Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 11
V mjög á óvart svarið neðan írá Hólmaseli. Sr. Björn mátti að vísu kallast auðmaður á síns tíma og sveitunga sinna mæli- kvarða og „iifði í lukku og vel- makt“, eins og sr. Jónkemstað orði í Eldriti sínu. Þegar hann flúði Hólma'sel undan Eldinum 1783 lét hann reka þaðan 160 fjár, 6—8 nautgripi og talið var að búslóð og annar farangur hefði verið upp á 30 hesta. Þetta sýnir að blómlegt hefur búið verið í Hólmaseli. Maddaman, Elín Jónsdóttir, systir sr. Jóns á Mýrum, mun lika hafa verið bónda sinum samtaka um mikla sparsemi og forsjálni í hvivetna og því sázt hvatt prest til óþarfa útláta. Sr. Björn var Borgfirðingur að uppruna, fæddur í Höll i Þverárhlíð 1736, fék-k Meðal- landsþing 1761 og hélt það brauð fram að Skaftáreldum. Sr. Björn þótti kennimaður í meðaUagi segir í Æviskrám. Hins vegar var hann afburða raddmaður og kunnur fyr- ir söngrödd sína strax á unga aldri. 1 æsku var kveðin um hann þessi ,gamanvísa: Björn frá Höll með hljóð og sköll hæst af mönnum syngur. Upp um f jöll með óp og köll Ærist hann og springur. Af ræðumennsku sr. Björns fara ýmsar sögur. Hann talaði jafnan blaðalaust, svo sem venja var presta fyrr meir. Og hann virðist ekki hafa undir- búið eða 'byggt upp ræður sín- ar fyrirfram og tapaði hann stundum þræðinum, ef hann gerði eitthvert hlé á ræðuflutn inignum. Þá vék harm sér að konu sinni og sagði: „Hvar var ég við Elín mín?“ Og allta'f var Elín með og ,gat komið manni sinum aftur á sporið. Um inni- hald kenningarinnar hjá þess- um sálusorgara Meðallendinga höfum við eitt dæmi. Þegar biskupinn, herra Hannes Finnsson, vísiteraði i Hólma- seli 27. sept. 1779 prédikaði sr. Björn eins og lög gera ráð fyr- ir og væri ekki ótrúlegt að þá hefði hann vandað sig, sem bezt hann kunni. Biskup segir svo frá, að prest- ur hafi í prédikuninni farið all- útvöldum orðum um syndsam- legan íburð eða óhóf í klæða- burði. Hafi það illa getað heim- færzt til áheyrendanna, sem í allt 'hafi verið lítilfjörlegt al- múgafólk, fátæklegar búið en víðast annars staðar á landinu. Trúlegt er, og raunar vist, að þetta hefir ekki verið í eina sinn, sem prédikun sr. Björns var utan við lífið og nokkuð langt frá þvi að vera í sam- ræmi við andlegar 'þarfir sókn- arbarna hans og þau þótzt hafa lítið á þeim að græða. Og meira að segja var það svo, að eftir að sr. Bjöm var orðinn prestur í Hrepphólum, sendu sóknarmenn eitt sinn kæru til biskups yfir því hve klerkur væri langorður í stólnum, svo að þeir næðu e'kki heim í björtu frá messu, þegar stytztur væri dagur. Þegar biskup tjáði sr. Birni þessa um- kvörtun, svaraði klerkur þvi, sem enn er í minnum haft: „Guðs börnum þykir aJdrei of langt. Um hina kæri ég mig ekki.