Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1973, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1973, Blaðsíða 14
Konungur öræfanna.. Framh af bls. 13 það. Þau hafa heðið eftir því í 27 ár. Konungur öræfanna er kominn heim. Mér hitnar um hjartaæætur, þegar ég horfi á þetta ljós. Er það bending til min, að Ijósið, einmitt þetta Ijós, hafi máitt til ¦að foræða allan hjartans is? Var það þeirra heitasta ósk, að þessi kirkja mætti rísa hér í Möðrudal til að minna á þetta ljós? Hafði konungur öræf- anna — á andvökunótt —¦ lof- að drottriingu siinni því, að yrði hann þess megnugur, myndi hann reisa þessa kirkju? Mánabirtan er horfin. Allt er orðið autt. Það er komið vor í Möðrudal. Ég sé mann á hesti. Hann er smemma á fótum. Það er ekki kominn miðmorgunh. Hann er að svipast eftir lamb- ám. Þarna sér hainn eina, sem hann bjóst við, að færi að bera. Það stendur heima. Ný- borið lamb bröltír hjá henni. Hann snarast af baki og kem- ur því á spenann. Svo gengur ann að hestinum, klappar hon um á lendina og tekur lagið. Á meðan horfir hann hýru auga til Herðubreiðar, sem brosir við honum eins og brúð- ur í eftirlætis kjólnum sínum. Og — það er eins og hún sendi honum töfrandi geislafolik á meðan síðustu tónar lagsins hníga í faðm öræfakyrrðarinn- ar. Svo stígur hann á bak eins og strákur, sem ætlar að fara á ball og lofar hestinum að taka sprettinn. Og spngurinn hljómar á ný. ið. Svona er frels Það er hásumar. Hópur ferðamanna með marga hesta kemur að austan, og þeysir heim í hlaðið seint að fcvöldi. Eftir nokkra stund eru allir gestirnir komnir inn í bæinn. Þar var þeim öllum fooðin næf* urglsting. Snemma næsta morgun eru hestar þeirra reknir heim. Sum ir eru orðnir sárfættir. Hús- bóndinn athugar þá, festir bet- ur skeifur og járnar aðra. Eng- inn skilur nú, og margir undr- uðust áður, hvernig húsmóðir- in, sem þarna réð ríkjum, gat alltaf verið viðbúin að taka á móti óvæntum ferðamannahóp- um og veita af slífcri rausn og rómað var. Þar iá að baki hið þögla fórnarstarf, sem ekki var eins mikill gaumur gefinn og vera bar, en hafði sömu áhrif á þá, er nutu, og fagurt lag, sem lyfti hverj'u Ijóði i æðra veldi, hve fagurlega sem það er orðað. — —i __. Jón Aðalsteinn Stefánsson, sem ég hef leyft mér að nefna hér konung öræfamia, dó 15. ágúst 1971. Mairgir hafa minnzt hans með virðingu og þökk í blöðum og útvarpi. Hér var því a*5eins ætlun mín að miinnast þessa einstæða hæfi- íeilkamamns af e&gin kynn- um, sem voru aðeins nokkrar samverustundir, aðailega úti í náttúrunni, í faðmi fjallanna, sem foann unni svo heitt. Þá var hann kominn hátt á níræð- Isaldur. Við vorum staddilr við Jök- ulsá, vestan við Kjalfell, seint í júní, 1966. Sunnanblær- inn strauk um vanga og sól- in skein í heiði. Við vorum að svipast að grenjum, sem fallið höfðu í gleymsku, en engum betur trú- andi til að finna en honum. Þegar hann sá vörðu eða grunsamlegan helhsskúta, tók hann sprettinn, svo snarpan, að allir, sem á það hefðu horft, hefðu naumast trúað, að sá, er á eftir fór, væri rúmum tuttugu árum yngri. — Svo góð var sjón hans enn og léttleiki frábær. Þegar ég eitt sinn var að lýsa fyrir honum þeim litbrigðum, sem bar f yrir augu sólroðna júnínótt, þar sem ég sat á ein- um hæsta tindi Viðidalshnjúka og virti fyrir mér hina sterku og sibreytilegu liti í skýjatein- um i suðri og austri, og Iþó enn meir, hvernig þeir litir endur- spegluðust í undra sterkum lita samböndum á söndunum aust- an og sunnan við mig, allt að Möðrudal, þar sem mikið leys- ingavatn hafði runnið niður á þá frá fjallgarðinum austan við daginn áður. Það var engu likara en þessi tpfratolik ættu upptök sín á söndunxim, sem væru sjálflýsandi. — Þá sagði Jón: „Þessa liti hefur mig alltaf vantað. Þeir, sem halda, að svona litir séu ekki til, ættu að sitja þarna uppi á Vaga- hnjúknum sumar vornætur — og hafa opin augun" — Hann benti til norðurs og hló stóran hlátur og hjartanlegan. Svo bætti hann við: „Og sumir mál- arar fuilyrða, að slíkir litir sjá ist aldrei úti í náttúrunni." Stundum minntumst við á stórhríðarnar hér á öræfunum. Meðal annarra orða sagði hannmérþetta: „Einu sinni vár ég á heim- leið í Víðidal. Var þá nýkom- inn þangað. Ég kom frá Lamlba fjöliurn, þar sem ég var að svipast að kindum. Þá brast á norðan öskubylur, þvi mikill tognsnjór var fyrir. Ég varð því á móti að sækja. 