Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Side 4
Joan Bennett var komin af miðstéttarfólki og alin upp í friðsamlegu og öruggu umhverfi. Hún var sizt búin undir stríð það og storma er biðu hennar, er hún giftist Edward Moore Kennedy. Fram að þvi hafði hún naumast haft um annað að hugsa en lærdóminn, skólaböll, hljómleika og þvi um likt; hið nýja umhverfi var henni með öllu framandi, frægt fólk. auðæfi og völd, metorðagirni, ráðabrugg. óvild og fjölskylduharmleik- ir og næstum daglegt brauð. Faðir Joan hafði haft það að tómstundaiðju að setja á svið leiki, og móður hennar leið bezt, er hún sat að saumum. Karlmennirnir í Kennedyfjölskyldunni ræddu um það eins og sjálfsagðan hlut, að þeir yrðu einhvern tíma forsetar Banda- ríkjanna — og urðu það jafnvel. Því fór fjarri, að Joan væri undir þetta lif búin. Hún var hlédræg og feimin, hún varengin iþróttakona, og henni fannst heldur lítið verða úr sér í samanburði og samskiptum við Kennedyættina, sem alltaf var á ferð og flugi. þoldi enga linku og var þrjózkari og harðari af sér en sá svarti sjálfur. Hún var heldur ekki búin undir þá harmleiki, sem hún átti eftir að taka þátt í oq það skömmu eftir brúðkaup sitt. Hún hafði ekki haft að segja af dauðsföllum og sárri sorg og átti þvi erfitt að sætta sig við örlög sin, og taka hverju þvi með jafnaðargeði, sem að höndum bar. Hún beygði af og brast i grát við þá tilhugsun eina, að maður hennar kynni að verða myrtur, eins og myrtir höfðu verið bræður hans. John og Robert. Hún hafði heldur ekki vanizt slúðri og rógi. en eftir að hún giftist Edward, fékk hún brátt að kenna á hvoru tveggja i rikum mæli. í Washington voru „siðustu ástarævintýri" manns hennar rædd að heita mátti daglega svo hún heyrði eða frétti og henni bárust bréflega i stórum stil hótanir og svivirðingar frá alla vega geðbiluðu fólki. En í stað þess að reyna að hefjast af eigin verðleikum, tók hún að „keppa" við Kennedyfjölskylduna og það varð henni örlagarikt. Því meira, sem hún reyndi, þeim mun fremur fór hún halloka, hún fylltist minnimáttarkennd og kjarkurinn fór óðum þverrandi. Nú hefur Kennedyættin öll fengið fylli sina af sorgum og áhýggjum, en þó hefur máski ekkert þeirra sætt öðrum eins þrengingum og Joan. "Hún fæddist i New York árið 1 936 og var heitin eftir móður sinni Virginiu Joan Stead, sem árið áður hafði gifzt Harry Bennett, en þá starfaði við auglýsingar. Tveimur árum siðar fæddist þeim hjónum svo önnur dóttir, sem heitin var Cand- ace. Virginia, móðir Joan, var mikil saumakona, saumaði sjálf allt á börn sin, kenndi þeim sjálfum að sauma og leika á slaghörpu. Harry, faðir þeirra, var úrvals fjölskyldufaðir og börnin áttu rólega og örugga æsku úti i Bronxville, þar sem þau bjuggu þá. Þau fengu ágæta menntun, eins og hæfði börnum sæmilega stæðra foreldra — efti miðstéttarfólks" — og æska Joan leið við endalausa dansleiki, ferðalög. leiki og ástarævintýri. Hún var bæði falleg og vel vaxin og komst m.a.s. svo langt. að hún var kjörin fegurðardrottning Ber- múda, og fékk tilboð frá tizkufirma. Hálfu öðru ári seinna, er hún var tekin til starfa hjá fyrirtækinu, kom húsbóndi hennar að henni dag einn, þar sem hún sat á tali við ungan mann, sem hann bar ekki kennsl á. — Hver er þessi feiti náungi, sem Joan er að tala við? spurði hann einhvern viðstadda. Það var þá Edward Kennedy, ungur lögfræðistúdent