Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 14
Bridge Óvenjulegar sagnir og einkar skemmtilegt úrspil ein- kenna spilið, sem hér fer á eftir. Norður S A-8-5 H D-6-4 T A-D-10-9-3 L 10-3 Vestur S K-D-9-7-4 H 5 T 6-4 L K-D-8-5-2 Austur S G-3 H K-9-8-7-3 T G-8-7-2 L G-7 Suður S 10-6-2 H Á-G-10-2 T K-5 L A-9-6-4 Sagnir gengu þannig: Suóur Vestur Norður Austur Pass 1 Lauf Dobl 1 Hjarta Dobl 1 Spaði Pass 2 Lauf 2 Grönd 3 Lauf 3 Tiglar Pass 3 Hjörtu Pass 4 Hjörtu Dobl Þessar sagnir eru bæði óvenjulegar og harðar og má vera að skýringin sé sú, að suður reikni með, að austur eigi lítil spil og sé að reyna að villa fyrir með sögnum sínum. Sennilega er betra fyrir norður að segja 3 grönd í stað þess að segja 4 hjörtu. Vestur lét út laufa kóng, austur lét gosann, sagnhafi drap með ási, lét aftur lauf og vestur drap með drottningu. Vestur Iét næst spaða kóng og fékk þann slag, lét síðan tígul, sagnhafi lét tiuna í borði og átti slaginn. Næstu 5 slagir voru teknir á hjarta 10 (svínað), tígul kóng, spaða ás og ás og drottningu i tígli og þá var staðan þessi: Norður Vestur Austur S 8 Skiptir ekki máli. S — H D-6 H K-9-8-3 T 9 T — L — L — Suður S — H Á-G-2 T — L 9 Tígul 9 var látin út, austur trompaði, sagnhafi trompaði yfir, lét út laufa 9, kastaði spaða úr borði og austur varð að trompa. Nú er sama hvað austur lætur út sagnhafi fær 2 síðustu slagina. Land- könnun Framhald af bls. 10. sumarið liður, svo sem hér heima. Beztu vorlaxárnar eru taldar vera Boyne, Slaney, Nore, Suir, og Munster Blaekwater. Veiðileyfi eru yfirleitt ódýr: kosta þetta £1—4 (£1=202.-) á dag. Dýrasta laxveiðileyfi, sem ég rakst á, kost- aði £5 í kr. 1000.-. Silungsveiði er yfirleitt ókeypis, nema sjóbirt- ingsveiði, sem kostar 100—200 krónur á dag. En sá, sem vill renna fyrir lax eða sjóbirting, þarf auk þess að greiða til ríkisins 200 krónur, ef hann ætlar að veiða skemur en 7 daga, 600 kr. skemur en 21 dag, og 800 krónur ef hann vill veiða allan ársins hring. Árið 1971 voru alls gefin út 10.059 slík réttindi, og þegarþess er gætt, að þau dreifast á allan veiðitimann, er augljóst, að ekki er þröngt um menn við árnar. Engar aflatakmarkanir eru í gildi og engar tímatakmarkanir. Veiði- maður má vera við ána allan sólarhringinn, ef hann óskarþess og á hvaða tíma árs, sem er, nema veiðiréttareigandi hafi ákveðið annað. Verðlag á gistingu er yfir- leitt mjög sanngjarnt. Til dæmis kostar gisting hjá Mr. Martin, sem ræður yfir 15 kílómetrum, af ind- ælu lax og silungsveiðisvæði við Blackwater, 1000—1200 krónur á dag og er þá fæði innifalið. En ef t.d. fjórir félagar eru saman og vilja hafa sitt eigið einbýlishús (Bungalow) og elda sjálfir kostar það 8000 krónur á viku í allt eða 300 krónur á mann á dag. Veiði- leyfi á þessum stað kosta 800—1000 krónur á dag. Að fara í veiðiferð til írlands er ekki aðeins tilbreyting, heldur einnig á vissan hátt landkönnun og kynni við ævagamla veiði- menningu. Hugsunarhátt, sem