Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Síða 7
V, Elín Guðmundsdóttir,eigin- kona Sveins frá Elivogum. prestssetrinu Höskuldsstöðum á Skagaströnd, hjá síra Jóni Páls- syni. Þarna undi hann hag sfnum miður vel, eins og eftirfarandi vísur votta, er hann orti við burt- för frá Höskuldsstöðum: Þá er liðið þetta ár, það var seinna en vildi. Allmörg sviðatífin sár eftir hjá mér skildi. Augum glaður lífið lft, leystur þrældómsböndum. Höskuldsstaða — skal nú — skft skola af snjáldri og höndum. „I „Andstæðum", sem út komu 1933, stendur reyndar: „Tólf mánaða skal nú skít“, en i eigin- handriti Sveins, sem er í mfnum höndum, er vfsan eins og að ofan greinir. A Höskuldsstöðum orti Sveinn allmikið. Um sveitungana, Vind- hælinga, orti hann eftirfarandi vísu: Fæstir nýtan eiga auð æðstu tilfinninga. Hvar þú lftur svartan sauð, sérðu Vindhælinga. Eins og áður sagði, orti Sveinn talsvert á Höskuldsstöðum. Þar orti hann kvæði, minni Jóns Sigurðssonar, sem sungið var á Blönduósi, er minnzt var aldar- afmælis hans, hinn 17. júní 1911. Kvæðið hófst með þessu erindi: 0, heill þér Jón, þú Islandshetjan æðsta, þín afreksverk þau skulu gulli skráð. Þinn ferill lá á frægðarmarkið hæðsta, sem fyrri enginn maður hafði náð. Þú komst sem ljós, er lýsir myrka vegi og Ijóma slær á hæð og slétta grund. A hundrað ára afmælis þíns degi þér einum helgum þessa gleðistund. Kvæðið er sex erindi. Þá orti Sveinn nokkur erfiljóð, er hann dvaldi á Höskuldsstöðum. Þannig orti hann eftir Sigurð Pálsson lækni, er drukknaði í Laxá, skammt frá Höskuldsstöðum, niðri við sjó, hinn 13. október Fjárhúsin á RefstöSum í tíS Sveins bónda frá Elivogum. Sýnir þessi vísa, svo að ekki verður um villzt, að Þóra hefur verið vel skáldmælt. Og ólíklegt er annað en að hún hafi ort meira og þá ekki öllu Iakar. Þra-a'var trúkona mikil. Ekki erfði Sveinn þá lífsskoðun móður sinnar, að því er séð verður, a.m.k. ekki fyrr en undir ævilokin. Þá bregður fyrir f kveðskap hans þeirri skoðun, að Guð sé alls staðar að finna. Hann segir í kvæði um Refsstaði: Þó dauf legt sé f dalbyggðunum Drottins náð er alltaf nærri. Og f mestu aftökunum er hún jafnvel hálfu stærri. Þvf hvernig gæti kotungsstyrkur komizt fram úr slfkum sköflum, ef lýstu ei gegnum langsamt myrkur Ijósgeislar frá duldum öflum? 1910, rúmlega fertugur. Var hann bróðir Ama prófessors í sögu við Háskóla lslands. Þá orti Sveinn eftir Sigurð Sigurðsson, bónda á Húnsstöðum, föður Sigurðar fyrr- verandi landlæknis, er andaðist 28. janúar 1911, aðeins 45 ára. Erfiljóðið eftir Sigurð endar þannig: Þig syrgja allir sveitarbræður þfnir, en sárast grætur ekkja þín og börn. Því hverer nú, sem kærleika þeim sýnir, já, hver skal vera skjöldur þeirra og vörn? 0, láttu, Drottinn, ljós þitt náðar skína og lýsa þeim f gegnum böl og þraut, svo ávöxt megi sinnar iðju sýna og sigurkrans þér færa f grafarskaut. Fleiri erfiljóð mætti nefna, er Sveinn orti á þessum tíma, en ekki fleira til tínt af því tagi. Hann orti ljóð fyrir ungmenna- félög í Vindhælishreppi og á Sauðárkróki. Hann setti saman ljóð í tilefni þess, er kvenna- skólinn á Blönduósi brann þetta ár (1911). Þar segir í upphafi: Þegar nóttin foldu felur fyrir sfnum dökkva skildi, Logi fer að heyja hildi, herfang ekki lftið veldur. Ætlar sér f einu að taka eitthvert mesta landsins smfði, fárrammur f flestu strfði, fús hann naumastsnýr til baka. Eins og ungum mönnum er tftt, hreifst Sveinn af ungmeyjum á þessum árum, og orti til þeirra ljóð. Og vel hefur Sveini litizt á þessa ungfrú, sem hann kvað þannigtil: 0, hvarerslíkafegurðhægt að finna, hún finnst ei, þvf að hún er hvergi til. Þvf. bros á vör og blómgar rósir kinna það blfðari hlýtur vekja munaryl. Þú ert sem dís frá uppheimssölum fríðu, ef þær þigþágetajafnazt við. Ef einhver hreppir ástar þinnar blfðu, hann aldrei framar þekkir mótlætið. Hér er skáldið greinilega undir áhrifum frá Kristjáni Fjallaskáldi í kveðskap sínum. Og annað skáld hefur haft mikil áhrif á Svein um þetta leyti: Guðmundur Friðjóns- son. Eða hvað finnst mönnum um vísur þær, semnefnastMansöngur, og hér fara á eftir, þó ekki séu allar teknar? Sjá ekki allir ættar- mótið? Það mun aldrei þoka úr minni, þó ég lifði hundrað vetur, þegar fyrst ég fann og reyndi fjötra þá, sem ástin setur. Oft ég hafði áður haldið, að ég væri máski hrifinn, en á sama augabragði fmynd sú var burtu svifin. En er ég þig, ungi svanni, augum leit f fyrsta sinni, fann égóðarýfðastrengi ósnortna f sálu minni. Sem motto að þessu kvæði notar líka Sveinn ljóðlínur úr einu ástarkvæði Guðmundar frá Sandi: Þó ég hefði átján augu / átt í vitum brúna minna, / horft ég hefði f einu öllum / inn í veröld hvarma þinna. Þrjár vetrarvertíðir stundaði Sveinn sjó frá Grindavik. Var það veturna 1911 — 1914. Lítt mun honum hafa geðjazt að sjósókn, enda alinn upp til háfjalla. Þá var hann langt frá því að vera hrifinn af staðnum sjálfum: Grindavík. Um hann orti Sveinn: Gjörð sem mynd af grimmri tfk, gjörn á synd og lesti. Hér f Grinda — vondri — vfk vartégyndi festi. Um mannlífið á staðnum orti Sveinn: Lffs mér óar ölduskrið; er það nógur vandi þurfa að róaog þreyta við þorska á sjó — og landi. Sveinn orti nokkuð í Grindavík. Um þetta leyti var prestur í Grindavik Brynjólfur Magnússon. Sunnudag einn bar það við, að Sveinn boðaði til upplestrar á kveðskap sinum, en sira Brynjólfur til guðsþjónustu. En r sjóveður var gott þennan dag og allir bátar á sjó. Mættu þar af leiðandi fáir, og urðu Sveinn og sr. Brynjólfur að aflýsa sínum „messum“. Um það orti Sveinn: Vizkusnjallir vildu tveir vekja spjall með dáðum. Megnum halla mættu þeir; mcssufall hjá báðum. Eitt sinn, meðan Sveinn stundaði róðra í Grindavik, brá hann sér til Sandgerðis. Kom hann í sjóbúð eina, þar sem verið var að borða heita kúttmaga og þorsklifur. Sveini var boðið að smakka þetta hnossgæti. Þá kastaði hann fram eftirfarandi vísu: Björg á diski bezt til hagar; bragastrengir hreyfast skjótt. Bæði fiska- og meyjamagar mér hafa löngum sætir þótt. A þessum árum var Sveinn upp á sitt bezta, rúmlega tvítugur. Hann var vel í meðallagi hár, eftir því sem þá gerðist dökkur á brún og brá, örlítið lotinn í herðum. Hann var fremur laglegur maður. Og víst leit kvenfólkið hann hýru auga. Ekki þó eingöngu vegna ytra