Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 10
Land- könnun . . . . ingsverzlunina. Umhverfis þessi vígi mynduðust fljotlega þorp og kaupstefnur og siðar bæjir og borgir. En þar kom, að írar sam einuðust gegn þessu innrásarliði, tóku sér yfirkonung, sem sigraði Norðmenn í mikilli orrustu við Clontarf árið 1014. I sögu okkar heitir þessi orrusta „Brjánsbar- dagi“, en þess ekki getið, að Brjánn gamli Boru var með liðsafnaði sínum meðal annars að tryggja sér yfirráð yfir laxa- lögnum í Dublinflóa. Siðar komu aðrir herrar, Normannar og Bretar. Þeir héldu fastar um hlunnindin. Hinrik VIII gerði meira en að gifta sig, þó að brezka sjónvarpið haldi öðru fram, því hann losaði írsku klaustrin og ættirnar við veiðiréttindin. Hver veit, nema köld „kalkulation" hafi sannfært hann um, að árnar á Irlandi gerðu betur en að bæta honum upp bannfæringu páfa. En hvernig svo sem Hinrik hugsaði, þá hófst nú sú ganga, sem gaf greifum og gæðingum enskrar hirðar skotsilfur og skemmtieyri um margar aldir. Silfur þetta var laxinn. Enn þann dag í dag sitja erlendar ættir og innlend óðul að veiðiréttindum í ám og vötnum og árósum, sem ekki aðeins ná til landseigna, heldur útfyrir þær, líkt og þegar kirkjur hér heima í eina tíð gátu eignast reka, vötn og réttindi til mótekju, beitar og viðarhöggs, þótt í öðrum lands- fjórðungi væri. Réttur írskra bænda til veiðihlunninda er því oft lítill, því þau hafa verið keypt eða leigð sitt á hvað undan jörð- unum. Sum fyrir langa löngu, önnur síðar, og er enn hægt að fá til langs tíma. Stangaveiðimaður getur jafnvel keypt leyfi til að veiða, nær hvar sem er ævilangt með einni greiðslu í eitt skipti fyrir öll. Hlutafélag eitt hefur átt allan laxveiðirétt í ánni Moy á vesturströndinni í rúma öld, og fangað þar milli 20 og 40 þúsund laxa ár hvert og gerir enn. Hlut- hafarnir eru fæstir írskir, heldur búsettir um allar jarðir og hafa aldrei írland augum litið margir hverjir. Og þó að um það megi deila, hvort hin svo mjög fram- sýnu vatna- og veiðilög, sem sett voru á íslandi árið 1932, þegar flestar islenzkar veiðiár voru að verða fisklausar, lög, sem í eðli sfnu eru fyrst og fremst vernd- unarlög, séu þau beztu, eftir að allar ár hafa náð góðum stofni, eða hvort þau aðeins stuðli að einokun landeigenda á veiði- hlunnindum og sölu þeirra úr landi til erlendra auðkýfinga, þá er hitt víst, að veiðimálalöggjöf íra, ef nokkur finnst, er ekki til eftirbreytni. Eftir þvf sem ég komst næst, er veiðimálum Ira þannig farið, að veiðimálaráðu- neytið gefur út á hverju ári leyfi til þegnanna eftir nokkuð óljós- um reglum til að stunda rekneta- veiðar á laxi í árósum og sjó. Er þá helzt tekið tillit til, hvort við- komandi er búsettur á svæðinu, hafi haft þessa iðju að atvinnu, áður en reglur um útgáfu þessara leyfa voru hertar fyrir 3 árum (áður gat hver sem var keypt sér slíkt leyfi fyrir 4 pund per net og farið í veiðitúr umhverfis landið), eða hvort hann hefur þörf fyrir það, t.d. vegna atvinnuleysis í landi. Takist löxunum að komast framhjá þessum dræsum í sjónum og upp i árósinn sjálfan taka þeir við, sem veiðirétt árinnar eiga. Þessir aðilar leggja laxanet með landinu svipuð þeim sem við þekkjum úr jökulánum okkar og gildrur sem þvergirða fljótin, utan smástreng í miðjunni sem er lögskipaður „sjans" fyrir laxinn. Við þetta bætist svo ádráttur fyrir ofan og neðan gildrurnar, sem stundaður er sem hvert