Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1973, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1973, Blaðsíða 16
Konungur örœfanna Framhald af bls. 14. grein um Jón í IslendingaJþátt um Tímans 24. nóv. s.d. er inarg ir, sem bezt þekktiu hann, munu haía lesið. Margir Islendingar hafa far ið um Möðrudal. Langtum fleiri eiga hað þó eftir á neestu ár- um og öldum. Um 'þann stað liggur ein láf œð Islendinga, sem naar 'þó ekki til að slá af full- um mætti fyrr en hringvegur er kominn um landið. Við skul- um öll vona — og hjálpast að foví — að svo geti orðið sem fyrst. Því eru mér inú efst i huga þau orð, sem Jón í Möðru dal mælti eitt ston við mig, þeg ar við stóðum hlið við hlið, þar sem vel má sjá yfir, og hann var að segja mér nöfn á sum- um útvörðum fjalMiri'ngsins, efnislega voru þau á þessa leið: og vil ég hiðja þá, sem þessar Enur lesa, að hafa þau í huga: Hvenær, sem leið ykkar ligg- ur um Möðrudalsöræfi í góðu veðri og undir heiðum himni, hvort sem er um sólrc^nar næt ur eða við mánaskin, fá gefið ykkur tima til að fara út úr bílnum, þar sem vel sér yfir, ganga afsiðis og litast um. Þá mun andi öræfanna vitja ykk- ar og hvísla þeim vinarorðum, sem þið ekki gleymið. Og þá munu líka augu ykkar opnast fyrir þeim töfrum, sem landið okkar á i svo rikum mæli, í ófoyggð og öræfum, þar sem þögnin ræður rikjum. Þegar ég er að enda þessar línur, blikar fyrir augum mér þessi mánabjarta desember- nótt, þar sem kirkjan í Möðrudal ris hátt og hvít eins og mjöllin. Og í turni hennar blikar stjarnan eins og áður. Ef til vill er hún að mtama á, að þau, sem völdu sér hinzta hvilustaðinn sólarmegin við hana, hafi enga ósk átt heit- ari en þá, að Möðrudalur mætti verða áfram hváldar- og hress- ingarstaður fyrir þá, sem kom- ast í hann krappan við nátt- úruöflin, eins og svo oft áður. Þótt flestir nú leggi leið sína þar um í upphituðum farartækj um, má slá því föstu, að vetur konungur þeysd þar oft á hvit- um fákum eftir fannbreiðum, óvænt og með ofsahraða, svo að ekki sjái handaskil. Og þá getur alltaf hent, að farartæki bili og alvarlegan vanda beri að höndum. Það væri þyi bæði hyggilegt og vel tíl fallið, að þjóðin öll sameinaðist ium, að þarna yrði alltaf séð um, að ferðamenn mættu treysta á góða heimvon, þegar þess ger- ist mest þörf. Ekkert er þeim, sem er á ferð í myrkri, og veit, að hann er kominn á viUigöt- ur, eins mikils virði og að sjá ljós, Ijós, sem hann veit, að treysta má. Á myrkum nóttum á Möðru- dalsöræfum mundi það ljós oft vekja svipaðar tilfinningar og innri varma í brjóstum þeirra, sem koma auga á það, — og margir hafa orðið saioarteiir af, þegar suðrænani sbrauk um vanga þeirra á heiðum mai- morgnum í Möðrudal. Ritað í desembermánuði 1971. Theodór GunrilaugssOTi frá Bjarmalandi. Colgate MFP* fluor tannkrem verndar tennurnar gegn skemmdum. Það er sannað með vísindalegum tilraunum. Reynsluprófað á þúsundum barna í síðustu 8 ár. Vísindamenn í mörgum löndum hafa á síðustu 8 árum gert tilraunir á þúsundum barna, og óháðir hver öðrum sannað, að Colgate MFP fluor tannkrem herðir glerung tannanna og styrkir þær. Þess vegna kaupa mæður um allan heim frekar Colgate MFP tannkrem en annað tannkrem, - og fleiri og fleiri börn hafa tennur með stöðugt minni tannskemmdum. ^f- Vörumcrki fyrir Colgate special fluor tannkrem með sérstakri efnasamsetningu, þar á meðal 0.76 % natriummonofluoride- phosphats. - og börnin sækja í hið ferska Coigate bragð. ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.