frá Virginiu. Ekkert kannaðist húsbóndinn við hann og lét hann þau orð falla, að Joan hlyti að eiga völ á „einhverju betra en þessu". Trúlofun þeirra var gerð heyrinkunn tæpu ári seinna og i september 1958 gengu þau i hjónaband. Þau fóru í þriggja daga brúðkaupsferð. en flugu þvi næst aftur til Virginíu og Ted hóf nám að nýju. Ári seinna lauk hann svo prófi og ungu hjónin héldu heim til Hyannis Port, aðalstöðva Kennedyættar- innar. Var nú tekið að leggja á ráðin um framtíðina. Fjölskyld- an var á einu máli um það. að John, sem þá var öldungadeild- arþingmaður fyrir Massachusettsfylki, skyldi freista þess að komast i forsetaframboð og Ted ákvað að snúa sér að þvi að vinna að kjöri bróður síns. Joan gerði sér þegar grein fyrir þvi, hvað þetta mundi hafa i för með sér. Ted yrði á ferð og flugi og hún yrði annað hvort að fylgja honum ellegar sitja heima og bíða fregna. Hún tók síðari kostinn. Hún fór heim til foreldra sinna i Bronxville og reyndi að drepa timann með bóklestri og pianóleik meðan hún beið þess, að Ted hringdi. Jafnframt átti hún von á fyrsta barni sinu Kara Anne, sem fæddist í febrúar 1960. Einmanakennd hennar jókst enn að mun, þegar John F. Kennedy hafði verið valinn frambjóðandi Demókrataflokksins í nóvember 1960, og það var þá fyrst er kosningabaráttunni lauk eftir marga mánuði. að Ted og Joan gátu flutt I sitt nýja heimili í Boston. Ted tók til opinberra starfa, en Joan sat heima og gætti bús og barna. Ekki leið á löngu þar til hún varð barnshafandi á nýjan leik og i september 1961 ól hún son, sem skýrður var í höfuðið á föður sinum. En það var stutt i þessari sæu. John var orðinn forseti, sæti hans i öldungadeildinni autt og Kennedyfjölskyldan var á einu máli um það. að Ted einum bæri það sæti. Joan varð að sjá á bak rólegu og friðsælu einkalífi og taka þátt í nýjum kosninga- slag, eins og gerði allt hitt kvenfólk fjölskyldunnar. Hún vildi það heldur en sitja heima við simann. Þessu lyktaði svo, að í janúarmánuði 1 963 fluttust þau Ted og Joan Kennedy til Washington. Ted hafði náð kjöri til öldungadeildarinnar. Joan beið nýtt og heillandi líf. — Hvers getur stúlka krafizt meira, sem er aðeins tuttugu og sex ára gömul, hefur aldrei orðið fyrir áföllum, er mágkona forsetans, mágur hennar dómsmálaráðherra og eiginmaður hennar ný- orðinn öldungadeildarþingmaður? sagði hún einhverju sinni, er þetta barst í tal. Þó má vera, að hún gæti óskað sér einhvers meira. Einnig i JOAN KENNEDY Hún hefur sannreynt aö gœfa og gjorvileiki fara ekki alltaf saman Effir Lester David KONUR I SVIÐSLJÓSINU Washington fór það svo, að Joan sat heima og gætti barn- anna, en Ted var á þeytingi um allar jarðir. Hún vandist þessu smám saman. Hún dró sig i hlé og reyndi að láta litið á sér bera. Þegar vikublað nokkurt kaus hana eina af tiu fegurstu konum Washingtonborgar varð hún blátt áfram miður sin. — Hvers vegna einmitt ég? spurði hún. Ég hef ekkert gert svo ég eigi þetta skilið. Henni fannst litið verða úr sér við hlið hinna kvenna fjölskyldunnar. Hún dáði þær fyrir sjálfstraust, jafnvægi og sálarstyrk. Hún vildi þóknast fjölskyldunni og tók það ráð að keppa við hinar; þótti það sigurstranglegast. En það mistókst hvað eftir annað og hún varð sifellt niðurdregnari. Hún reyndi hvað hún gat að verða jafnfær mágum sinum og mágkonum i iþróttum og leikjum og, jafn fáguð og Jacqueline, sem