leyfir veiðimanninum að gera sitt bezta, en leggur jafnframt þann aga á, að aðferðin skipti meira máli en aflinn. Sveinn frá Elivogum Framhald af bls. 7. Fyrrum bar ég blak af mér, bjartsýnn var og glaður. Fyrr en varir orðinn er afturfarinn maður. Laxárdalur er upp til háfjalla og mjög snjóþungur. Fjöllin eru há og sést ekki sól þar Iangan tíma að vetrinum. Að austan- verðu í dalnum voru flestir þeir bæir, sem í byggð voru, er ég var að alast upp þar. Sneis og Refs- staðir eru báðir um miðbik dals- ins, en þar er hann einmitt snjóþyngstur. Sveinn þoldi illa skammdegið. Hann var þá ekki mönnum sinnandi og dróst varla úr honum orð svo dögum skipti. Stundum lagðist hann beinlínis í rúmið og var með háhljöðum, líkt og hann væri sárþjáður. Setti þessi háttsemi húsbóndans skiljanlega dapurlegan svip á heimilið. En kæmi gestur, þó ekki væri Iengra aðkominn en af næsta bæ, glaðnaði yfir Sveini. Hann var ræðinn og skemmtilegur i við- ræðu. Það var því hátíð í kotinu, ef gest bar að garði. Minnist ég þá einkum grannanna Guðna Sveins- sonar á Vesturá og Helga Magnús- sonar í Núpsöxl, nú bónda í ~Tungu á Gönguskörðum. Þeir voru báðir ræðnir og skemmti- legir. Af bæ var Sveinn einkar fjörugur. Hann gjörbreyttist, lék á als oddi. Sagði sögur og fór með kveðskap eftir sjálfan sig og aðra. Var alveg ótrúlegt, hvílíkt minni hann hafði. Hann gat þulið upp úr sér heila rimnaflokka viðstöðu- laust. Á Sneis var lítið ,og harðbala- legt tún. Nafnið Sneis hljómar nokkuð einkennilega. Aður mun jörðin hafa heitið Snös, eftir hóli fremst á túninu. Hól þenna mátti ekki slá, nema eitthvað illt henti. Eitt sinn hugðist bóndi nokkur á Sneis slá snösina, sem jafnan var grasgefin. Það er líka einkennið á öllum álagablettum, hvað loðnir þeir eru. Nú, næstu nótt dreymir bóndann, að maður kemur til hans og hefur yfir eftirfarandi vfsu: Ef þú hárið hvfta mitt hyggjuþrá vilt skerða, þá mun árið annað þitt ei til fjár þér verða. Bóndinn trúði þessu ekki og sló Snösina. En rétt á eftir fann hann bezta reiðhestinn sinn stein- dauðan niðri í feni þarna skammt frá. Þá trúði hann spádómi mannsins, er birtist honum í draumnum. Hér á eftir tilfæri ég nokkrar vísur eftir Svein, sem lýsa vel líðan hans á dalnum. Bera þær þvf vitni, að ekki muni honum alltaf hafa þótt þar ljúft að una. Broddar rffa beran hal, bitinn fjandatönnum. Illt er Iff f Laxárdal listelskandi mönnum. Fjandleg gerist fátæktin, fúi er í pallinn. Vantar gler í gluggann minn; gustur fer um kallinn. Ei vill falla allt f hag, aðmér hallast kælan. Reyni varla að ríma brag, rvr er fjallasælan. Nú á skæður vetur völd, vfst til gæða tregur. Gegnum næðirgisin tjöld gustur hræðilegur. Svipinn hvessa ferleg fjöll, annapressu troðin. Há í sessi hrópar mjöll hríðarmessu boðin. Fjarri sýnastsólbros hlý, sælan týnist nýta. Byggðin mfn er búin f brúðarlfnið hvfta. Aðdrættir að Sneis voru erfiðir: Yfir hliðarhallaog snjá hægt vill