Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 3
Cú lægu ókunnu landi, yrði því öSruvísi fariS. Hún yrSi gift — hún Eveline. Þá mundi fólk sýna henni virSingu. ÞaS yrSi ekki fariS meS hana eins og farið var meS móSur hennar. Jafnvel nú fannst henni á stundum. aS hún ætti enn reiSi föSur síns yfir höfSi sér; þótt orSin væri meir en nítján ára. Hún vissi, aS þaS var það, sem olli henni hjartslættinum. Hann barði hana aldrei í uppvextinum, eins og hann barði þá Harry og Ernest, þvi hún var stúlka — en upp á sfð- kastið var hann farinn að hafa f hótunum og segja, hvað hann skyldi gera viS hana, ef ekki væri vegna móður hennar sálugu. Og nú hafði hún engan sér til vemd- ar. Ernest var dáin og Harry, sem skreytti kirkjur, var næstum aUtaf einhvers stað- ar uppi f sveit. Og hún var orðin óumræðilega þreytt á hinu endalausa rifrildi um peninga á laugardagskvöldum. Hún lét alltaf allt sitt kaup af hendi rakna, það voru sjö shillingar, og Harry sendi það, sem hann gat — vandinn var að sækja fé f greipar föður hennar. Hann sagði, að hún sólundaði peningunum; henni væri ekki sýnt um fé, hann ætlaði ekki að fá henni það sem hann aflaði hörðum höndum, til þess hún kast- aði þvf á glæ, og þannig gekk dælan, þvf yfirleitt var hann f illum ham á laugardagskvöldum. A endanum fékk hann henni pen- ingana og spurði. hvort hún hefði nokkuð hugsað sér að kaupa f sunnudagsmatinn. Svo varð hún að hraða sér út sem mest hún mátti og verzla, og heldur fast um svörtu leðurbudduna meðan hún olnbogar sig áfram f mannþröng- inni, og hún kemur seint heim úr kaupstað undir klyfjunum. Hún átti fullt f fangi að halda saman heimilinu og sjá um það, að litlu börnin tvö, sem falin höfðu verið hennar forsjá, sæktu skólann að staðaldri og fengju reglulega að borða. Þetta var erfitt verk — erfið ævi, en nú er hún var f þann veginn að fara, þótti henni ævi sú ekki með öllu ill. Hún var f þann veginn að kanna nýja stigu; ásamt Frank. Frank var mjög góður, karlmannlegur, göfuglyndur. Hún átti að fara með honum á skipinu um kvöldið. verða konan hans og búa með honum f Buenos Ayres, þar átti hann heimili, sem beið hennar. Hún mundi ósköp vel er hún sá hann fyrst; Hann hélt til f húsi við aðalstrætið, þar sem hún kom oft. Virtust nokkrar vikur sfðan. Hann stóð við hliðið og hafði ýtt húfunni niður á höfuðið og hár hans féll í óreiðu fram yfir útitekið andlitið. Svo kynntust þau. Hann hitti hana utan við Búðina á hverju kvöldi og fylgdi henni heim. Hann fór með hana á Tatarastúlkuna og hún var ör f skapi, er hún sat þar hjá honum á óvanalegum stað f leikhúsinu. Hann var afar tónelskur og átti til að taka lagið. Fólk vissi, að þau voru að draga sig saman og þegar hann söng um stúlkuna, sem elskar sjómann, fór hún alltaf þægilega hjá sér. j fyrsta lagi hafði það vakið henni gleði að eignast pilt, og svo fór henni að þykja vænt um hann. Hann sagði sögur af fjarlægum löndum. Hann hafði byrjað háseti, með pund á mánuði, á einu skipi Allanfélags- ins, sem sigldi til Kanada. Hann taldi henni nöfn skipanna, sem hann hafði verið á og nöfn hinna ýmsu fyrirtækja. Hann sagðist hafa hlotið happ f Buenos Ayres og aðe ins komið aftur til sfns gamla lands að njóta Iffsins. Að sjálfsögðu komst faðir hennar á snoðir um ástarævintýri þetta og bannaði henni allt samneyti við hann. „Ég þekki þessa sjóara", sagði hann. Dag nokkurn lenti honum saman við Frank upp frá þvf varð hún að hitta unnusta sinn á laun. Það leið á kvöldið f götunni. Hvfta tveggja bréfa f kjöltu hennar dofnaði. Annað var til Harrys, hitt til föður hennar. Ernest hafði verið uppáhaldið hennar, en henni þótti Ifka vænt um Harry. Hún fann, að faðir hennar gerðist nú gamall; hann mundi sakna hennar. Á stundum gat hann verið mjög góður. Ekki alls fyrir löngu hafði hún legið rúmföst heilan dag og hann þá lesið henni draugasögu og ristað handa henni brauð við eldinn. Öðru sinni, meðan móðir þeirra var á Iffi, fóru þau öll í skemmtiferð til Hill of Howth. Hún minntist þess, að faðir henni setti upp hatt móður hennar og kom þeim börnunum til að hlæja. Hún var að verða of sein, en hún sat áfram við