Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 13
s Rúmur mánuður til jóla. Ojæja, ekki er seinna vænna að hefjist hin blessaða kauptíð, sem lýsir upp skammdegið. Var ekki eitthvað, sem við ætluðum að gera í fyrravetur, eða í sumar; alténd þó f haust? En viti menn, það stendur enn ógert og aðeins rúmur mánuður til jóla. Kannski var það skrifborð í herbergið hans Óla, ný málning á herbergið hennar Gunnu litlu, eða kannski hefur konan vakið á því athygli svo ekki verður lengur um villst, að frystikistan er of Iftil — og það ku ennþá fást ein á gamla verðinu. Nú er allt að komast í eindaga. Allir óbrenglaðir menn sjá, að nú verður þetta ekki saltað öllu lengur. Fyrir jól, fyrir jól — þannig hljómar ísmeygilega skipandi rödd; hún liggur orðið f loftinu og rödd samvizkunnar f eigin brjósti er farin að taka undir. Látum oss hefjast handa; mál er að hefjist hin blessaða kauptfð. Nú er að dansa með gullfótinn kringum gullkálfinn; ennþá er eitt og annað til á gamla verðinu og kaupmaður- inn segir með postullegum sannfæringar- krafti, að miklar hækkanir séu framundan. Fljúga seðlar og tékkar, sumt þvf miður gúmmítékkar, þegar allt annað þrýtur. Og Bleðlasankinn, sem Flosi nefnir svo f nýrri bók, hann græðir á gúmmítékkunum og getur kannski haldið áfram að byggja virkið við Arnarhól. í svoleiðis virki eiga að vera fall- byssur, fallegar fallbyssur, sem eru pússaðar á hverjum degi, og nú ættu læonsklúbbarnir að fá kvenfélögin í lið með sér og hefja söfnun til þess að gefa fallbyssur í virki Bleðlasankans; það gæti þá orðið verulega fallegt. Við lifum á öld hins geigvænlega taprekst- urs. Úr hverju horni þjóðfélagsins heyrist barlómsvæll, sem orðinn er að sfbyiju eins og söngurinn um allt, sem þarf að gera fyrir jólin. Aldrei hafa fyrirtækin tapað eins stórkostlega og flestar stéttir þjóðfélagsins hafa borið mjög skarðan hlut frá borði f sfðustu samningum. í þessum þjóðkór heyrist naumast lengur til bænda, sem framundir þetta hafa þó talið búmannlegt að berja sér. Flugfélögin tapa svo gressilega, að líklega verður bráðum að láta vélarnar fljúga á einum hreyfli og elztu menn muna ekki annað eins tap og nú um skeið hjá frystihúsunum. Þótt margt sé fallvalt og óstabflt f efnahagslifinu, er þó hægt að treysta einu: Að á skuttogurum er örugglega hægt að tapa. Þessvegna vilja nú allir kaupa sem mest af skuttogurum og fá að taka þátt í tapveizlunni miklu: Bæjarfélög, bæjarútgerðir, einstaklingar, hlutafélög og familfur. Það hrærir hjörtu vor að fregna, hvað margir eru fúsir að tapa fyrir hugsjónina. Og f þeirri könnun, sem sjávarútvegsráðherrann ætlar að láta fara fram á stöðu útgerðarinnar, kemur áreiðanlega f Ijós, hvað margir út- gerðarmenn búa hraksmánarlega illa og hvað þeir verða að aka f afleitum bflum. Næstmest hrærir svo viðkvæm hjörtu vor að heyra úr öllum áttum, hvað kaupmenn búa við sorglega lága álagningu. Á bágum kjörum þeirra þyrfti einnig að gera rækilega könnun. Útgefendur tapa f stórum stfl á hverri bók og rithöfundar eru f þann veginn að leggja penn- ann á hilluna, því nú borgar sig ekki einu sinni að skrifa miðilsbók, hvað þá vandaðan eldhús- róman. Já, það er