Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 12
Viðskipti við Breta á, Eyjamiðum Það var í júnimánuði 1933, að Vonin VE var á dnagnótar- veiðum skammt fyrir norðan Eyjar oig fiskaði þá fyirir inn- an 3ja mílna landhelgismörkin samkvæmt leyfi, sem þá hafði verið veitt fyrir dragnótar- báta. Þennan dag hafði Vonin ver- ið að fá reytingsafla af góð- fiski, vænni rauðsprettu, ýsu og fl. Seinni hluta dagsins taka þeir Vonarmenn eftir brezk- um toigara, sem var nokkru norðar og dýpra, skammt fyrir utan 3ja mílna mörkin. Þegar þeir gá betur að, kannast þeir við togarann, því þeir höfðu áður haft lítils háttar viðskipti við skipstjóra hans. Þeim datt því í hug, þegar þeir væru bún ir að hala inn voðina að keyra út að honum og sjá, hvort hann væri að fiska. Er þeir komu að síðu togarans, stóð skipstjórinn á brúarvæng og tók vel kveðju aðkomumanna, er þeir spurðu um aflabrögð Sá brezki lætur lítið yfir þeim og segir þau vera mjög léleg hjá sér. Ekki spurði hann um afla hjá Voninni, því hann gat sjálfur sagt sér um þau, er hann sá góðfiskinn í kössunum þar um borð. Eftir dálitlar við- ■ræður keyrði Vonin aftur ti’ baka á þær slóðir, er hún áður var á og kastar voðinni þar aftur. Er þeir voru nýbúnir að kasta, sjá þeir, að togarinn, sem þeir héldu frá, er farinn að færa sig nær þeim og kem- ur togandi í áttina til þeirra og er innan stundar kominn inn fyrir 3ja mílna mörkin og þar með inn í landhelgina. Guðmundur skipstjóri á Voninni og hans menn voru nú ekkert hrifnir af að fá tog- arann í heimsókn til sín inn i landheigi með trollið aftan í. Þeir vildu gjarnan með ein- hverjum ráðum koma honum í burtu. Var nú góðra ráða þörf og fyrr eni varði var ráðið fundið. Guðmundur skipstjóri hafði það í fórum sínum og auð vitað hafði hann fiskað það sem annað góðmeti upp í snurruvoðina. Nokkrum dögum áður höfðu þeir á Voninni verið að fiska á svipuðum slóðum og þeir voru nú á. Eitt sinn, er þeir leysa frá pokanum og sturta á dekk- ið sjá þeir, hvar kemur forláta einkennishúfa innan úr miðri fiskkösinni. Þetta var yfir mannahúfa með 'borða og gyllt um einkennismerkjum. Húfan var tekin til hirðingar og látin niður í lúkar og geymd þar. Nú var allt það í einu, að Guðmundi kom húfa þessi í hug. Hann bað einn af háset- um sínum að fara niður og pússa hana upp eins vel og hægt væri. Það var gert og kom hún til dekks eins og ný- slegin væri. Einn hásetinn Ingibergur Friðriksson frá Bataviu Ve. var vel enskumælandi og átti hann þess vegna að leika aðal hlutverkið i þeim leik, er til stóð að leika. Hann skyldi setja upp þessa forláta enlbætt ishúfu og þar með gerast vörð- ur laga og réttar hinnar ís- lenzku landhelgi. Hann bjó sig nú i hinn virðulegasta búning, er til var um borð og setti sið- an valdsmannshúfuna á höfuð- ið og fór hún honum mæta vel. Þegar svo snurruvoðin var komin inn fyrir borðið, setti Vonin á fulla ferð út að togaranum, sem þá var kominn u.