gluggann, höfuð hneigt að gluggatjöldunum og andaði að sér þefnum af rykugum baðmullardúki. Niðri á götunni heyrði hún leikið á lírukassa. Hún kunni lagið. Skrítið, að það skyidi berast henni einmitt á þessu Jtvöldi og minna hana á loforðið við móður hennar, loforðið að halda heimilinu saman eins lengi og hún gæti. Hún mundi síðasta kvöldið í veikindum móður sinnar; hún var aftur stödd I þröngu dimmu herbeginu hinum megin Framhald á bls. 14 EVELINE Smösaga eftir James Joyce Hún sat við gluggann og horfði á kvöldið koma f strætið. Höfuð hennar hneigðist að gluggatjöld- unum, f vitum hennar var lykt af rykugum baðmullardúki. Hún var þreytt. Fáir fóru hjá. Maðurinn úr sfðasta húsinu gekk hjá, á leið heim til sfn. Hún heyrði skóhljóð hans, smelli á steyptri stéttinni og marr á stfgnum framhjá nýju húsunum rauðu. Einu sinni var þarna völlur, þar sem þau iéku sér. Svo keypti maður frá Bel- fast völlinn og byggði á hon- um hús — ekki eins og litlu brúnu húsin þeirra, heldur Ijós tfgulsteinshús, með gljá- um þökum. Börnin úrgötunni léku sér á þessum velli, börn þeirra Devines, Waters, Dunns, Keogh litli krypplingurinn, hún, bræður hennar og systur. Þó lék Ernest sér aldrei — hann var of stór. Oftar en ekki rak faðir hennar þau inn af vellinum með svartþyrnistafnum sfnum. Þó var eins og þau væru heldur ánægð f þá daga. Faðir hennar var ekki afleitur og móðir hennar auk þess enn á Iffi. Það var langt um liðið; hún og þau systkinin öll upp- komin, og móðir hennar var dáin. Tizzie Dunn var Ifka dáin og Watersfólkið farið aftur til Eng- lands. Allt breyttist. Nú var hún á förum eins og hinir, hún var að fara að heiman. Heiman! Hún leit f kring um sig f herberginu og skoðaði alla þess kunnuglegu muni, sem hún hafði þurrkað af einu sinni f viku árum saman, og skildi sfzt hvaðan f ósköpunum allt þetta ryk kæmi. Kannski sæi hún þessa kunnug- legu hluti aldrei framar; hana hafði aldrei órað fyrir þvf, að hún yrði frá þeim skilin. Hún hafði látið til leiðast að fara, fare að heiman. Var það ráð- legt? Hún reyndi að vega spurn- inguna f huga sér. Heima hjá sér hafði hún að minnsta kosti mat og húsaskjól. og hér hafði hún um sig fólk, sem hún hafði þekkt alla ævi. Auðvitað vann hún baki brotnu, bæði heima og f vinnunni. Hvað yrði sagt um hana í Búðinni, þegar þau kæmust að þvf, að hún Kölluð flón, kannski — og skarðið fyllt með auglýsingu. Fegin yrði ungfrú Gavan. Hún talaði alltaf hranalega til hennar og einkum, ef aðrir heyrðu. „Ungfrú Hill, sjáið þér ekki, að frúrnar bíða?" „ Fljótar nú, ungfrú Hill." Hún mundi ekki gráta Búðina. En f nýju heimkynnunum, f fjar- FIMM LJOÐ eftir Henrik Norbrandt Jóhann Hjálmarsson þýddi ÞAÐ ER SVO MIKILVÆGT Það er svo mikilvægt á hvaða hátt þérersagt að hvernig þú lagar é þér hárið með hugann bundinn við eina litla freknu þegar þú speglar þig eitt kvöld f glugga sem snýr f vestur er næstum þvf jafn fallegt og vorið sjálft LJÓÐ UM DAUÐANN Dauðinn Ifkist mest hafinu þegar máninn brýst gegnuin skýin og þú ert dáinn og getur ekki lengur ort Ijóð um dauðann HEIMKOMAN Foreldrar þfnir eru orðnir foreldrar annarra og systkini þfn nágrannar. Nágrannarnir eru orðnir nágrannar annarra og aðrir eru búsettir f öðrum borgum. Frá öðrum borgum snúa þeir heim nákvæmlega eins og þú. Og það er jafn fráleitt að þeir hitti þig eins og þú hittir þá. Á LEIÐ NIÐUR Á leið frá Isparta uppi í fjöllunum til Antalya við hafið sitjum við f vagninum, höldumst f hendur og tölum saman. Sólin roðar snæviþakta f jallstinda á leið niður. Á leið niður frá fjöllunum til hafsins eftir öllu að dæma á miðju æviskeiði tölum við hvort við annað án þess að leyna neinu. Kvöldsólin roðar alla snæviþakta fjallstinda. ÞEGAR ÉG SNERTI ANDLITÞITT Þegar ég snerti andlit þitt eru það þeir sem dóu snemma — án þess að ná til litla fjallaþorpsins við sólarupprás þeir sem aldrei fengu að strjúka veggi neðansjávarhýsanna með ofurviðkvæmni eins og varir ófæddra barna og fengu aldrei að hlusta á eigin raddir f hrörlegum gistiskála í eyðimörkinni — sem hlotnast þetta allt í endurskini augna þinna. )

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.