hryggilegt, hversu fskyggilega molnar utan úr gullfætinum í dansinum mikla kringum kálfinn. Með sama áframhaldi verður áreiðanlega að taka upp tréfót innan tíðar. Þó er bót í máli og huggun harmi gegn, að bankarnir virðast ekki tapa; að minnsta kosti hefur það ekki verið gert lýðum Ijóst. Þar er þó að minnsta kosti ein atvinnugrein, sem plumar sig og er spurning, hvort ekki ætti að fjölga þeim til muna. Þá komast enn fleiri f bankaráðin og það verða ennþá fleiri stólar handa þeim, sem flokkarnir þurfa að verð- launa fyrir dyggilegan stuðning á erfiðum stundum. í kaupbæti fá þeir svo sem eina fálkaorðu og merkt bflastæði f miðbænum. Þetta er góð lausn. Og þægileg vegna þess, að allir geta orðið bankastjórar. Merkasta uppgötvun Alþýðublaðsins á ár- inu er sú, að það eru bara 195 metrar til jafnaðar milli banka, þegar farið er eftir endi- langri Reykjavík. Með öðrum orðum: Það á aldrei að geta orðið lengra en 97 metrar og 50 sentimetrar f næsta banka. Sæmilega röskur maður á að geta komizt þessa vegalengd á 12 sekúndum, ef hann liggur ekki eftir í startinu. En bankarnir þurfa að byggja meira en þeir gera. Til dæmis þyrfti að byggja vel og vand- lega yfir alla þá, sem maður sér að bfða á tröppunum á morgnana og ætluðu sér að verða fyrstir f röðinni inn til bankastjórans. Það er hart að þurfa að byrja daginn eins og útgangshestur, þegar maður ætlar að fara að taka jólavíxilinn. Og það má ekki dragast degi lengur; ekki veitir kaupmönnunum af að fá aurana eins og álagningin er litil. Vonandi geta þeir sagt eins og gamall kollegi þeirra: „Ég tapa alitaf dálitlu á hverjum hlut. En ég vinn það bara upp með veltunni." Gfsli Sigurðsson. / ' 1 ** 1 -—*—■ ’ V Mm&. 'oHfi' ÆS|Ð FoR- 56TM. Kv-J eKuRj 77 I . 1 ÆR ÚElk Nafm -OF-J W* vT' HL- 7 0- 'f? ^ SPIL HA VV i /r/fRíR 1 N 0. Fofí- /JRFw 5£F- A © I e 1 c. of> u ffíLT- LÖA. LTöB ’A "fkri HAR VlTR- AR / K'A'P? 4^ ÍKICI um Aælí( NftFN ffiÚAÍÍ L£IB- roai LIM ersiÐ öoTw. FfUt- ‘Ð 5f» rn - H uT. Hol n svh- srÁv- /tR- J>ÝF rflK- KfluP ' frfiWP. rnutna V£KK- ÍLASA Kvie/NF FÚSKI 1<vew- U AT(J HMoTr UR| fúN foR- sarrf. áUB- IR HfeÐ ö'v&ia e/Ní FoR HhCc oVR UP-- Í>S>- U (j’ /£> rkiLL\ R ST íó'íXN O K - MulTflMo J>* R A FoR- NfíFN 3 eitss ■ KEIÐ P-. l M N T g IVS SRtM- TCsNú' lhi<L j Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 'VÍI aLílxN F*«- LANC- LOIK- hN S/Éf/I “ UM o A R -b* V 1 © A © 3|;í 8 A UHC.- F 0 L A R l Arj- HLf) 0 r líTT; pHFN s £ N PiUC- A M A R f.XOoj H e L F T 1 M m R eir Ufi. 5 AFKX- sm- 1 r* JKIF •foVn B A' T A ’VACfl 's'mC •t 0 S A \AV \ . K ýfi B A U L A PRAC- P«LC r R £ K K S i evi.i KíNO 5JÓN LfíUi filO ? ÍF 8 R. E M M A N t) 1 -í K- E vc T HÍP- 1Ð 8 FL L 1 Ð pýnfí- HlTo'í 6. N A ÍMfl 0«tf) H V Á JlEIL- UR Klun- Wufiw hP- 1 V£R- uf- \A f? I M 5TO0A M A 5 ££ L T U F A R 1 Ð KARL- DVftl M LJ.<- LIMI K E R r í oyfíf- Á S A A f*T, fiAAM 1 ■ r L A M 0 A R y N 'o R A C.K- it-e- 1 M W L SON- t-inB 10. R A u L A t) 1 R HlAti K A' ú.\ N 0 / FóRu &UR1 H u R F u ‘Wf' KlAKl B Ð R A 5 r VefiK F/ERI N i\ r A M E fi. 1' K A f|£l R EiMS r T jPlS A D % S I Gt R A R HUL' S 1 M M i A L 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.