þ.b. eina sjómílu inn fyrir 3ja milna möcrkin. Vonin kom það nærri síðu hans, að Ingibergur gat kallað til skipstjóra og seg ir honum, að þeir hafi tilskip- un um að taka hann fastan i landhelginni, en þar sem þetta sé hans fyrsta brot verði hon- um hlift við sekturn í þetta sinn, en þó með því skilyrði, að hann fari undir eins í burtu og komi ekki þar nærri fram- vegis. Togaraskipstjórinn, sem hafði starað á einkennishúfuna og það vald, sem hún hafði upp á að bjóða, sá nú sitt óvænna og lét hífa inn trollið með miklum flýti. Þegar því var lokið, setti hann á fulla ferð austur með landi og sáu þeir á Voninni hann hverfa þar til hafs. Þesisi togari sást ekki langa tið á eftir á miðum Vestmannaeyjabátanna, og meira en það, því lengi á eftir sáust engir brezkir togarar inn an landhelginnar við Vest- mannaeyjar. Svo virtist sem þessi togaraskipstjóri hefði sagt kollegum sínum frá þvi, hverju þeir mættu eiga von á, ef þeir kæmu inn fyrir íslenzku land- helgislinuna. Trollarakarlinn var til í allt, togaði því í landhelginni, valdið hans fór að vega salt, þá Vonin birtist öðru sinni, er húfuna gylltu á höfði sá, hræddist oig skalf af ótta þá. Fljótt með dallinn á fullu þá, flýtti sér burt úr landhelginni, sinum kollegum sagði frá svínaríi er verða kynni, sæju þeir gyllta húfu á haus, þá hreint og beint væri skrattinn laus. Af veiðarfæratjóni á Eyjamiðum Það var á vetrarvertíðinni 1935, laugardaginn fyrir páska, að Vonin fór sem oftar í róður- að vitja um þorskanetin. Hún átti þá fjórar trossur i sjó og var hver þeirra 15 neta löng og lágu þær allar skammt hver frá annarri, tæpar 3 sjómilur í norðvestur frá Þrídröngum. Kl. 6 um morguninn sjá þeir skipverjar, að allt Dranga- svæðið er fullt af erlendum tog urum, sem flestir voru brezkir. Þegar þeir á Voninni voru að fara i fyrstu trossuna sáu þeir hvar einn brezkur togari varað toga þar sem netin þeirra voru. Þeim sýndust þó sánar trossur vera í lagi, eftir því, sem duflin voru, enda þóttist Guðmundur skipstjóri vera nokkurn veginn öruggur með netin, þar sem þau lágu við hraunjaðarinn vel innan við 3ja mílna mörkin. Þeir á Voninni fóru nú að draga og strax er fyrsta netið seilað af fiski, en ekki stóð sú dýrð lengi, því þar var aðeins um tæp tvö net að ræða. Kom þá i ljós, að þar hafði togari farið um. Þeir fóru í hitt duflið á trossunni og var þar sama, nógur fiskur og tæp tvö net á endanum. Þvi næst fór Vonin í aðra trossuna og svo hverja af annarri. Útkoman var svip uð á þeim öllum, 1—2 net við hvert dufl, öll hin netin höfðu togararnir tætt í burtu. Af þeim 60 netum, sem Vonin átti þarna í sjó, náði hún um 15 netum, það er fjórða hluta. 45 net full af fiski höfðu skemmd arvargarnir tekið. Þetta ár, 1935, var eitt af kreppuárunum og þá var ekki um neinn veiðarfæralager að ræða hjá all flestum útgerðar- mönnum. Þeir voru aðeins ör- fáir það efnum búnir að vera aflögufærir. Ekki var um að © ræða að hlaupa í banika eða sjóði til að fá peninga fyrir veiðarfærum, þó að útgerðin stæði uppi i vandræðum. Það eina, sem bankarniir lánuðu þá, var útgerðarián einu sinni á ári, sem oftast fékkst um ára- mótin, en það gat stundum dregizt fram í febrúar. Láns- upphæðin, er duga átti til út- gerðarinnar var 2—3000 kr. Það þættu kannski ekki stórar töiur nú á tímum. Þar sem Von in átti engin önnur net en þess- ar fjórar trossur var þetta gífurlega netatjón, eins og á stóð, algjört rothögg á útgerð hennar. Tjónið var þríþætt: I fyrsta iagi sjálft netatapið, í öðru lagi allur sá fiskur, er í netunum var og í þriðja lagi allt það aflatjón, er þeir urðu fyrir nsestu daga, en þá var mikil aflahrota, sem var hjart- að úr vertíðinni og gat haft úr slitaáhrif á afkomuna það árið. En þegar verst gegnir er hjálpin oftast nænri. Svo var í þetta skiptið hjá þeim feðgun- um frá Holti. Einn þekktur út

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.