útlits, heldur vegna orð- heppni hans, hagmælsku og létt- leika f máli. Kvenfólkið bað Svein að yrkja um sig vísur eða hann orti um þær, sem honum geðjaðist að og leizt vel á. Skáld og hag- yrðingar hafa lengi, öðrum mönn- um fremur, verði orðaðir við kon- ur. Þeir eru hrifnæmir: Og Sveinn orti til kvenna alla ævi. Honum var kvenlegur yndisþokki kært yrkisefni. Enginn ætti að Iá honum það. Um Þóru, móður Sveins, hefur nokkuð verið skrifað, enda var hún gáfuð kona og skáldmælt vel. Lftt mun hún þó hafa flíkað gáfu sinni, og aðeins ein vísa er, mér vitandi, til eftir hana. Tilefni vísunnar er það, að Sveinn, sonur hennar, sem þá var unglingur, orti skæting um móður sína. Þóra taldi, að Sveinn færi þarna illa með þá gáfu, sem Guð hafði gefið honum, og orti: Gættu þess, að Guð er einn gáfuna, sem léði. Ef þú yrkirsvona, Sveinn, sál þfn er í veði. Sveini voru allar kreddur í trú- málum andstyggð, og trúboða fyrirleit hann manna mest Og honum fannst ekki meira um presta en aðra dauðlega menn. Aðeins einn prest, held ég, að honum hafi þótt eitthvað varið í. Það var síra Gunnar Ámason. Hann kom árlega að Sneis og Refsstöðum að húsvitja. Og Sveinn kom oft að Æsustöðum til sr. Gunnars. Þeir voru góðir vinir. Attu sameiginlegt áhugamál: kveðskapinn. Áður en heim var haldið, spurði síra Gunnar Svein, hver væri síðasta vísan, sem hann hefði ort, tók upp vasabók og skriffæri. Sveinn færðist venju- lega undan og sagðist ekkert eiga. En að lokum mun prestur hafa fengið nýjustu vísuna f vasa- bókina sína. Vorið 1923 flyzt Sveinn norðan úr Skagafirði vestur í Húnaþing, ásamt konu sinni, Elfnu Guð- mundsdóttur. Haustið áður, hinn 11. sept., voru þau gefin saman í hjónaband af Kristjáni Linnet, sýslumanni á Sauðárkróki. Prest- ur kom þar hvergi nærri, og var það í samræmi við trúarskoðanir Sveins. Nú, jarðnæði lá ekki á lausu, allra sízt gott. Fyrir valínu varð Selhagi, lítið kot i Bólstaðar- hlíðarhreppi, skammt utan við Vatnshlíð, austasta býli Húna- vatnssýslu. Ekki sést Selhagi af þjóðveginum, er farið er yfir Stóra-Vatnsskarð, þvi að leiti ber á milli. Bærinn var ein lítil bað- stofa. Túnið gaf af sér eitt kýr- fóður, og illa það. Ekki undi Sveinn sér þarna nema árið, og var engin furða, frá öðru eins rýrðarkoti. Vorið eftir, 1924, var haldið utar i dalinn, að Refsstöðum. Nú hafði eitt barn bætzt I búið: sá, er þetta ritar, fæddur 26. desember veturinn áður. Refsstaðina keypti Sveinn. Bjó hann þar á móti Kristjáni Sigurðssyni frá Hvammi og Unni Björnsdóttur, konu hans. Þau áttu þá eitt barn, sem fæðst haf ði veturinn áður, eins og ég, og heitir Björn Aðils. Hann er nú múrarameistari I Kópavogi. Refs- staðir er stór jörð og erfið. Tún stórt, eftir þvl sem þá gerðist, eða 7 ha, og engjaheyskapur mikill I flóum og hjöllum. Refsstaða get ég betur síðar I þessari grein. Ekki undi Sveinn lengur en árið á Refsstöðum. Vorið 1925 flyzt hann með fjölskylduna enn utan á dalinn, tvær bæjarleiðir þó áðeins, að Sneis. Á milli er Vesturá. Þarna var síðan búið I 9 ár við lítil þægindi og hálfgert Framhald á bls. 13.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.