Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 12
Þegar myndlistarmenn ræða sin á milii um málverk og aðskiljanlegar náttúrur myndlist- ar, þá ber stundum á góma, að eitt og annað sé „vel séð“. Ókunnugir kynnu að misskilja, hvað hér er átt við. Með þessu er átt við, að einhver hafi komið auga á mynd- efni með sérstökum og óvenju- legum hætti; litið það frá óvenju- legu sjónarhorni, sem gefur nýja hugmynd. Um leið opnar myndlistarmaðurinn augu áhorf- andans fyrir hinu myndræna á ólíklegustu stöðum. Því hefur verið haldið fram — og sjálfsagt með góðum og gildum rökum, — að Jóhannes Kjarval hafi öðrum fremur kennt okkur að horfa á hraun sem fjölbreytt og'fagurt fyrirbrigði í landslagi. Það er líka athyglisvert, hvað málarar hafa staðnæmst við gegnum tíðina. Hjá frum- herjunum, sem komu að landinu ,,ósnortnu“, ef svo mætti segja, gætir mest hrifningar á fjarvíddinni og bláma fjallanna. Siðar fórulandslagsmálararað líta sér nær. Um leið hafa komið til skjalanna áhrif frá ljósmyndum og kvikmyndum. Myndrænn efni- viður er fólginn í hinum ólík- legustu hlutum, jafnvel þvi sem hendi er næst. Kúnstin er lika fólgin í að hafa augun opin og ,,sjá“. Ekki er endilega höfuð- nauðsyn að gera viðreist til þess að finna sér haldgott myndefni. Má í því sambandi minna á hinn frábæra málara Ver- meer frá Delft. Megnið af þeim myndum, sem eftir hann liggja, virðist málað í einni og sömu stofunni. Fyrir- sæturnar eru mismunandi, en Vermeer gerir sér óendanlegan mat úr efnismiklum gluggatjöld- unum, margbrotinni flísalagn- ingu gólfsins og síðast en ekki sízt: stóru landakorti af heimsbyggðinni, sem þar hefur hangið. Vermeer var barn síns tima þrátt fyrir allt og fór að verulegu leyti eftir ríkj- andi hefð. Á vorum dögum hefði hann ef til vill beint sjónum sín um að smáhorni á landabréfinu, að brauðinu einu, sem vinnu- konan fræga heldur á, eða aðeins fáeinum flísum á gólfinu. Eg er ekki frá því að „elose-up“ tækin í ljósmyndun hafi í raun og veru kennt okkur að líta hlutina þannig í návigi. Allavega hafa málarar víða um heim, sem stundum eru kenndir við nýreal- isma, lagt áherzlu á hina nýstár- legu ásýnd hlutanna í návígi. Hér á landi hefur helzt mátt sjá þessa tegund myndlistar hjá Hring Jóhannessyni, sem uppá síðkastið hefur sýnt myndir sínar í sölum Norræna hússins. Þar — og raun ar áður — hefur komið í ljós, að Hringur velur sér myndefni, þar sem maður á ekki von á: Tvö sendibréf, sem eru í þann veginn að falla í gegnum bréfalúgu, þvottahúsgluggi og eitt hand- klæði á snúru, spegill á flutninga- bíl, þar sem hlið bílsins sést í speglinum, en vindgáruð tjörn utanmeð. Fleira af þessu tagi mætti nefna: Gamlar tóftir og sumarsnjór, sem er í þann veginn að hlána á grænni jörð. Eða hey- blásara; blár endi rörsins móti himni, eða rauðlakkað herfi I brúnu flagi og lúga að vot- heysturni. Sumt ný upp- lifun á störfum og verk- færum í sveit. Annað tengt minningum um fortíðina, til dæm- is blámáluð stofa og ekkert innan- stokks annað en ullarpokar. Mjög sterkt og myndrænt og umfram allt „vel séð“. © Hefur tekið Aðaldalinn framyfir útlönd Rœtt við Hring Jóhannesson, listmálara Hringur í vinnustofunni á Sjafnargötu 6. Portret af Þorsteini frá Hamri bendir til þess, að Hringur hafi í huga að víkka sinn vettvang. Hingað til hafa störf í sveit verið honum hugleikið efni. Og elzta myndin, sem hann á eftir sig, vatnslitamynd frá 14 ára aldri, sýnir fólk við heyvinnu uppá gamla móðinn: Maður og kona binda, og baggahestur stendur þarnærri. Ekkert er eðlilegra. Aðaldalur- inn og störfin við búskapinn var sá heimur, sem Hringur ólst upp við og þekkti bezt. Þótt hann hafi kosið sér búselu i Reykjavík, hef- ur hann haldið tryggð við Aðal- dalinn, og alltaf er hann fyrir norðan á sumrin um lengri eða skemmri tíma. Heima í Haga hef- ur Hringur tekið þátt f að byggja íbúðarhús, og þar fékk hann ágæta, 30 fermetra vinnustofu, sem hann hefur innréttað með rekavið af Tjör- nesi. Þar er mun glæsi- legri vinnuaðstaða en í fbúð- inni á Sjafnargötu 6, sem Hringur hefur að mestu lagt undir allt það dót, sem málverkinu fylgir. ★ Hringur telur sig fyrst hafa komizt í beina snertingu við myndlist, þegar hann sá Svein Þórarinsson að starfi norður í Aðaldalshrauni. Þá var Hringur 13 ára og lítið sem ekki neitt farinn að fást við teikningar, hvað þá málverk. En áhuginn' vár vaknaður og hann hafði gert ráðstafanir til þess að geta komizt í samband við Svein. Móðurbróðir Hrings á Húsavik lét hann vita, að nú væri mál arinn kominn að sunnan, og drengurinn brá við skjótt; hélt til Húsavíkur og þaðan með Sveini upp i hraun. Hann segist hafa sniglazt í kringum Svein og tekið vel eftir, hvernig hann fór að. Þar með virðist svo sem teningnum hafi verið kast- að. Hringur haslaði sér völl. Hann fékk senda vatnsliti frá eldri bræðrum sin- um, sem þá voru komnir til Reykjavikur. Og vetrarpart var hann við nám á Húsavík hjá Jóhanni Björnssyni, myndskera og málara. Jóhann hafði lært hjá Ríkarði Jónssyni og hann vann lengi hjá honum við myndskurð. Hringur fékk ágæta æfingu í teikningu hjá Jóhanni og telur nú, að sú undirstaða hafi reynzt sér vel. En í framhaldi af þessu var Hringur i þrjá vetur í Handiðaskölanum og lauk þaðan teiknikennaraprófi. Nú var hann fleygur og fær, albú inn þess að hefjast handa fyrir alvöru, láta að sér kveða. Eða var það ekki svo? Ekki beinlínis. Hringur segir: „Þótt merkilegt megi virðast, varð langt hlé hjá mér eftir að skóla- náminu lauk. Ég gat ekki fengið vinnu við teiknikennslu og sjálf- ur mátti ég reyna mestu ládeyðu, sem orðið hefur í myndlist minni, síðan ég byrjaði. Að vísu gerði ég heiðaríegar tilraunir til að komast í samband við abstraktlistina, sem mjög var i tízku á þessum tíma. En hvernig sem ég reyndi, fann ég, að það gekk ekki; þessvegna dvínaði áhuginn og einskonar tímarúm myndaðist.“ Hringur sneri sér í bili að hverskonar algengri vinnu. Hann var einn langan og leiðinlegan vetur á Vellinum og þar fyrir utan má nefna brúarvinnu, vega-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.