Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1973, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1973, Blaðsíða 2
VIÐDVÖL í X Smásaga eftir Nóbelsskáldið \ Heinrich Böll_/ iÞegar ég -vakniaði, varð mér ljóst að ég hafði (því nær öllu gleymt. Mér fannst ég vera að synda í tregrennandi vatni, sem vissi ekki mark né mið. Ég vait léttilega, eins og likami, sem aldan heíur endanlega skotið upp á yfirt>orðið, misk- unnarlaust, já, ég valt léttilega fram og aftur, í iþessari móðu, þar 'sieim ekkent vax að hialda sér við. Ég kenndi ekki lima rniinna, þeir voru hjá mér, en i engum tengslum við mig. Það var einnig slokknað á skiln- ingarvitum mínum. Ekkert að sjá, ekkert að heyra, engin lykt að styðjast við. Aðeins mjúk snerting váð koddann, sem ég lá á, tengdi mig veruleik- anum. Ég vissi aðeins af höfði mínu. Hugsanir minar voru samt klárar, aðeins eitt- ihvað truflaðar af Iþessum sára höfuðverk, sem átti orsök 1 vondu vini. Ég heyrði ekki einu sinni andardrátt hennar hjá mér. Hún svaf vært eins og bam, og þó varð ég að trúa þvi, að hún lægi hjá mér. Það hefði verið þýðingarlaust að rétta út hendurnar til að snerta andlit hennar eða mjúkt hárið, — ég hafði ekki lengur neinar hend ur. Endurminningin var aðeins endurminning hugsunarinn- ar, dauður samsetningur, sem ekki hafði látið 'niein merki eft- ir sig á líkama mínum. Þannig hafði ég oft verið á jaðri æaunveruleikans með ör- yggi drukkins manns, sem legg ur leið slna eftir hvassri egg á hrún hyldýpisins, d óskýran- legu jafnvægi að svimandi marki, sem er svo heillandi að það má sjá það á munninum á honum. Ég hafði gengið trjá- göngin á enda, sem báru daufa birtu, upplýst aðeins daufum luktum, þreytandi luktum, sem virtust gefa einhverja bend ingu um veruleikann, svo að Heinrich Böll auðveldara væri að afneita honum. Blindum augum hafði ég hnigið niður í dirnmt stræt- ið, sem var fullt af mönnum, um leið og ég vissi, að ég var einn, aleinn. Einn með höfði mínu, ekki þó ööu höfði m'ínu. Munnur, nef, augu og eyru voru dauð. Að- eins einn með heila mdnum, sem gerði sér far um að kalla end- urminninguna fram, eins og ibam sem raðar upp meiningar- lausum smáspýtum i meiningar- lausar myndir að því er virðist. Hún hlaut að ihvlla hjá mér, enda þótt ég gæti ekki þreifað á henni. Daginn áður hafði ég stigið út úr lestinni, sem hé’lt áfram suðuæ eftir Balkanskaga, alla leið til Aþenu, á þessari litlu lestarstöð átti ég að skipta og bíða eftir annarri lest, sem átti að flytja mig nær Karpata- skörðunum. Þegar ég reikaði um brautarsitéttina, óviss um nafn stöðvarinnar, skjögr- aði drukkinn maður á móti mér, einn í gráum ein- kennisbúningi sinum meðal ungverskra borgara af ólikum klæðaburði. Hann hafði hótan- ir uppi, sem verkuðu á mig eins og eyrnalöðrungar, sem setja brennimark sitt á vang- ann ævilangt. , ,’H ór uftokkar, ‘ ‘ aapiti hann. „Svín allir saman, ég er búinn að fá nóg af þessu.“ Þetta æpti hann hátt og skýrt framan í Ungverjana, sem hlógu kjánalega, um leið og hann réðst á testina, sem ég var nýstiginn út úr, með þungri hermannatöskunni. Rétt 5 þessu kallaði skugga- legur náungi, með stálhjálm á höfði, út úr einum klefanum: „Sjáið þið hann þama! Ha! Sjáið þið hann þama!“ Sá drukkni þreif til skammfoyss- unnar, miðaði á stálhjálminn, fólkið æpti; ég þreií d hand- legginn á manninum, tók af honum vopnið og faldi það, og hélt honum föstum með hag- kvæmu handforagði, er hann reyndi að forjótast um. Stál- hjálmurinn æpti, fó'lkið æpti, maðurinn æpti, en lestin renndi af stað, og gegn þjót- andi lest er jafnvel maður með stálhjálm harla lítilsmeg- andi. Ég súeppti rnanndn- um, fékk honum aftur byss- una sína og ýtti honum, á und- an mér að útganginum, o.g nú sagði hann ekki orð. Þessi smábær var eyðilegur. Fólkið hafði forátt hypjað sig í burtu, sivœðið fyrir íraman jámbrautarstöðina tæmdist, þreytulegur og óhreinn starfs- maður visaði okkur á smá- knæpu, hinum megin við rykugt torgið, milli lágvaxinna trjáa. Við lögðum frá okkur far- angurinn, og ég pantaði vdn, vdnið vonda, sem var orsök vanlið uinarinniar, isiem nú kvaldi mig eftir að ég var vaknaður. Maðurinn, sem ég hafði tekið af byssuna, sat þama þögull og í slæmu skapi. Ég bauð hon um sígarettur, við reyktum og ég virti hann fyrir mér: hann bar þessi venjulegu heiðurs- merki, ungur var hann, á ald- ur við mig, ljóst hárið hrundi niður á flatt, hvitt ennið og alla leið ofan i dökk augun. „Því er þannig farið,“ sagði hann allt í einu, „félagi, ég er orðinn þreyttur á þessu, get- urðu ekki skilið það?“ Ég kinkaði kolli. „Svo þreyttur, að ég get ekki gert mér grein fyrir því, skilurðu það, ég ætla að strjúka." Ég horfði á hann. ,,Já,“ sagði hann aHsgáður. „Ég strýk :til ungvensfcu slétt- unnar. Ég kann að fara með hesta, sjóða sæmilliega súpu, þeir skulu fá að isjá á eftir mér. Kemurðu ekki mieð mér?“ Ég hristi höfuðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.