Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 5
SMÁSAGA EFTIR VLADIMIR BOGOMOLOW Við lágum þétt saman og okkur fannst jörðin hvorki hörð, köld né rök. Við höfðum verið elskendur í fimm mánuði, alveg frá því hún kom í herdeildina til okkar. Hún var átján ára og ég árinu eldri. Við hittumst á laun, liðsforingi og hjúkrunarliði. Enginn vissi að við elskuðumst, enginn vissi að við vorum orð- in þrjú. „Ég er viss um, að það er drengur," hvíslaði hún í tfunda sinn. Hín vildi framar öllu gera mig ánægðan. ,,Og hann verður alveg eins og þú.“ ,,Ég geri með alveg ánægðan með stelpu og hún má gjarnan líkjast þér,“ svaraði ég f hálfum hljóðum, en gat ekki að mér gert að hugsa um allt annað. í að gizka 500 metra f jarlægð sváfu menn, ýmist í opnum gryfjum eða bráðabirgða- skýlum. Lftið eitt lengra, handan framvarð anna, var hæð 162. Núna sást hún ekki fyrir myrkri, en við og við var hún böðuð í ljósi frá þýzkum blysum. í dögun átti flokkurinn minn að gera það sem öðrum flokki hafði mistckizt fyrir viku — að ná þessari hæð. Enn sem komið var, vissu þetta ekki aðrir en fimm liðsforingjar, sem hershöfðinginn hafði boðað til aðalstöðvanna um kvöldið. Þegar hann hafði lesið skipunina, sneri hann sér að mér. „Mundu að hafnskjótt og „Katy- ushasarnir“ hafa tendrað græna blysið, byrjar þú árásina," sagði hann. „Flokkarnir sinn til hvorrar handar þér, veita þér lið, en þú átt aðstjórna töku hæðarinnar." Við lágum hvort í annars örmum, en um leið og ég kyssti hana, hugsaði ég um orrustu morgundagsins. Samt hafði ég enn meiri áhyggjur af því, að eitthvað kæmi fyrir hana. „Ég verð að sofa fyrir tvo núna, “ hvíslaði hún á sinn sérstaka hátt. „Veiztu, að stundum á kvöldin held ég, að ég vakni morguninn eftir og þetta verði búið . . . allt . . . skotgrafirnar . . . blóðið, dauðinn. Það er búið að standa í tvö ár. Það getur ekki haldið svona áfram endalaust? ímyndaðu þér sólina koma upp að morgni og það er ekki stríð, ekki stríð ..." „Ég fer undireins og tala við majórinn.“ Ég tók handlegginn blíðlega undan höfði hennar. „Ég segi honum alla söguna. Þú verður aðfara heim. Strax;“ „Ertu búinn að missa vitið?“ Hún sett- ist upp, tók fast í höndina á mér og dró mig til sín. „Hvað þú getur verið heimskur. Majórinn flær þig lifandi." Hún líkti eftir lágri, hásri rödd majórsins og drafaði í hálfum hljóðum: „Kynferðisleg sambönd draga úr bardagaþoli óbreyttra liðsmanna og slæva stjórnhæfni liðs- foringja. Finni ég nokkurn liðsforingja sek- an um slíkt, sendi ég hann til föðurhúsanna og hann fær þannig umsögn. að venjuleg gæzla verður álitin allt of góð handa hon- um. Vinnið stríðið og svo megið þið elska hverja sem þið viljið og eins mikið og þið viljið. Eins og á stendur .. . .banna ég það.“ Hún lagðist niður og hló hlóðlega, ánægð með sjálfa sig. Já, ég vissi við hverju ég mátti búast. Majórinn var ekkert lamb að leika sér við og hann var sannfærður um að stríðið væri ekki staður fyrir konur og ástir. „Ég ætla að tala við hann samt!“ „Ssss.“ Hún lagði vanga sinn að mínum. Eitt andartak hvfslaði hún. ,,Ég skal sjá um mig sjálf. Ég er búin að hugsa það til enda. Þú verður ekki faðir.“ „Verð ég ekki faðir?“ Ég fann blóðið þjóta fram í andlitið á mér. „Hvað áttu við?“ „Hvað þú ert mikill kjáni;“ Hún hló glað lega. „Nei, því í óskunum ættir þú að. . . . Ég skal sjá um allt. Þú verður faðirinn i fæðingarvottorðinu og öllu þvi, en ég ætla aðsegja majórnum allt annað.“ Hún var alltaf svo einlæg og blátt áfram að þessi blekkingarhugmynd olli mér furðu. „Hver ætlarðu að segja að það sé?“ „Einhver hinna föllnu. Baikov til dæmis.“ „Nei, láttu þádauðu eiga sig.“ „Allt í lagi. Þá segi ég að það sé Kindyaev." Kindyaev var laglegur, kærulaus piltur, sem var veikur fyrir vini. Hann hafði nýlega verið staðinn að þjófnaði og sendur burtu. Þetta snart mig. Ég fletti frá mér frakk- anum og faðmaði hana að mér. „Varlega;“ Hún ýtti báðum höndum í brjóstið á mér. „Ætlarðu að kremja okkur?“ Henni þótti mjög gaman að tala um sjálfa sig í fleirtölu. „Elsku kjáninn minn. Hugsaðu þér hvað þú ert heppinn að hafa hitt mig. Með mér geturðu ekkert gengið úrskeiðis." Hún hló glaðlega, en ég var alls ekki í skapi til þess að hlæja. „Heyrðu, þú verður strax að tala við majórinn,“ sagði ég. „Um miðja nótt?“ „Ég fylgi þér til hans. Þú segir honum að þú þolir ekki við hér lengur.“ „En það er ekki satt.“ „Gerðu það . . . fyrir mig! Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þú verður að fara héðan. Skilurðu það ekki? Það getur hvað sem er gerzt....í bardaganum á morgun.“ „Bardaganum á morgun?“ Henni var ekki lengur rótt. „Ertu aðsegja mér satt?“ „Já.“ Hún lá þögul stundarkorn, en ég heyrði á andardrætti hennar, andardrættinum, sem var orðinn mér svo kær, að hún var í uppnámi. „Jæja . . . .maður svíkst ekki undan merkjum,” sagði hún loks. „Auk þess get ég ekki farið jafnvel þótt ég vildi. Það líður nokkur tími unz ég fæ staðfestingu heilbrigðisnefndar og hún verður að gefa skipunina.....Ég skal tala við majórinn strax á morgun. Heldurðu að það verði ekki í Iagi?“ Framhald á bls. 14. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.