hún dáði mest allra. En allt kom fyrir ekki. Loks var hún komin á þá skoðun, að Ted hefði átt að kvænast yngri systur Fjölskyldan hefur margt mátt þola. Eitt siðasta áfallið var að taka fótinn af syni þeirra hjóna eftir að Ijóst var, að hann var með krabbamein. hennar, Candace. sem er mikil hestakona og prýðis tennis- og golfleikari. Sjálf hafði Joan ofnæmi fyrir hestum. Ted hafði fylgzt með hinum örvæntingarfullu tilraunum konu sinnar og hafði ráðið henni til þess að hætta þessu, en snúa sér að einhverju sem henni væri sjálfri hugleikið. Hún tók þetta til greina. Hún varð stjórnarfélagi National Symphony Orchestra og lét jafnvel til leiðast að leika sögu- konu í uppfærslu hljómsveitarinnar á Pétri og úlfinum eftir Prókoféff í Washington. — Ég var skelfingu lostin f fyrstu, en Ted taldi í mig kjark og þegar ég loks stóð frammi fyrir þessum 4000 áheyrendum var ég orðin sallaróleg. Daginn eftir var mynd af mér i blöðunum — en ekki Ted eins og venjulega, og börnin urðu himinlifandi. Þetta var henni þýðingarmikill sigur. Hana þyrsti f viður- kenningu Kennedyættarinnar og einkum þó ættmóðurinnar, Rose Kennedy. Þegar náinn vinur hennar hældi henni fyrir frammistöðuna, eftir hljómleikana, sagði hún í bænarrómi: *— Viltu nú ekki vera svo góður að skrifa tengdamóður minni og segja henni þetta? Henni varð æ mikilvægara að hljóta viðurkenningu vegna eigin verðleika. Hún fékk brátt sitt tækifæri til þess að sýna hvað f henni bjó. Það gerðist u.þ.b. hálfu ári eftir, að Kennedy forseti var myrtur f Dallas ! Texas. Ted var á leið til fundar ! Springfield f Massachusetts; hann var f kosningaleiðangri. Flugvélin hrapaði og hann slasaðist Iffshættulega. Joan fór ekki að gráta þegar hún fékk fregnirnar. Nú urðu tfmamót f Iffi hennar. Á leiðinni til sjúkrahússins var eins og allt gjörbreyttist fyrir henni. Ted hafði hryggbrotnað á þremur stöðum og honum blæddi illa innvortis. Á þessari stundu öðlaðist Joan Kennedy nýjan styrk. Aldrei hafði hún þurft þess meira að einhver þarfnaðist hennar; nú var eiginmaður hennar stórslasaður og hann þarfnaðist hennar. Hún ein gat hug- hreyst hann, hjálpað honum til bata, unnið starf hans. Slysið hafði orðið á föstudegi. Næsta mánudag hélt Joan fund með stjórnmálaráðgjöfum Teds. Sýnt var, að Ted yrði að hafa hægt um sig í a.m.k. hálft ár. En hann vildi ekki hætta við kosningaherferðina, og það þýddi, að Joan varð að halda henni áfram f stað hans. Og það gerði hún. Aðeins þremur vikum eftir annað fóstur- lát sitt hóf hún herferðina, sem stóð ! fulla fimm mánuði. Sigurinn varð stórkostlegur. Ted hlaut 76,5% allra at- kvæða. Joan hafði tryggt manni sfnum sæti f öldungadeildinni og þetta vissi hún vel. Hún var bæði glöð og stolt, er hitt fjölskyldufólkið bar lof á hana fyrir frammistöðuna. Þó var hún glöðust, að hún skyldi loks hafa hlotið virðingu og viðurkenn- ingu tengdamóður sinnar. Nokkrum árum slðar, i júnf 1968, rétt eftir fæðingu þriðja barns þeirra hjóna, kom f Ijós, að hún gat jafnvel orðið Ted að enn meira liði. Hann hafði tekið morði Roberts bróður sfns ákaflega þunglega. Þeir Robert liöfðu verið mjög nánir vinir. — Þetta sumar skildist mér loks til fulls, að Ted þurfti á mér að halda, segir hún. Enginn er jafn nákominn manni og eiginkona hans, en ég hafði aldrei áður gert mér fulla grein

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.