miða sveittum. Héim ég viða öllu á axlarliðum þreyttum. Varla hefur getað farið hjá því, að Sveini hafi fundizt hann á rangri hillu i lífinu — ekki sízt á Laxárdal: Hlaut f fangið hrfð og frost, hreppti stranga villu. Þreytti gang við knappan kost, komst á ranga hillu. Allur skólalærdómur Sveins var smár, og þætti vfst sama og enginn nú á tfmum. Frá þessu námi sinu segir þannig — í hand- riti: — Allur minn aðkeyptur lífs- lærdómur kostaði fimmtán krón- ur, þ.e. þriggja vikna kennsla, er ég naut hjá Stefáni H. Eiríkssyni frá Blöndudalshólum, þá bónda á Refsstöðum, sem mjög var á undan sinni samtíð um lærdóm. Sveinn segir, að þessar fáu lær- dómsstundir hafi orðið sér ógleymanlegar. Sérstaklega minntist hann fyrsta dagsins, þegar Stefán gaf honum forskrift með þessari vísu Björns Gunn- laugssonar: Viljirðu þræða vizkustig og verðakórónaður, einhvern tíma ættir þig áfram herða, maður! Framhald á bls. 16. Hœð 162 Framhald af bls. 5. Ég sagði ekki neitt. Mér datt ekkert í hug tilþess aðsegja. „Heldurðu að mig langi til þess að tala við hann?“ hvíslaði hún allt í einu. „Ég vildi heldur deyja. Hanrt hefur alltaf verið að segja við mig: Hafðu nú hugann við það, sem ætlast er til af þér! Og hvernig hef ég staðið við skyldur mínar... ?“ Hún réð ekki lengur við röddina og sneri sér frá mér. Hún gróf andlitið í olnboga- bótina og herðar hennar hristust án þess að nokkurt hljóð heyrðist. Ég dró hana þétt að mér, kyssti hana á munninn, enniðog tárin af augum hennar. „Leyfðu mér að fara,“ hvíslaði hún og losaði um faðmlög mín. „Viltu fylgja mér?“ Við fetuðum okkur niður í dimma lægðina í átt að hjúkrunarstöð herdeildar- innar. Ég hélt utan um hana og fann að vaxtarlag hennar var þegar farið að breytast. Ég tók báðum höndum um mitti hennar, vakti yfir hverju skrefi sem hún tók svo að henni yrði ekki fótaskortur. Þannig óskaði ég að gæta hennar fyrir stríðinu, fyrir morgundeginum þegar hún yrði ýmist að skríða eða hlaupa um vígvöll- inn til að freista þess að koma mönnum á öruggan stað. Fimmtán ár eru liðin, en ég man það allt eins og það hefði gerst í gær. „Katyushasarnir“ hófu árás í dögun, hríðskotabyssur og fallbyssuskothríð gall við, grænir blossar flöktu á himninum... Þegar sólin kom upp, hafði ég brotizt upp á hæðina ásamt því sem eftir var af her- deild minni. Hálftíma síðar óskuðu her- foringinn og einhver annar mér til hamingju, tóku í hönd mér, klæddir þýzkum regnfrökkum. Ég heyrði ekkert, stóð þarna bara líkt og steinrunninn, án þess að kenna nokkurra tilfinningar. Sól.. .! Hefði ég aðeins getað stöðvar þig í þann mund þú varst að koma upp; . . . Tveimur stundum áður höfðum við verið Þrjú..... En sólin sýndi enga miskunn. Ég stóð upp á hæðinni, en hún. . . .hún var eftir niðri, þar sem ég sá hermenn úr greftrunar- sveitinni. Og enginn vissi, enginn vissi hvað hún hafði verið mér og að við höfðum verið þrjú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.