Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1974, Síða 10
Arabar á þröskuldi nýrra tíma Saud konungur ásamt lífverðinum, sem bæði er vopnaður bjúgsverðum og byssum. Þetta eru áfeng orð og áfengur andi, og hann hefur sett r.itt mark á Araha. Margir þeirra hafa látid undan freistingunni ad hefna sín á fornuin fjendum, nú þegar færið gefst. Arabar þykjast eiga harma ad hefna á Vesturlanda- mönnum, þótt þeir harmar séu aö sönnu hæöi raunverulégir og ímyndaöir. Kn þeim miln merki- iegra er þaö, aö flestir Araliar viröast reiöuhúnir aö gleyma fornum væringum, ef vestræn ríki vilji hjálpa þeim að koma á friöi í Miðausturlöndum, með þeim hætti, sem þeir sætti sig viö, og vilji aö auki styöja þá til fram- fara og þróunar. Kins og fyrr segir er skammt liðið frá því Arabar hófust til þeirrar virðingar, er þeir njóta nú og margir Vesturlandabúar hafa enn sömu hugmyndir um þá og algengar voru í Ilollýwood-myndum til skamms tíma. Þar voru Arabar gjarnan dökkleitir og skeggjaðir, ríkir en skítugir og lögðu aðallega stund á eiturlyfjasmygl og hvíta þrælasölu. Þeir klæddust síðum, hvítum skikkjum, háru bjúg- hnífa, riðu úlföldum og höföu á hraðbergi mergjaðar hölhænir á horð við þessa: ,,Megi flærnar af sjúkum úlfalda taka sér bólfestu í hári frumburöar þins". Kkki er gott aö vita hvaóan þessi óglæsi- lega ímynd er komin. Kn for- dómarnir aö haki henni eru senni- lega aftan úr miðöldum, þegar Kvrópuhúar kynntust fyrst hin- um framandlegu og ógnvekjandi hermönnum Islams og urðu sam- stundis gripnir skelfingu um kristinn sið. Það voru þó reyndar þessir sömu „villtu“ innrásarmenn af eyði- mörkum Miðausturlanda, er fluttu Evrópumönnum hellensk vísindi og heimspeki, sem þeir hafa metið svo mikils síðan. Á dögum Múhameðs, fyrir rúmum 1300 árum, voru „Arahar" hinir bedúínsku ætt- flokkar hirðingja, sem reikuöu ( um Arahfuskagann, fyrstu fylgj- endur spámannsins, sem fóru með honum og hoöuöu heiðingj- um trúna. Nú á dögum má nánast telja alla þá Araba, sem arahísku tala og „finnst þeir vera Arahar", eins félagsfræðingurinn Jacques Berque komst að orði. Til eru nítján sjálfstæö Araharíki og samanlagður íhúafjöldi þeirra 125 milljönir. Þaö gefur því auga leið, að „hinn arabíski heimur" er allsundurleitur. Berharnir í Marokkó eru jafnólíkir eyði- merkurbúum Jórdaníu og Vermonthúar Texashúum, svo dæmi sé tekiö, og handiónaðar- menn á hernámssvæðum Israels- manna eöa blásnauðir fellaheen viö Nilarósa viröast í fljótu bragði eiga fátt sameiginlegt vió mennta- mennina í Kaíró eða fjármála- tnennina í Beirút*" * Kkki allir Múhameöstrúarmenn eru Arahar, né heldur eru allir Arahar Múhanieóstrúar. T.d. ríkir Múhaineóstrú aö mestu leyti í Tyrklandi, Pakistan, íran og Indónesíu, en þjöóir þessa landa eru ekki arahískar. A hinn hóginn eru t.d. fjölmargir Kgyptar kristn- ir og mikill hluti Libanons er kristinn. Ekki er hægt aö tala um „ara- hískt einstaklingseðli". Á hinn hóginn má nefna ýinis einkenni, sem eru Aröbum sameigineg. I fari margra þeirra verður vart tveggja ólíkra hvata, sem stangast á: sjálfselsku og sammennsku. Hið fyrra kemur oftlega fram i stolti, sjálfshafningu og öfga- kenndri viökvæmni fyrir gagn- rýni. Hið síöara hirtist hins vegar I þvi valdi, sem ýmsar stofnanir, svo sem fjölskylda, ættflokkur, trú og þjóð, hafa yfir manninum. Kátækt, hirðuleysislegt barna- uppeldi (arabískir foreldrar láta að sjálfsögðu talsvert með hvít- voðunga eins og annars staðar tið- kast, en