Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1973, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1973, Síða 14
Konungur örœfanna.. Framh af bls. 13 t»að. Þau hafa beðið eftir því í 27 ár. Konungur öræfanna er kominn heim. Mér hitnar um hjartarætur, þegar ég horfi á þetta ljós. Er það bending til mrn, að Ijósið, einmitt þetta Ijós, 'hafi máitt til að bræða allan hjartans ís? Var það þeirra heitasta ósk, að þessi kirkja mætti rísa hér í Möðrudal til að minna á þetta Ijós? Hafði konungur öræf- anna — á andvökunótt — lof- að drottningu sinni þvi, að yrði hann þess megnugur, myndi hann reisa þessa kirkju? Mánabirtan er horfin. Allt er orðið autt. Það er feomið vor í Möðrudal. Ég sé mann á hesti. Hann er snemma á fótum. Það er ekki kominn miðmorgunn. Hann er að svipast eftir lamb- ám. Þarna sér hainn eina, sem hann bjóst við, að færi að bera. Það stendur heima. Ný- borið lamb bröltir hjá henni. Hann snarast af baki og kem- ur því á spenann. Svo gengur ann að hestinum, klappar hon um á lendina og tekur iagið. Á meðan horfir hann hýru auga til Herðubreiðar, sem brosir Við honum eins og brúð- ur í eftirlætis kjólnum sínum. Og — það er eins og hún sendi honum töfrandi geislablik á meðan siðustu tónar lagsins hníga í faðm öræfakynrðarinn- ar. Svo stígur hann á bak eins og strákur, sem ætlar að fara á ball og lofar hestinum að taka sprettinn. Og sþngurinn hljómar á ný. — 'Svona er frels ið, Það er hásumar. Hópur ferðamanna með marga hesta kemur að austan, og þeysir heim í hlaðið seint að kvöldi. Eftir nokkra stund eru allir gestirnir komnir inn í bæinn. Þar var þeim öllum boðin næfl urgisting. Snemma næsta morgun eru hestar þeirra reknir heim. Sum ir eru orðnir sárfættir. Hús- bóndinn athugar þá, festir bet- ur skeifur og jámar aðra. Eng- inn skilur nú, og margir undr- uðust áður, hvemig húsmóðir- in, sem þarna réð ríkjum, gat alltaf verið viðbúin að taka á móti óvæntum ferðamanmahóp- um og veita af slíkri rausn og rómað var. Þar lá að baki hið þögla fómarstarf, sem ekki var eins mikill gaumur gefinn og vera bar, en hafði sömu áhrif á þá, er nutu, og fagurt lag, sem lyfti hverju Ijóði í æðra veldi, hve fagurlega sem það er orðað. Jón Aðalsteinn Stefánsson, sem ég hef leyft mér að nefna hér konung öræfanna, dó 15. ágúst 1971. Margir hafa minnzt hans með virðingu og þökk í blöðum og útvarpi. Hér var þvi aðeins ætlun mín að minnast þessa einstæða hæfi- teilkamianmis af eigin kynn- um, sem voru aðeins nokkrar samverustundir, aðallega úti í náttúrunni, í faðmi fjallanna, sem hann unni svo heitt. Þá var hann kominm hátt á niræð- isáldur. Við vorum staddiir við Jök- ulsá, vestan við Kjalfell, seint í júní, 1966. Sunnahblær- inn strauk um vanga og sól- in skein í heiði. Við vorum að svipast að grenjum, sem fallið höfðu í gleymsku, en engum betur trú- andi til að finna en honum. Þegar hann sá vörðu eða grunsamlegan hellissikúta, tók hann sprettinn, svo snarpan, að allir, sem á það hefðu horft, hefðu naumast trúað, að sá, er á eftir fór, væri rúmum tuttugu árum yngri. — Svo góð var sjón hans enn og léttleiki frábær. Þegar ég eitt sinn var að lýsa fyrir honum þeim litbrigðum, sem bar fyrir augu sólroðna júrúnótt, þar sem ég sat á ein- um hæsta tindi Víðidalshnjúba og virti fyrir mér hina sterku og sibreytilegu liti í skýjatein- um i suðri og austri, og þó enn meir, hvemig þeir litir endur- spegluðust í undra sterkum lita samböndum á söndunum aust- an og sunnan við mig, allt að Möðrudal, þar sem mikið leys- ingavatn hafði runnið niður á þá frá fjallgarðinum austan við daginn áður. Það var engu líkara en þessi tþfrablik ættu upptök sín á söndunum, sem væru sjáiflýsandi. — Þá sagði Jón: „Þessa liti hefur mig alltaf vantað. Þeir, sem halda, að svona litir séu ekki til, ættu að sitja þama uppi á Vaga- hnjúknum sumar vomætur — og hafa opin augun" — Hann benti til norðurs og hló stóran hlátur og hjartanlegan. Svo bætti hann við: „Og sumir mál- arar fullyrða, að slíkir litir sjá ist aldrei úti í náttúrunni.