Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Page 2
Ég fékkst við ýmislegt á háskólaárunum, var m.a. lengi þingritari. Það var að mörgu leyti skemmtilegt, og ég kynntist ýms- um ágætum landsfeðrum. Þeir voru nú sumir dálítið breyzkir. Sigurður frá Vigur og Bjarni frá Vogi voru hálfgerðir siðmeistarar og fundu gjarnan að við yngri mennina. Sumir þeirra voru þó nokkuð skörulegir, sérstaklega Pétur Ottesen, og hann iét engan vaða ofan í sig. A þessu tímabili kynntist ég Tryggva Gunnarssyni lítillega en hann var þá reyndar hættur þing- mennsku. góðvinur hans var Þor- valdur Jónsson læknir á Isafirði, slyngur maður i tafli og kotru. Eitt sinn fylgdi Tryggvi honum til skips í Reykjavík, fór með honum inn í káetuna, og þeir tóku til við að spila kotru. Það var komið f jör I leikinn, þegar skipið blés til brottferðar, og kom ekki til mála að hætta í miðju kafi. Þannig fór, að Tryggvi fór með til ísafjarðar, svo að þeir gætu lokið leiknum. Á þingritaraárum mínum var ég viðstaddur þann sögufræga fund sem samþykkti innflutning á Spánarvínunum. Þá hafði verið algert vínbann í nokkur ár með hörmulegum afleiðingum, smygli, þefi, sektum, þrætum, kærum og bruggi. Þá varð maður að bjarga sér á ýmsa lund t.d. með svo- kölluðum hundaskömmtum hjá læknum, en það voru 210 grömm af hreinum splra. En þessi fundur var ákaflega skemmtilegur. For- seti sameinaðs þings, Magnús Kristjánsson, var alltaf að ruglast í ríminu, og hinir forsetar ' i, Benedikt Sveinsson og Guðmu.id- ur Björnsson landlæknir, leið- réttu hann I sífellu, spruttu á fætur og kölluðu til skiptis: „Herra forseti,... herra forseti." Þeir voru báðir góðglaðir, og það sem verra var olíulampinn I skrif- stofu landlæknis hafði ósað all- mikið og bar Guðmundur þess liós mcrki. Magnús Pétursson bað mig að fara fram með landsfysfk- us og þvo honum. hvað ég gerði, og Guðmundur kom inn aftur, fínn og fágaður, og hélt áfram að gera athugasemdir við störf for- seta sameinaðs þings. En Spánar- vfnin voru samþykkt, og síðar var allt gefir frjálst. ÞA BLESSAÐI ÉG HAGALlN — Hafðir þú ekki einhvern stjórnmálaáhuga á þessum tím- um? — Jú, jú, ég var vfst kommi, og á þessum tfmum var ekki gerður greinarmunur á sósíaldemókröt- um og kommúnistum. Ég studdi Ölaf Friðriksson í þvf mikla hita- máli, sem varð út af rússneska drengnum, sem frægt er orðið. Það voru nú meiri lætin. Okkur stuðningsmönnum Ölafs var ekki vært úti á götum. En sögulegasti atburðurinn á kommúnistaferli mfnum var þátttakan f þingi al- þjóðasamtaka ungra kommúnista árið 1921. Einhverra hluta vegna varð ég fyrir valinu sem fulltrúi Islands, þótt margir væru miklu harðari kommúnistar en ég. Ég tók samt boðinu fegins hendi, enda hafði ég þá aldrei farið út fyrir landssteinana. Mótið átti að fara fram á Italfu, en það þótti ekki óhætt vegna ótta við !ög- regluafskipti og þess vegna var það haldið í Berlín. Þetta var allt saman ólöglegt, lögreglan á hælunum á okkar, og við þurftum að vera með fundarhöldin á þeyt- ingi út um allar trissur og gæta ftrustu varúðar. Eitt sinn átti að © Heimsmaðurinn Sigurður Grímsson á leiS á kommúnistaþing- iS. 3. HLUTI halda fund f Potsdam, og við fór- um þangað með járbrautarlest, en hún reyndist þá troðfull af lög- regluþjónum, sem höfðu komizt á snoðir um fyrirætlanir okkar þannig, að ekkert varð úr fundar- höldum. Við breyttum því ferðinni f skoðunar- og skemmti- ferð og skoðuðum m.a. höll Frið- riks mikla, Sans souci. Það skyggði nokkuð á, að engir fulltrúar voru frá Rússlandi en f upphafi mótsins kom skeyti frá kommúnistaflokki Rússlands, þar sem því var lýst yfir, að hann viðurkenndi mótið ekki sem kongress. Þá fór allt f uppnám og endaði með þvf, að menn voru látnir ganga til atkvæða um, hvort ætti að hlíta þessum úrskurði eða ekki. Ég greiddi síðastur atkvæði, — á móti Rússum og það réði úrslitum. Willy Mtlnzenberg, einn aðalleiðtogi þýzkra ungkommún- ista, kom þá aðvffandi og faðmaði mig að sér. Ég varð samferða MUnzenberg, Ole Olsen frá „Arberjedt" f Noregi og Hjalmar Viksten frá „Stormklokkan" í Svf- þjóð af þessum fundi, og á leið- inni spurði Olsen: Drikker du Island? Ég hélt nú það. Þá fórum við fjórir upp á hótelherbergið mitt, þeir vildu endilega vera veitendur en heldur þóttu mér veitingarnar þunnar ein flaska af púrtvíni! MUnzenberg var mjög áhrifamikill I röðum þýzkra kommúnista, en komst í andstöðu við Rússa, og sfðar lagði þýzka nazistastjórnin stórfé til höfuðs honum. Þá var hann sagður milljóner. Sannleikurinn var vfst sá, að hann hafði svindlað svo rosalega á þýzku æskulýðspress- unni, að hann var orðinn stórrík- ur. Þau urðu örlög þessa manns, að hann fannst myrtur f Suður- Frakklandi á stríðsárunum. Aldrei varð ljóst, hvort það var Stalín eða Hitler, sem lét koma honum fyrir kattarnef. Sigfús Blöndahl var ræðismað- ur Þjóðverja á þessum tfma og ég hafði fengið hjá honum með- mælabréf vegna ferðarinnar. Hins vegar hafði ég látið ósagt í hvaða erindagerðum ég var að fara. Nokkru seinna komst hann að þvf, varð öskuvondur og gerði Þjóðverjum viðvart. Ég hafði auð- vitað ekki hugmynd um þetta. Þegar dvalarleyfi mitt var senn útrunnið sendi ég skeyti til vega- bréfastöðvarinnar þýzku í Kaup- mannahöfn til að biðja um fram- lenginu. Þeirri beiðni var synjað, án þess að ástæðna væri getið. Kl. 8 að morgni næsta dags birtust tveir þýzkir leynilögreglumenn á hótelherberginu mfnu og sögðust hafa vitneskju um, að ég væri í óleyfilegum erindagerðum f land- inu. Ég var sakieysið uppmálað og kvaðst vera laganemi á ferðalagi. „Ekki eru þér að lesa lög hérna“ sögðu þeir. „Nei,“ svaraði ég, „ég er hérna sem skáld.“ Þetta þótti þeim ótrúlegt og tóku til við að róta í pjönkum mfnum. Ég varð lafhræddur, því að í náttborðinu var allt fullt af kommúnfskum áróðursritum, en til allrar ham- ingju snertu þeir ekki við þvf. Hins vegar drógu þeir upp úr tösku minni eintak af blaðinu Austurlandi, og þar var ritdómur, sem Guðmundur Hagalfn hafði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.