eftir það skipta þeir sér lítt af börnunum fyrr en þau eru svo vaxin, að þau geta tekizt á hendur ábyrgö og skyldur) og fjölskylduviökvæmni höggva nokkur sköró i sjálfsviróingar- kennd Araba. Af þessu leiðir oft, aö þeir veröa óútreiknanlegir og hneigðir til ofheldis. Skyldu menn vara sig á þvi aö æpa aö arabiskum leigubílstjórum; þeir gætu átt það til að snarhemla og draga upp byssuna. Arabískir siðir eru fæstir sprottnir af tilviljunum. Hin vfð- kunna gestrisni Arahanna á rætur sínar aö rekja til lífshátta Bedúínahirðingja. Maöur hýóur gesti kaffi vitandi, aö rekist hann vegvilltur heim til gestsins daginn eftir mun hann hljóta sömu viðtökur. Jafnvel ennþá er það gróf móögun viö Araba, aö hafna slíku boði, þvi meö því er honum neitað uin aö sýna sumu mikilsvirtustu eiginleika sína, ör- læti og félagsanda og svo það, að hann sé ekki alveg á nástrái. Ekki heldur er hin velþekkta tilhneiging Araba til útblásinnar mælskulist- ar út í bláinn. Munnleg hefð er rik með þeim og gömul. Áöur fyrr menntuðust Arahar þannig, að þeir lærðu og þuldu Kóraninn utan bókar. Nú á dögum halda stjórnmálamenn hugum áheyr- enda föngnum þótt mál þeirra sé næsta efnissnautt, aöeins ef þeir eru mælskir. Arahíska er auðugt og fagurt mál, er hýöur heim stór- fenglegri ljóöagerð með glæstum myndum og tónlist við. Sá, sem hana flytur hlýtur aö hrífast meö. Arabísk saga geymir minningu margra stórinenna, sem lyft hafa þjóö sinni lil vegs, hver á sinn hátt. Fyrstan her auðvitað að telja spámanninn og trúárbragðahöf- undinn Múhameð, en fyrir trúna öðluðust Arabar einingu, langtum meiri en þá samheldni einstakra ættflokka, sem áður hafði ríkt. Á áttundu öld kom fram Ahd el Rahman, hinn mikli hermaöur og lærdómsmaöur. Um hans daga var blómaskeið islamskrar menn- ingar á Spáni. Á niundu öld gerði Harún al Rashíd Bagdad að njenn- ingarmiöstöð ails heims. Kúrdinn Salah al Din (Saladin) hratt innrás krossfaranna. Af seinni tíma mönnum Gamal Abdel Nasser, þótt mistækur væri; hann hratt mörgum þjóðþrifamálum í framkvæmd og það, sem ekki er minnst um vert — veitti nýjum, arabískum þjóðernisanda um gjörvöll Arahalönd. Og nú síðast eru þaö Anwar Sadat, forseti Kgyptalands, og Feisal, konungur Saudi-arahíu. Það, sem nú er aö gerast í þessum löndum, mun trúlega veröa for- dæmi öðrum Arabaþjóðum síðar meir. Þaö virðist kannski ekki trúlegt í fljótu bragói, aó Saudi- arabía sé í fararbroddi Araba- rikja um framfarir. í Saudiará- híu ríkir algert konungsveldi. Altítt er, að trúarlögreglan svo- nefnda stöðvi konur á götum úti og skikki þær til að sfkka pils sín. Þar er glæpur að hafa áfengi undir höndum. Þjófar eru hand- höggnir. (Jlfaldalestir annast flutninga um eyðimörkina og í höfuðborginni Riyadh eru markaðsvörur fluttar á úlföldum. En jafnframt þjóta innlendar þotur um loftin, eldflaugakerfi og skriðdrekar hafa leyst hjúgsverð- in af hólmi, og menn þeytast á skellinöðrum til bænahúsanna, framhjá hályftum skrifstofuhygg- ingum og hótelum. Stjórntaumar Saudiarabíu liggja í styrkri hendi hins íhalds- sama konungs Feisals, en enda þótt íhaldssamur sé og hændur aö erfðavenjum á hann samt traust og aðdáun framfarasinnaðra Araba. „Arabar eru draum- hneigðir og það er mönnum holl- ast að muna“, er haft eftir sér- fræðingi um málefni Miöaustur- landa. „Segi Feisal sem svo: 'Ég vil biðjast fyrir í Jerúsalem áður en ég dey‘ er það alls ekki út í bláinn. Slík orð eiga ennþá hljóm- grunn með Aröbum." Þótt