Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1973, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1973, Qupperneq 13
Það er desembemótt 1971. Ég ligg vakandi í rúmi minu á Austaralandi í öxarfirði. Það er undir einum suðurgluggan- um, og þegar ég opna augun, undrast ég birtuna í herlberg- inu og hve mánaskinið sindr- ar og titrar á sænginni minni. Ég hafði dregið annað hom- ið af gluggatjaldinu til hliðar, áður en ég sofnaði, svo að loft- ið, hreint og svalt, ætti greið- ari leið að streyma niður á koddann minn. Ekkert er okk- ur eins mikils virði og hreint loft. Nú ris ég upp og teyga það að mér. — Hvað máninn er hátt á lofti og birtan töfmandi í nýfallinni mjöll. Nú man ég hvað mig var að dreyma. Hvaða söngur var þetta? Ég kannaðist áreið- anlega við röddina. Og svo — að baki hennar þessi þungi vatnaniður. Hann þekkti ég vel. Það var Jökulsáin, þar sem Dettifoss brýzt um, svo að björgin titra. Og nú skýrist allt, Ég sé yfir öræfin umhverf- is Möðrudal í 'þessum dýrðar- ljóma. Þá man ég eftir jarð- konungur örœfanna -& kirkjan í möðrudal __Theodór Gunnlaugsson arförinni, sem þar fór fram laugairdaginn 21. ágúst s.l. Þá var konungur öræfanna borinn til hinztu hvíldar. Ég halla mér aftur á kodd- ann, og minningamar líða hjá. Þarna rís Herðubreið i vestri, sveipuð dökkbláum kyrtli með silfurhvíta kórónu, sem blikar svo fagur- lega í mánaskininu. Og, — þarna framundan rís jötunn ís- lenzkra jökla í suðri og sýn- ist undarlega nærri. Nokkru austar og nær ris Snæ- fell, sjálfkjörinn útvörður í austri. Yfir þessari' háfjalla- byggð allri norður að Vopna- firði ríkir nú tign og kynrð og friður desembemæturinnar, þar sem konungur öræfanna var öllurm Islendingum kunnugri, og þar sem hann átti heima lengur og markaði fleiri spor en nokkur annar. Enginn hef- ur farið eins margar ferðir aft ur og fram um þessar víðáttur og hann, ti'l að veita aðstoð og leiðbeina ferðamönnum. Eng- inn fær nokkru sinni reiknað út, hve mörgum hann létti ferð- ina yfir þessi öræfi, og hve mörgum var tekið tveim hönd- um á heimili hans, hvort sem þeir 'komu þangað heim ör- þreyttir og veðurbarðir eða á skemmtiferð um sólroðnar næt- ur. En þá má heldur aldrei gleymast að minnast hennar, sem heima var, og síðar verð- ur að vikið. Hún lét aldrei sinn hlut eftir liggja. Þessa andvökustund, — þessa mánabjörtu desembemótt birt- ast minningamar óvenju skýr- ar. Ég sé mann á ferð fyrir ná- lega sjötíu árum í sama mán- uði og undir björtu bliki sama mána. Hann er á skíðum. Mjöll in framundan, mjúk og þykk, veitir mótstöðu, ásamt nöprum fjáUasvala, því frostið er yfir tuttugu stig. Hann herðir samt gönguna, því orkan og kappið ei'ga en'gin takmörk. Þessi maður kemur frá Vopnafirði og er að nálgast Víðidal. Dagleiðin er orð- in löng. Á baki hans er ta'ls- ver.t fyrirferðarmibiM' baggi. Það er sjaidséður gripur, sem 'hann ætlar henni, — það er jólagjöf. Það var ekki fyrr en 'í byrjun mánaðarins, að grip- urinn kom til Vopnafjarðar. Nú varð ekki, komið við hest- um, og því brá hann sér eftir honum. Það var leikur einn og gaman á þessum aldri. Það var aðeirns hiressing í þvi að finna svalan öræfaandann leika um vanga. Því var hann svo van- ur. Skyndilega breytist myndin. Aftur er hann einn á ferð. Það er blindbylur og náttmyrkur. Það brast á hann uppi á Möðrudalsfjallgarðinum, af norðvestri, og á hann því á móti að sækja. Hann þekkir alla hóla og vörðubrot, sem verða á vegi hans, því 'kunn- ugleikinn og einhver innri sýn virðast visa honum leiðina — heim. Og þrekið brást aldrei. Jafnvel í svona veðri kom oft fyrir, að hann tók lagið, svo að jafnvel rostinn i gný storms ins lækkaði að mun. Þegar hann svo opnaði bæjarhurðina, snaraðist inn og skellti henni aftur, var 'það stundum hlát- ur sigurvegarans, sem gnæfði yfir stormsins þungu stunur. Það birtir aftur, og máninn blikar á heiðum himni eins og áður yfir öræfabyggðinni. En — hvað var nú þetta? Stjarna hrapar. Hún myndar gullroð- inn ljóstaum, sem stefnir til jarðar og nálgast kirkjuna. Og sjá, kirkjan ris hærra og hærra. Og það er eins og í öll- um gluggum hennar bliki ljós. En það skærasta er þó í turn- inum. Það greini ég vel. Og þangað stefnir geislavönd- urinn. Hann sameinast ljósinu, sem nú blikar eins og fegursta stjarna, svo að umhverfi kirkj- unnar verður að einu ljóshafi. Loksins, loksins skil ég drauminn. Það er ógróið leiði rétt sunn an og austan við hornið á kirkjunni. Það grær ekki fynr en á næsta vori. Biómin, sem vaxið ,hafa á leið- inu næsit því munu sjá um sja nœstu síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.