruð þúsund í haust. Þá fórum við aftur á stúfana og fundum þessa íbúð. Við fengum lánuð þau þrjú hundruð þúsund, sem vantaði í útborgunina, en af- ganginh, sex hundruð þúsund, greiðum við sem sagt upp á tíu árum og það verða anzi stífar afborganir. — Þurftuð þið ekki að kaupa margt í búið? — Flest eldhúsáhöld og þess háttar fengum við í brúðargjöf, segir Guðbjörg, og þvottavél og ryksugu hef ég að láni. Ég hef keypt mér smávegis af taui og eins fengum við okkur sjón Hi Guðbjörg og Guðmundur á brúðkaupsdaginn. varp, grammófón með hátölur- um, sófasett og hjónarúin. Þetta hefur kostað rúmar tvö hundruð þúsund krónur. Ekk- ert þurfti að gera við sjálfa ibúðina nema mála og kaupa teppi, sem kostuðu fimmtíu þús und krónur. — Hafið þið hjónin bæði unnið úti? — Ég er útlærð hárgreiðslu- dama, segir Guðbjörg, en ég hef ekkert starfað að hár- greiðslu síðan ég útskrifaðist. Guðmundur er vélvirki og vinnur í Straumsvík, — Hefurðu nógar tekjur, Guðmundur, til að standa und- ir þessum afborgunum? — Já, ég hef sæmilegar tekj- ur, en ég vinn lika til klukk- an tíu eða tólf á hverju kvöldi, þegar aukavinnu er að fá. Mjög gott er að vinna í Straumsvík. Tiíl dæmis þurfum við ekkert 'á bíl að halda, þar sem mér er alltaf ekið í og úr vinnu, ag við búum það ná- dægt miðbænum. að stutt er að Framh. á bls. 15 BETRA AÐ GÆTA SÍN Á OF MIKILLI VINNU f kjaUaraibúð í þriggja hæða húsi að Bauðalæk 9 húa þau hjónin JÓN BÚNAB HJÖB- UEIFSSON, rafvirki, og SIGBÚN AGÚSTSDÓTTni, Sigrún og Jón Búnar á brúðkaupsdaglnn. fóstra. Sigrún var nýkom- in heim af Fæðingarheimilinu, þar sem hún eignaðist aðra dóttur þeirra hjóna, þegar Les- bókina bar að garði. líu hún lét það ekki á sig fá og tók á móti blaðamanni af mikilli rausn ásamt manni sínum og dætrunum tveimur. Eins og annars staðar, þar sem við höfum komið vekur það athygli okkar, hve heimilið er frábærlega vel úr garði gert. Ungt fólk virðist vera ðhrætt við að fara sínar eigin leiðir, blandar saman gömlu og nýju, heimatilbúnum hlutum og dýr- ustu stássmunum úr verzlun- um. Þarna eins og viðar á leið okkar rikti mikil litagleði. — Hvenær giftuð þið ykk- urhjónin? — Það var í ágúst síðast- liðnum, en i apiril vorið áður keyptum við þessa ibúð, þó að við flyttumst ekki imn fyrr en í ágúst. Við þóttU'mst dánsöm að fá þessa eign á 1.500.000 kr. að borga eina milljón út. Hluti af eftirstöðvunum hvílir á handhafaskuldahréfi að upp- Framh. á bls. 7 Sigrun Ágústsdóttlr og Jón Búnar Hjörleifsson heima hjá sér. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.