annað starf, sem hefst kl. 10 á morgnana og lýkur kl. 8 á kvöldin. Það, sem þá er eftir, er selt á leigu stang- veiðimönnum, félögum þeirra eða hótelum og ferðaskrifstofum á vægu verði, enda illhitt á góða laxveiði eins og við þekkjum hana. Þrátt fyrir þetta er mesta furða, hvað er af laxi í ánum, enda þarf nokkuð af laxi í árnar til að viðhalda nær 500.000 laxa veiði ár hvert. A Islandi veiðast um 60,000 laxar á hverju ári svo augljóst er, að ef Irar eignuðust íslenzk vatnalög eða sinn Þór Guðjónsson, mundu þó nokkrir Is- Iendingar, sem nú þjóna út- lendingum til borðs f veiðihúsum S.V.F.R. og víðar, geta keypt sér leyfi eða tvö í eigin ám. En því miður, Irar veiða ekki þessa laxa á stöng, nema í litlum mæli. I ársskýrslu veiðimálaráðuneytis- ins írska árið 1971 segir, að heild- arveiði ársins hafi numið 466.360 löxum (496.597 árið 1970). Þar af veiddust aðeins 16.963 laxar á stöng (17.890 árið 1970). Þessar tölur, sem vissulega gefa upplýs- ingar um stofnstærðina, eru þó nokkuð of lágar, því ekki kemst öll sala á Iaxi á skýrslur, og svo er það Iandlægt með Irum að skreppa í ár án leyfis (Poaching). Af sjóbirtingi veiðist á hinn bóginn margfalt meira á stöng en hér á Islandi, og í ofannefndri skýrslu segir, að aflatölur gefi litla hugmynd um það magn, sem af honum má veiða, því sjóbirtingsveiði sé iítt stunduð. Skýrsla þessi nær að sjálfsögðu ekki yfir norð- urhéruð Irlands, Ulster, en þar veiðast, að því mér er sagt, ríflega tvöfalt fleiri laxar ár hvert en á Islandi. Fyrir nokkrum árum kom upp veiki í laxfiskastofn- inum írska. Veiki þessi var stað- bundin, en hafði þó nokkur áhrif á veiðar í ýmsum ám. Hún hefur nú rénað svo mjög, að hennar gætir lftt í heildaraflanum. Mjög mikið er gert í fiskræktarmálum á írlandi, svo sem að líkum lætur, en þó hef ég það á tilfinningunni, að Islendingar séu öllu duglegri. Landinu er skipt f 17 veiðihéruð, sem hvert hefur veiðistjóra eða veiðieftirlitsmenn, undir yfir- stjórn veiðimálastofnunar, sem er deild í sjávarútvegs- og iand- búnaðarráðuneytinu. Tekjur veiðimálastofnunarinnar eru þó nokkrar. Svo sem gjöld fyrir neta- réttindi um 1000 kr. á net, um 10 krónur af hverju kilógrammi af laxi, sem út er flutt, auk eigna- skatta á hlunnindi veiðiréttareig- enda og gjald, sem stangveiði- menn verða að greiða til ríkisins og ég mun nefna hér á eftir. Þetta fé er notað til að greiða eftirlit, ræktun og lagfæringu vatna og veiðisvæða. Þegar ég heimsótti veiðimálastofnunina írsku, varð ég fljótt var við aðdáun þeirra á íslenzkum veiðimálum, og er veiðimálastjóri okkar hátt skrif- aður þar ytra. Þeir hafa fullan hug á því að draga úr hinni gegndarlausu neta- og gildruveiði og ýta undir stangveiðiiþróttina. En við ramman reip er að draga, því að fátækir fiskimenn hafa litla samúð með lordum og stór- eignabændum, sem þá mundu hagnast meira. Og þar sem at- kvæði er eitt á mann og fiski- mennirnir eru fleiri en lordarnir, liggur málið i pólitískri spenni- treyju. Ekki ólíkt því sem hér á landi er, þó í öndverða átt sé, þegar þess er gætt, að milli 20 og 30 .