“ Stundum minntumst við á stórhríðarnar hér á öræfunum. Meðal annarra orða sagði hann mér þetta: „Einu sinni vár ég á heim- leið í Víðidal. Var þá nýkom- inn þangað. Ég 'kom frá Lamba fjöllum, þar sem ég var að svipast að kindum. Þá brast á norðan öskubylur, því mikill lognsnjór var fyrir. Ég varð því á móti að sækja. I sumum byljunum varð ég að nema stað ar, svo snarpir voru þeir. Ég varð því lengur á leiðinni en ég hafði ætlað og kom ékki í Víðidal fyrr en um háttatíma, enda aldimmt af nótt fyrir löngu. Þegar ég kom í bæinn, fann ég bezt ög skildi, hve sönn þessi orð eru: „Enginn sikling- ur neinm hefur sinnd í höli — lifað sæl'li né fegurri stund.“ Þau sagði líka maður, sem þékkti sjálfur og hafði átt í fangbrögðum við íslenzka stórhrið.“ I sama mánuði árið eftir var ég gestur Jóns í Möðru- dal nokkrar klukkustundir. ■Við vorum einir ii stofunnl hans, eftir að hafa handleikið síðustu hnakkana, sem hann hafði fullgert, höfðaleturs spjöld, málverkin o.fl., sem ég var lengi að virða fyrir mér og dá. Að lokurn bað ég hann að syngja og leika fyrir mig nokk ur lög. Þá snaraðiíst hann að orgelinu sínu í stofunni, sett- ist í stólinn og sagðist nú ætla að syngja það lag, sem honum þætti einna vænst um. Ég var búinn að fá leyfi hans til að hljóðrita það og gat naumast staðið kyrr af til hlökkun. Eftir nokkur augna- biik hljómuðu tómamir frá org- elinu, svq hæglátir, blíðir og hugsandi. Engum, sem veitti þeim eftirtekt, 'gat dulizt, að við orgelið sat ekki sá Jón í Möðrudal, sem flestir höfðu kynnzt, sá Jón, sem treysti á mátt sinn og megin i barátt- ávallt sigur og gat síðar hleg ið að þekri glímu. Nei, hér var það annar Jón, sem lék á orgel ið og fyllti stofuna með þeim tónanið, sem tilbeiðslan ein og lotningin fær vaklð. — Évo hóf hann sönginn: 1 dag er fædd- ur frelsarinn. Þetta lag hafði ég aldrei heyrt. Þegar siðustu tónarnir hættu að óma í stofunni, skildi ég betur en fyrr, að það Ijós, sem alltaf ibrann hér í Möðru- dal, hafði sveinninn, sem þama sat, nú 87 ára, fengið í vöggu- gjöf, og — jafnframt, hve vel hann hafði varðveitt það. — Á bak við allt sló í brjósti hans Mð sanna fconiuin.gshjarta, sem ávallt brá svo skjótt við til að hjálpa þeim, sem áttu í erfiðleikum. Það mátti líka glöggt greina af handtaki hans. Hér fer bezt á því að minn- ast konu Jóns, Þórunnar Vil- hjálmsdóttur, með nokkrum orðum. Aldrei sá ég hana, en þeir, sem bezt þekktu hana og dvöldu með henni frá bemsku sinni, minnast hennar á þessa leið, eins og hún birtist þeim í daglegri umgengni. Þórunn var vel gefin og hafði ágætt minnii. Hún var frændrækin, ættfróð og hafði mjög gaman af samrœðum. Og ekki var hún eftirbátur manns síns með gjafmildi, enda tók hún margan bitann úr búi sinu og gaf fátækum. Hún var dag- farsprúð og mjög starfsöm, til- finpingarik, en hafði þó jtnjög gott vald á skapi sínu. Kunn- ugir töldu, að á því sviðí 'likt- ist hún mjög móður sinni, Guð- laugu. Um hana sagði tengda- sönur hennar, Jón í Möðrudal: „Það er sú bezta manneskja, sem ég hef kynnzt." Stundum heyrðist Þórunn hafa við orð, að það gæti ekki kallast greiði, ef maður liði ekkert við það sjálfur. — Það var alveg sama hvað maður hennar kom með marga gesti í bæinn, hún var alltaf viðbúin, átti nóg af brauði og öðru, sem til þurfti. Hún var ávallt hvetj andi, þegar einhverjum átti að gera greiða. Slík ummæli samtííðar- og sam- starfsmanna Þórunnar er óbrot gjannasti minnisvairðinn um það, hve mikilhæf sú kona hef ur verið, og hve stóran þátt hún átti í því, að vera sam- ferðafólki Sínu og gestum mik- ill yl- og aflgjafi. Þeir menn, sem maður hennar kom oft með, hrakta og fcalda og ná lega örmagna, frá glímunni við stórhríðar á Möðrudalsöræfum og fengu þær viðtökur, sem þeir ekki gleymdu, skUdu það bezt, hvað þau öfl, sem þar unnu saman, vonu rík af mildi og fómfýsi, sem aldrei ætlast til endurgjalds. Þvi varð mörg um minningin um komu sína 1 Möðrudal eins hugstæð og að hitta vin á eyðimörk. Starfsorka og sterfsgleði Jóns d Möðrudal var með fá- gætum og hæfileikar á ýmsum sviðum. Frá því segir bezt einn vinur Jóns, Þórarinn Þórarins- son frá Eiðum í minningar- Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.