Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 6
Iris DungBl og Guðmundur Pálsson á heimili sinu. GUÐMUNDUB PÁLSSON,! sem er á næstsíðasta ári í við- skiptafræðinámi í háskólanum og kona hans IRIS DUNGAL, flugfreyja, búa að Hjallabraut 3 í Hafnarfirði. Hjallabraut er i stóru sambýlishúsahverfi sunnan Hafnarf jarðar. Um- rædd blokk er stór og nýtízku- leg að því leyti, að húseining- ar hennar mynda nokkurs kon- ar raðhúsakeðju. Stigagangar eru glæsilegir og vel frá þeim gengið, en umhverfi utanhúss fremur fábreytilegt. Guðmund- ur og Iris búa á neðstu hæð í 72 fermetra tveggja herbergja íbúð. Heimilið reynist vera ákaflega glæsilega búið hús- gögnum og innréttingar í alla staði óvenjulegar miðað við að- stæður nýgiftra hjóna. — Hafið þið keypt ykkur allt þetta innbú síðan þið giftuð ykkur i haust? — Ég var búin að kaupa þetta á nokkrum árum, svarar Iris, en ég byrjaði að safna í búið, þegar ég fór að fljúga. •Þá vorum við búin að vera hálftrúlofuð í fimm ár. Ég hafði stórt herbergi heima og gat fyllt það af dóti. Satt að ÁTTU FLEST í BYRJUN BÚSKAPARINS segja var ég búin að kaupa flest húsgögnin fyrir brúð- kaupið, allt sem vanhagaði um í eldhús og tau og lín alls kon- ar. Við þurftum að kaupa okk- ur þegar við byrjuðum að búa, hjónarúm á 33,000 krónur, ís- skáp á 28,000 krónur og þvotta vél á 28,000 krónur. Sófasett og ryksugu fengum við' meðal annars í brúðargjöf. — Keyptuð þið þessa íbúð um leið og þið giffuð ykkur og hvers vegna völduð þið að búa i Hafnarfirði? — Það er tæpt ár síðan við keyptum hér, svarar Guð- mundur. Ibúðin kostaði 1.500.000 krónur. Átta hundr- uð borgum við út á einu ári, tvö hundruð þúsund krónur á sjö árum, en afgangurinn er' húsnæðismálastjórnarlán. Af þeim nýju hverfum, sem um var að ræða, kusum við þetta helzt. Iris bjó áður hér skammt frá í Arnarnesinu og ég bjó á Seltjarnarnesinu. Hvorugt okk- ar er því hagvant í Reykjavík. <Þá er styttra fyrir Irisi, að sækja vinnu héðan til Kefla- víkurflugvallar. — Hefur þú nokkuð getað unn ið, Guðmundur, með náminu? — Ég vinn núna í þrjá mán- uði á endurskoðunarskrifstofu, en erfitt er að stunda vinnu jafnframt námi. Þá er námslán- um svo einkennilega hagað, að það borgar sig helzt ekki að vinna. Því meira sem þú vinn- ur, því lægra lán færðu, en tekjur konu skipta engu máli. — Ég hef heldur ekkert á móti því að vinna úti, bætir Iris við. — Satt að segja gæti Iris og Guðmimdur á brúðkaupsdaginn. ég ekki hugsað mér þetta öðru vísi. Svo lengi sem ég vinn fullan vinnudag þá flýg ég, en hugsanlegt er að ég þurfi ein- hvern tíma að minnka við mig niður í hálfan vinnudag ef fjöl skyldan stækkar síðar meir. — Nú er bóndinn við nám og þið nýbúin að kaupa íbúð. Finnst ykkur þið ekki þurfa að horfa meira í aurana en þið gerðuð áður? — Við þurfum auðvitað að spekúlera dálítið mikið i pen- ingum. Fyrst og fremst höfum við minnkað við okkur skemmt Framh. á bls. 15 TELJA SIG EKKI HAFA RÁÐ Á AÐ SKEMMTA SÉR Á Víghólastíg 16 í Kópavogi hafa stofnað bú sitt hjónin HÖRÐUR ALBERTSSON tækniskólanemi og HELGA J ÓH ANN SDÓTTIR, af- greiðslumær. Víghólastígur 16 er snyrtilegt einbýlishús í eigu foreldra Helgu, en ungu hjón- in hafa fengið risíbúðina til eigin afnota og búa þar ásamt dóttur sinni. Heimili þeirra er mjög vistlegt, eins og annarra Helga og Hörður á brúðkaupsdaginn. þeirra ungu hjóna, sem við höf um heimsótt. Þetta eru þrjú herbergi og eldhús, sem þau hafa sjálf lagfært eftir þörfum. — Þið hafið ekki viljað leggja í íbúðarkaup á meðan bóndinn er við nám ? — Við vorum búin að skoða ákaflega mikið af íbúðum, en komumst að þeirri niðurstöðu, að við gætum ekki staðið und- ir afborgunum af eigin hús- næði að svo komnu. Þriggja herbergja nýjar íbúðir, tilbún ar undir tréverk, kostuðu minnst 1.500.000 krónur. Út- borgun var 75,000 krónur þrisvar sinnum á tveggja mán- aða fresti, þá tók við húsnæð- ismálastjórnarlán, 600,000 kr., og eftirstöðvarnar þurftu að greiðast upp á örfáum árum með minnst 70—80.000 kr. af- borgun á ári. í Hafnarfirði heyrðum við getið um 75,000 kr. afborganir á mánuði. Það var alveg útilokað, að við gætum staðið undir þessu, þó að við gætum skrapað saman í útborg un með sparimerkjapeningum og fleiru. — Hvað áttuð þið mikið sam- tals í sparimerkjum? — Þetta voru 5—600.000 kr., eins áttum við sitt hvorn bíl- inn, sem hægt hefði verið að selja. Við tókum þann kostinn að búa hér í bili, þvi ekki er Helga Jóhannsdóttir og Hörður Alhertsson á heímili sinu. i m fAl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.