Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 9
„Yfirstéttin ö Islandi hefur œvinlega stundað bökmenntir, en smöbœndur og almúgafölk dútluöu viö hverskonar handverk og myndlist." A8 ofan: islenzk baðstofa. Að neSan. Nútfma stofa [ Reykjavlk. Húsgögnin teiknaði Gunnar Magnússon. húsgagnaarkitekt. nnskepnan er þannig innrétt- uo, að hún lýtur ekki aðeins líkamlegum Iögmálum heldur einnig andlegum og þarf að nær- ast andlega ekki síður en likam- lega. Og mergurinn málsins er sá, eins og ég gat um í upphafi, að list og not eiga að fara saman, en eru ekki striðandi aðilar. — Þannig að listin getur borg- að sig á veraldlega visu? — Já, já, það er engin skömm að viðurkenna það. Frændur okkar I Skandinavíu hafa hagnazt prýðilega á haglegum og vönduð- um listiðnaði, en það er eins og iðnrekendur hérlendis séu fyrst að átta sig á því, að það geti fært þeim hagnað að taka tillit til list- rænna lögmála. Þetta er nú svolít- ið að koma, og á undanförnum árum hefur orðið nokkur breyt- ing til batnaðar í íslenzkum iðnaði, en það vantar óskaplega mikið upp á, að ástandið sé viðun- andi. — Og hvað er helzt til bragðs að taka? — Við þurfum fræðslu og aftur fræðslu. Á sama hátt og enginn getur orðið listamaður án þess að hafa notið fræðslu, getur enginn notið listar án þess að hafa ein- hverja grundvallarþekkingu f list- rænum efnum. Að þessu leyti get- um við litið á list sem hverja aðra grein eða viðfangsefni. Það er ekki hægt að legja raunhæft mat á eitthvað, sem maður hefur ekki hugmynd um, hvernig er gert. — Er þá engin eðlishvöt í manninum, sem hann getur stuðzt vió? — Ég anza þessu bara ekki. Það er alltaf verið að tala um ein- hverjar eðlishvatir, sem gera menn að listamönnum, og þess vegna virðist hver og einn geta vaðið inn i fagið og stillt sér upp við hliðina á mönnum, sem eiga að baki margra ára nám og vinnu. Þetta nær ekki nokkurri átt. Og þótt þú þykist hafa gaman af því að horfa á málverk, geturðu ekki dæmt um meðferð listamanns á litum, ef þú veizt ekkert um liti á annað borð.— Blaðamaður gerist gneypur yfir þessum reiðilestri, en Hörður hlær og bætir við — auðvitað höfum við öll listræna til- finningu, mismunandi mikla; okkur getur fundizt einhver hlut- ur góður eða slæmur, en við þurf- um þekkingu til að meta hvers vegna. Þetta er það, sem fólk virð- ist ekki skilja, en við verðum að fá þaðtil aðskilja. — En hvernig á að koma allri þessari fræðslu á framfæri, ef einskis frumkvæðis er að vænta af opinberri hálfu? . — Það verður að ýta við þvi, og félagið Listiðn, sem er samband listiðnaðarmanna, iðnhönnuða og arkíteka, er að fara i gang með rækilega kynningarstarfsemi i sjónmenntamálum. Þetta félag er tiltölulega nýtt og hefur margs konar áform á prjónunum, m.a. er ætlunin að halda stóra list- iðnaðarsýningu eftir 1—2 ár, stofna listiðnaðarmiðstöð og stuðla að bættum menntunarskil- yrðum í listiðnum. En fræðslu- starfsemin er núna efst á blaði, og ef vel til tekst, ætti að skapast aukinn skilningur og bætt mat i listrænum efnum. Það er út af fyrir sig áfangi, að menn úr hin- um ýmsu listgreinum átti sig, að þeir hafa samstöðu og vilja vinna að þvi í sameiningu að skapa manneskjulegra umhverfi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.