margt sé enn með fornu sniði í Saudi- arahíu, veröur þó vart ótvfræðs framfarahugs hjá alinenningi. Öfáir hiröingjar selja úlfalda sína og kaupa vörubíla í staðinn. Viö- skiptahöldar hafa uppi ráöageröir um oliuhreinsunarstöövar og jafnvel sölustöðvar á Véstur- löndum. og ný stétt er orðin til í landinu — tæknikratar. „Sá Saudiarabi, sem nú er oftast neí'ndur, er ekki konungurinn, heldur Ahmed Zaki Yamani, olíu- málaráðherra," er haft eftir bandarískum embættismanni. Kn þótt Feisal, með olíuauð sinn og tæknikrata, sé óneitan- lega þýðingarmikill, er annar óumdeildur foringi Araha, sem sé Anwar Sadat, forseti Egypta- lands. Þó hefðu fáir trúað því forðum, að svo mundi fara. Fram að októberstríöinu virtist svo sem Sadat væri fyrst og fremst mál- skrafsmaöur, én ekki fram- kvæmda. Sadat varð ungur liðs- foringi i her Farúks konungs sællar minningar. Þá haföi hann uppi hverja ráðagerðina annarri langsóttari um uppreisnir og verkföll gegn hinum illræmda kóngi. En þegar loks kom að því, að Nasser og menn hans tóku völdin missti Sadat af öllu saman — hann hafði farið í bíó og þegar hann kom þaðan voru úrslitin ráö- in. Áriö 1971 þusaði hann einnig án afláts um það, að þetta væri ,,ár ákvöróunar" og hvatti Araba til að búa sig undir „komandi striö" vió israelsmenn. En áriö 1971 leiö án þess nokkuö gerðist. Hins vegar breyttist álitiö á Sadat allnokkuð í fyrrahaust, þegar herir Egypta réðust yfir Súesskurð, inn á yfirráöasvæði ísraelsmanna og stöðvuöu fram- sókn þeirra. Þaö verður mikið af- rek, ef honum tekst líka tilraun sín til að koma á friöi í Miðaustur- löndum og enda þannig einhver skæðustu átök í sögu þjóðanna. Nái þetta fram að ganga verður framtíð Araha óneitanlega mun bjartari en áöur. „Þaö er hreint ekki óliklegt, aö honum takist þetta," segir arabískur ritstjóri. „Ekki vantar hann gáfurnar, eöa hugrekkió. Nú þarf hann aðeins að hafa heppnina með sér.“ Þess verður vissulega víóa vart í Egyptalandi, aö friðarvilji Sadats sé einlægur. Fyrir skömmu siöan hætti sjónvarpió i Kaíró aö útvarpa auglýsinga- myndum greiddum af rikinu, þar sem sáust glefsur úr októherstríö- inu, en snotrar stúlkur sungu hrífandi baráttusöngva. í staó þeirra eru nú komnar myndir af verksmiðjufólki og hændum að starfi. Sýningunni á herteknum ísraelskum hergögnum var skyndilega lokaö, en alþjóðleg bókasýning opnuö í staöinn. Og fleira má nefna til dæntis um friðarvilja Sadats. Hiö hálf- opinbera dagblað, A1 Ahram, sagði frá því nýlega, að forseta- bréf veröi bráðlega sent öllum egypzkum hermönnum og þeir spurðir hvaða framtíðarstarf eöa nám þeir kjósi sér helzt. Var þetta fyrsta merki þess, aö í bígeró væri að leysa upp egypzka herinn, a.m.k. aó einhverju leyti; en her- inn telur 300.000 manns. Dag- blaöið skýröi ennfremur frá því, að allri ritstkoðun yrði aflétt i landinu, nema ritskoóun hernaöarfrétta. Þessar upplýs- ingar þóttu einkum eftirtektar- verðar fyrir þá sök, aö |iær komu frá hinum nýja aðalritstjóra A1 Ahram, Ali Amin, sem tók viö ritstjórn fyrir nokkrum vikum, þegar Sadat vék fyrirrennara hans, Múhammeö Heikal, frá blaðinu. Heikal var náinn vinur Nassers heitins forseta, og haföi lengi verið i eldlínu egypzkra stjórnmála. En hann haföi undan- farið látiö i ljós ótrú á sáttatil- raunum Sadats viö Israelsmenn og taldi Sadat að lokum, að Heikal heföi farið yfir mörk sin og vék honum frá. Þó er meira um vert, að ríkis-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.