“ En hvað sem um kenni- mennsku sr. Björns má segja, þá er hitt vóst að hann var bú- höldur góður eins og með sanni má segja um marga hans stétt- arbræður fynr og síðar. Það má nú raunar fullyrða, að þar hafi sr. Björn notið konu sinnar, utan kirkju ekki síður en inn- an, eins og áður er sagt. Kjark- ur maddömu Elinar og skör- ungsskapur kemur vel fram þegar þau urðu að fiýja und- an Eldinum frá Hólmaseli. Það gerðist föstudaginn 20. júní — 12 dögum eftir að eldsins í Laka varð fyrst vart. Að Hrepphólmu fluttist sr. Björn árið 1787. Á efri árum sinum fékk hann boð biskups um að taka sér kapellán eða segja af sér ella. En gamli maðurinn gerði hvorugt og gegndi embætti sínu einn til dauðadags. Hann varð bráðkvaddur þ. 12. sept. 1808 og hafði þá tvo um sjö- tugt. Maddama Elin lifði mann sinn í 18 ár. Síðustu æviár sín var hún hjá bróðursyni sínum Steingrími biskupi í Laugar- nesi og þar andaðist hún 13. júlí 1826, tæplega áttræð. SR. SIGURiÐUR í ÁSUM Stuttorðasta svarið úr Vest- ur-sýslunni við umburðarbréfi prófasts kom frá Ásum í Skaft- ártungu. Það skrifaði sr. Sig- urður Högnason, einn af 8 son- um Presta-Högna Sigurðsson- ar, sem urðu prestar. Sr. Sigurður varð árið 1755 prestur í Ásum. Það haust brslddi Katia aU't a,3 1% alin- ar þykkt öskulag yfir Skaftár- tunguna og lagði hana næstum i auðn. Sumarið eftir segist Ásaprestur ekki geta feng- ið svo mikið sem einn heybagga i öllu Ásalandi og þó hann dvelji á þessum auðnum eitthvað fram eftir vetri til að gæta húsa á prestssetrinu verði þar harla lítið úr prestsstörf- um. En það sannaðist á sr. Sig- urði, að 'hollari er frumbýling- um húsbruni heldur en hval- reki á fynsta búskaparári. Hann var að visu í hús- mennsku næstu 3 árin hjá bróð ur sínum, sr. Halldóri í Hólma- seli, en síðan fékk hann styrk (10 skildinga af hverju brauði í Skálholtkbiskupsdæmi) til að byggja upp staðinn i Ásum og gerðist þar góður búhöldur og efnamaðuir, en ekki skaraði hann fram úr öðrum um kenni- mennsku. Fer biskup (i bréfi til stiftamtmanns) þeim orðum um sr. Sigurð, að hann hafi alltaf verið undarlegur og ein- þykkur, hann er lítt gáfaður og lítt lærður, en hann hafi verið ástundunarsamur í emb- ætti sínu, einkum uro upp- fræðslu ungmenna. Kona sr. Sigurðar var Ólöf Vigfús- dóttir Ketilssonar lögréttu- manns í Skál. Bún var systir Guðríðar konu sr. Hail- dórs bróður hans. Sfrax i upphafi Skaftárelda 1783 fluttist sr. Sigurður frá Ásum, enda átti hann að góðri staðfestu að hverfa þar sem var eignarjorð hans Ytri- Sólheimar í Mýrdal. Kom hann • 'ekki við kirkjuleg störf eftir það. Á Sólheimum hélt hann áfram búskap og umsýslu með myndarbrag, fékk t.d. verðlaun frá konungi fyrir hleðsiu tún- garða, sem hann hlóð, 158 faðma að iengd. Meðal barna sr. Sigurðar og Ólafar var Guðríður kona Eyjólfs Alexanderssonar hins kynsada á Sólheimum. Sr. Sigurður andaðist alda- mótaárið, sjötugur að aldri. SR. JÓN Á KÁLFAFELLI Eins og fram kemur i svari sr. Jóns Hjaltalíns á Kálfafelli hefur hann þegar haft bréfa- samband við þá Lærdóms- lista-félagsmenn enda gerðist hann félagi þeirra árið eftir. Sr. Jón Hjaltatin var hinn Framh. á bls. 13 V U---------------- -------------------------------------------------------------------------JJ Handavinna Undarleg er sú árátta sumra kvenna að tala niðrandi um handa- vinnu kynsystra sinna. Ég lief heyrt þær stæra sig