Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 9
Frá írlandi. En túnið og sát- urnar, ströndin og sjórinn minna svo sterklega á ísland, aS myndin gæti eins veriS tekin einhvers staðar hér. Við írska laxveiðiá. Laxfoss í Norðurá? Nei reyndar eklci. Þessi foss heitir Aasleagh Falls og er ekki ósvipaöur Laxfossi og um- hverfiö minnir talsvert á Norðurárdalinn. E> eru fleiri ár, þótt smærri séu f sniðum. Breiður sem tengja saman vötn og haf lfkt og flóð úr hópi hér heima. Þá er það hin fjórða, sem hvorki hoppar né skoppar, líður né breiðir úr sér, heldur hlykkjast ákveðin og mikil frá vestri til austurs, snýr svo til suðurs líkt og Cork Blackwater eftir 150 kílómetra ferð, eða Barrow, sem er enn lengri og rennur til norðurs, en snýr svo til suðurs allt til hafnar Waterfords. Og Nore, sem á sama ös og Barrow eftir 100 kílómetra flæking, og Suir með þverár sínar þrettán, þá Slaney, sem gefur Barrow lítt eftir, og Liffey, sem rennur í gegnum Dublin. Moy í gegnum Ballina o.fl. Heimkynni urriða og sjóbirtings, lax og vatnakarfa, geddu, áls, og aborra. írland á sér mikla sögu. Ekki fyrir það að þjóðin hafi r.okkru sinni drottnað yfir annarri eða verið stórveldi í þeim skilningi, sem oftast er lagður í það orð, heldur sem land langrar búsetu, hagsældar, meðan þjóðin fékk að ráða sínu, og menningarlegra gullalda, sem kviknaði á 5. öld þarna fyrir norðan og vestan aðrar þjóðir og þjóðflokka. í lok ísaldar lá enn jökull á hæðum trlands. Veðurfar var kalt og landinu svipaði til grastúndru norðurhjarans, eins og við þekkj- um hana í dag. Veiðimenn Evrópu fylgdu hjörðunum norður á vorin og suður á haustin og fikruðu sig norðar og norðar, eftir þvf sem jökulröndin hörfaði. Bretlandseyjar voru þá land- fastar við meginlandið og írland vestasti skagi Evrópu. Fyrir 8000 árum hefur hlýnað svo mjög, að risahjörturinn nam Iand á írlandi og fjölgaði ört. Þessari villibráð fylgdu þjóðflokkar eftir frá Norðurlöndum. Það voru fyrstu mennirnir sem þangað korau, svo vitað sé. Og enn leið timinn, veður urðu mild og landið varð eýja. Steppurnar huldust skógi, stór- bráð leið undir lok og fiskur ásamt smærri dýrum varð lífs- viðurværið. Smám saman þróaðist búskapur eins og hending skapar hann. Ef til vill fyrst sært dýr eða kið tjóðrað og alið, sáning af slysni, þá sviðinrækt og þannig koll af kolli, þar til gamli bónd- inn, sem þekkti af fyrri reynslu, að álmlundurinn sviðinn gaf bezta uppskeru, lærði að nota áburð og skógarnir glumdu undan höggum hins nýja tíma. Ein- angrunin var rofin smám saman. Axir brotnar úr berginu, lagðar til, fægðar og fjöldaframleiddar, en seldar siðan úr landi fyrir annað eftirsóknarvert. Nýir hóp- ar manna bárust að, eir og brons var unnið og flutt út og svo fyrir rúmum tvö þúsund og tvö hundr- uð árum sóttu yfir sundin menn dökkir á brún og brá með stutt sverð i höndum, sem aðeins söng í, þegar bronsið brotnaði. Þeir kölluðu sig „Kelta". Þetta þjóðar- brot, sem sumir fræðimenn telja, að hafi komið frá Spáni, rann saman við frumbyggjana svo af varð sú þjóð, sem Irland byggir i dag. Hún kom sér svo vel fyrir i landinu, að jafnvel Rómverjar, sem lögðu undir sig England, treystu sér aldrei til að ná þar yfirráðum, enda írland þá erfitt yfirferðar fyrir innrásarlið, mýrar og fen, skógar og stórfljót. Þessir landshættir forðuðu þjóð- inni frá erlendum yfirráðum, ailt þar til Bretum tókst að kortleggja landið á 13. og 14. öld. En lands- hættir sundruðu henni einnig í ötal ættasamfélög og nokkur inn- byrðis sundurþykk konungdæmi, sem skorti afl og hreyfanleika til að verjast innrásarflota víking- anna, sem reru og sigldu hinum létlu grunnskreiðu skipum sínum inn í hjarta landsins. Gullöld Ira, tímar mennta, lista og viðskipta hófust á 5. öld með kristnitökunni. Kristnin barst til þeirra frá Englandi og Frakk- landi, og þar menntuðust kenni- menn þeirra fyrst í stað. En ekki leið á löngu, þar til þeir tóku sjálfir frumkvæðið, stofnuðu skóla og klaustur, hófu að rita á eigin tungu og sendu unga eld- huga víða um lönd til að boða hinn nýja sið. Áhrif þeirra og menntun dreifðist um alla vestur Evrópu og lönd Germana allt austur að Dóná. Þeir stofnuðu klaustur í Frakklandi, Belgiu og Þýzkalandi, Austurríki og víðar, jafnvel á Italiu. Einsetumenn þeirra sóttu til skozku eyjanna, Færeyja og Islands fyrir upphaf víkingaaldar. Enn þann dag i dag á trúin meiri itök í lífi þjóðarinn- ar en nokkur skilur, fyrr en hann sækir hana heim. A kvöldin, þegar klukkurnar kalla, flykkist fólk i kirkjurnar, og á morgnana, áður en vinnudagur hefst, má sjá fólk streyma til morguntíða. Frá upphafi mannvistar til þessa dags hefur laxinn verið verðmætasti fiskurinn í írskum útvegi. Ekki aðeins sem fæða, heldur auðlind, sem enn gefur moira af sér en nokkur önnur ein fisktegund veidd úr söltu eða fersku vatni. Svo mikið lax-land var Irland á okkar söguöld og svo mikið var verðmæti þess fisks í verzlun milli landa á þeim tíma, að Norðmenn frændur okkar og forfeður, sem eins og kunnugt er höfðu gott verzlunarvit og tóku stundum þá fyrst er viðskiptakjör versnuðu, þreyttust fljótlega á að ræna írskar kirkjur og klaustur aftur og aftur með ærnurn kostn- aði og löngu úthaldi, en settust um kyrrt með góðu og illu og keyptu eða unnu sér ítök hér og þar meðfram ströndum landsins, þar sem stórfljótin runnu til sjávar. Nú finnst vafalaust sumum sem svo, að rómantíkin fari af herferðum forfeðranna, ef sækonungar voru aðeins kaup- menn og laxakarlar. En svona var þetta nú samt. Þvi enda þótt gull og silfurmunir væru eftirsóttir, þá sem nú, var ekki ýkja mikið um þá. Og farmur i skip varð, þegar tímar liðu fram, verðmæt- ari en dældaður kaleikur, þótt úr gulli væri. Norðmenn, eða Danir eins og Irar kölluðu þá, byggðu vigi við helztu árósana með ströndum fram og inni i landi, þar sem þverár runnu í stórfljótin. Lögðu fingur á útveg landsmanna og skattlögðu eða einokuðu útflutn- Framhald á næstu síðu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.