1 sumum byljunum varð ég að nema stað ar, svo snarpir voru þeir. Ég varð þvi lengur á leiðinni en ég hafði ætlað og kom ékki í Víðidal .fyrr en um háttatíma, enda aldimmt af nótt fyriír löngu. Þegar ég kom í bæinn, fann ég bezt ög skildi, hve sönn þessi orð eru: „Enginn sikling- ur neinn hefur sinni í höli — lifað sælli né fegurri stund." Þau sagði líka maður, sem þekkti sjálfur og hafði átt í fangbrögðum við íslenzka stórhrið." í sama mánuði árið eftir var ég gestur Jóns á Möðru- dal nokkrar klukkustundir. Við vorum einir ii stofunni hains, eftir að hafa handleikið síðustu hnakkana, sem hann hafði fullgert, höfðaleturs spjöld, málverkin o.fl., sem ég var lengi að virða fyrir mér ogdá. Að lokum bað ég hann að syngja og leika fyrir mig nokk ur lög. Þá snaraðist hann að orgelinu sínu í stofunni, sett- ist í stólinn og sagðist nú ætla að syngja 'það lag, sem honum þætti einna vænst um. Ég var búinn að fá leyfi hans til að hljóðrita það og gat naumast staðið kyrr af til hlökkun. Eftir nokkur augna- blik hljómuðu tónarniir frá org- elinu, svo hæglátiiTy biíðlr og hugsandi. Engum, sem veitti þeim eftiirtekt, 'gat dulizt, að við orgelið sat ekki sá Jón í Möðrudal, sem flestir höfðu kynnzt, sá Jón, sem taeysti é mátt sinn og megin i barátt- ávallt sigur og gat síðar hleg ið að þeirri glimu. Nei, hér var það annar Jón, sem lék á orgel ið og fyliti stofuna með þeim tónanið, sem tilbeiðslan ein og lotningin fær ivakið. — Svo hóf hann sönginn: 1 dag er fædd- ur frelsarinn. Þetta lag hafði ég aldrei heyrt. Þegar síðustu tónamir hættu að óma í stofunni, ski'ldi ég betur en fyrr, að það ljós, sem alltaf torann hér í Möðru- dai, hafði sveinninn, sem þarna sat, nú 87 ára, fengið í vöggu- gjöf, og — jafnframt, hve vel hann hafði varðveitt það. — Á bak við allt sló í brjósti hans hflð sanna koriiuing,shjarta, sem ávallt brá svo skjótt við til að hjálpa þeim, sem áttu í erfiðleikum. Það má.tti Mka glöggt greina af handtaki hans. Hér fer bezt á því að minn- ast konu Jóns, Þórunnar Vil- hjálmsdóttur, með nokkrum orðum. Aldrei sá ég hana, en þeir, sem bézt þekktu hana og dvöldu með henni frá bemsku sinni, minnast hennar á þessa leið, eins og hún birtist þeim í daglegri umgengni. Þórunn var vel gefin og hafði ágætt minni Hún var frændrækin, ættfróð og hafði mjög gaman af samræðum. Og ekki var hún eftirbátur manns síns með gjafmlldi, enda tók hún margan bitann úr búi sínu og gaf fátækum. Hún var dag- farsprúð og mjög starfsöm, til- finningarík, en hafði þó jmjög gott vald á skapi sínu. Kunn- ugir töldu, að á því sviðí Mkt- ist hún mjög móður sinni, Guð- laugu. Um hana sagði tengda- sönur hennar, J6n í Möðrudal: „Það er sú foezta manneskja, sem ég hef kynnzit." Stundum heyrðist Þórunn hafa við orð, að það gæti ekki kallast greiði, ef maður Uði ekkert við það sjálfur. — Það var alveg sama hvað maður hennar kom með marga gesti í bæinn, hún var alltaf viðbúin, átti nóg af brauði og öðru, sem til þurfti. Hún var ávallt hvetj andi, þegar einhverjum átti að gera greiða. Slík ummæli samtíðar- og sam- starf smanna Þórunnar er óbrot gjarnasti minnisvarðinn um það, hve mikilhæf sú kona hef ur verið, og hve stóran þátt hún átti í því, að vera sam- ferðafólki sSnu og gestum mik- ill yl- og aflgjafi. Þeir menn, sem maður hennar kom oft með, hrakta og kalda og ná lega örmagna, frá glimunni við stórhríðar á Möðrudalsöræfum og fengu þær viðtökur, sem þeir ekki gieymdu, skiidu það bezt, hvað þau öfl, sem þar unnu saman, voru rík af mildi o.g fórnfýsi, sem aldrei ætlast til endurgjalds. Því varð mörg um minningin nm komu sína í Möðrudal eins hugstæð og að hitta vin á eyðimörk. Starfsorka og starfsgleði J6ns á Möðrudal var með fá- gætum og hæfileikar á ýmsum sviðum. Frá því segir foezt einn vinur Jóns, Þórarinn Þórarins- son frá Eiðum í minningar- Framhald á bls. 16 .¦• <

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.