af að kunna hvorki að halda á nál né prjónum og tala af megnustu fyrirlitningú um handa- vinnukennslu stúlkna í barnaskól- um, hún sé allsendis úrelt og eigi ekki við á þessum nýju og frjálsu timum. Auðvitað eru hinar öfgarnar ekki betri, þar sem mæðurnar gang- ast svo upp í bróderíi dætranna, að þær stelast sumar tii að sauma fyr- ir þær heima til þess, að þær fái sem liæstar einkunnir og allir sjái, hvað þær eru bráðmyndariegar. Nei, þarna er meðalvegurinn beztur eins og annars staðar og mér fynd- ist skömm að því fyrir islenzku þjóð- ina, ef dætur hennar kynnu ekki lengur að prjóna leista og vettlinga, halda á heklunál og sauma kross- saum eða góbelín, jafnvel þótt þær neyddust aldrei til að hekla eða prjóna á eigin börn, ef þeim er það svo mjög á móti skapi. Sama gildir um drengi, þeim ætti einnig að kenna undirstöðuatriðin í liandavinnu. Oft hef ég dauðvorkennt karlmönnum að sitja auðum höndum undir sjónvarpi eða útvarpi. Á liinn bóginn ætti svo líka að kenna stúlkum undirstöðu- atriðin i smíðum. I ljóði sínu „Krosssaumur“ kveð- ur Hulda um „smámeyjar dalanna“, sem vefa „draumanna rós og reyni og regnblá sumarlönd“ „í dúka og bönd“. Þvilika rómantik eiga hinar frjálsu valkyrjur nútímans eflaust bágt með að þola. En guð hjálpi okk- ur hinum, ef alla skáldlega róman- tík vantaði í tilverima. En Hulda kveður um fleira i ljóði sínu. Hún veit, að fullorðinsárin færa dalámeyj unni ef til vill sorgir og tár og seg- ir: „Þá verður það ef til vill iðnin, sem yfir harminn þig ber.“ Það lief- ur hún eflaust margoft gert og ger- ir e;nn og kemur í stað margrar taugapillunnar. Mikið hefur verið uni það talað, hvað lopapeysuprjónakonurnar fái lítið fyrir sinn snúð í beinliörðum peningum. Það er dagsatt. En ég held, að margar þessar prjóna- konur séu ekki eingöngu að liugsa um peninga. Margt eru þetta konur, sem fremur hafa kosið að vera heima hjá börnum sintmi en vinna úti. Þær nota niarga stundina til að prjóna á fjölskylduna og ef tími er til, prjóna þær meira en þær þurfa sjálfar að nota. A meðan geta þær hlustað á útvarp, liorft á sjónvarp og jafnvel lesið blöð og bækur. Þær nýta stnndina vel þessar konur og geta jafnframt fylgzt með gangi mála í heiminum, mun betur en þíer, sem eru þrælbundnar í vinnu undir annarra stjórn. Mikið dáist ég að vinkonum mín- um, sem alltaf hafa með sér handa- vinnu í afmælisboð. Á meðan við hin- ar sitjum auðum höndum og látum okkur inisjafnlega merkilega speki um munn fara, skapast í höndum þeirra nytsamir og fagrir hlutir, jafn framt því sem þær talta fullan þátt í samræðunum. Mikið lifandis ósköp er margt fal- legt í gluggum hannyrðabúð- anna þessa dagana. Ég ætla einhvern daginn að kaupa mér reglulega fal- legt góbelínveggteppi og mig klæj- ar í fingurna eftir að byrja að sauma það. Karlmenn ættu ekki að hika við að kaupa sér eitthvað fallegt til að sauma, ef þá langar til. Nú fást einmitt alveg sérlega fallegir, grófir og auðsaumaðir krosssaums- og góbe- línpúðar. Anna María Þórisdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.