þúsund íslenzkir stangveiði- menn komast lítt eða ekki f veiði, vegna þess að þau 5% (?) lands- manna, sem eiga tsland, vilja frekar dollara en ísi. krónur. Á næstu árum má gera ráð fyrir þvf, að íslenzkir stangveiðimenn leiti í æ ríkari mæli til annarra landa. Til dæmis til Kanada og Nýfundnalands, Norður-Spánar, Skotlands, Noregs, og trlands. Hér þarf engan til að ríða á vaðið, því þessi þróun er þegar hafin, og raunar veit ég, að á tslandi eru stangveiðimenn, sem þekkja vel skozkar og frskar ár. Þeim löndum mínum, sem til stang- veiða geta alls ekki farið nema leggja íþróttina á mælistiku afla- verðmætis, ráðlegg ég að sitja heima, því á íslandi er mesta veiði að fá á stöng. En þeim, sem leita eftir hvíld og ró, einveru eða góðum félagsskap og finna ekki friðinn í bringunni til dæmis vegna akkorðsmannanna í kring eða vegna þess að mfnútan við ána kostar 20 krónur, er óhætt að skreppa til írlands. Lax gengur í írsku árnar nær allan ársins hring. Þar er talað um vorlax, sem er yfirleitt stór og eftirsóttur af stangveiðimönnum. Hann byrjar að ganga í desember og febrúar, en beztu mánuðirnir eru marz og apríl. Vorlaxgöngur hafa víðast hvar minnkað, frá því sem áður var, og kenna Irar Grænlands- veiðum um því þetta kyn er lengi í sjó, 2—3 ár, og leitar á önnur fæðumið en smálaxinn, sem er eins árs lax og heldur til, að þvi talið er, á landgrunni Bretlands- eyja. Smálaxinn og sumarlaxinn, 1—2 ára laxar, ganga í maí til september, mest f júní og jtilí, og fer gegnd þeirra vaxandi í flestar ár. Sjóbirtingsgöngurnar hef jast í maí og vaxa, eftir því sem á Framhald á bls. 14. Að taka til í geymslunni Ég er ein af þeim, sem tfma varla að henda nokkrum hlut. Árum saman hef ég safnað öllum gömlum fötum í kassa í þeirri trú, að einhvern tíma gæti ég kannski búið til úr þeim tuskumottur, þó ekki væri annað. Og margir eru þeir papþakassarnir og snærisspottarnir, sem ég hef haldið til haga — og verið sigri hrósandi, þegar hægt hefur verið að nota þá, kannski mörgum árum seinna. Eða allar tómu krúsirnar og flöskurnar, sem mann dreymir um að fylla með rabbarbara-, bláberja- og rifsberja- sultu og krækiberjasaft. Nei, það væri synd að henda þessu öllu jafnóðum í tunnuna, alltaf gæti komið að því, að eitthvað yrði að einhverjum notum. En svo einn góðan veðurdag vaknar maður við vondan draum. Geymslan orðin -------------------------------------% sneisafull af drasli og allt á rúi og stúi, svo að maður kemst varla inn sjálfur. Þarna hafa krakkarnir himin höndum tekið og leikið sér lon og don við að klæðast gömlum fötum og úreltum höttum, húfum og skóm. Maður gat nú ekki fengið af sér að henda gömlu tízkuskónum, þegar maður vissi, að börnin gátu stytt sér stundir við að leika sér að þeim. Viku eftir viku gægðist maður inn í óskapnaðinn og hét því með sjálfum sér, að innan skamms yrði hér tekið til hendinni. Regnþrunginn sunnudagur varð fyrir valinu. Hughraust skellti ég mér inn í allt draslið og stóð á haus mikinn hluta dagsins við að flokka tuskurnar. Auðvitað datt mér ekki í hug að henda þeim öllum. Ég er sannfærð um, að það má nota þær til einhvers, þó ekki sé til annars en pússa bílinn og gluggana og þvo í kring. Náttúr- lega henti ég heldur ekki alveg öllum skónum, stelpurnar hafa nú svo gaman af að leika sér að þeim — og höttunum. Alveg sjálfsagt fannst mér líka að geyma tómu krúsirnar og flöskurnar. Maður vonar sannarlega að berjasprettan verði betri næsta sumar. Samt tókst mér að henda mörgum kössum fullum af drasli — og hyggjumst við kveikja stórbál hér úti í móa einhvern tíma, þegar vel viðrar. Geymslan er orðin reglulega fín og snyrtileg — og nú get ég byrjað að safna aftur. Anna Marfa Þórisdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.