Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Page 6
Saga íslensks leiriðnaðar er ekki löng, og þeir sem hafa lagt stund á hann, hafa einkum leitað sér menntunar erlendis. Hins vegar hefur leirkerasmíð um nokkurt árabil verið löggilt iðn- grein hérlendis og hafa 3 nem- endur lokið prófi í henni við Iðn- skólann f Reykjavík frá árinu Í954. Ennfremur er leirkera- smíði kennd við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík, en ekkert samhand mun vera á milli þessara kennslustofnana, hvað greinina áhrærir. Hér munu vera starfandi um 5—6 lcirmuna- verkstæði, og að sögn Hauks Dörs Sturlusonar, sem við höfum heim- sótt að þessu sinni, er þetta orðin vel lífvænleg atvinnugrein, sem virðist njóta vaxandi vinsælda. Á verkstæðinu hjá Hauki getur aó líta margs konar sýnishorn af framleiðslu hans, smáa hluti og stóra, alla vega að lögun. Hann kveðst hafa mesta ánægju af stór- um og grófgerðum búshlutum, pottum, kerjum og skálum, en litlu hlutirnir seljast bezt, og það verður lika að taka mið af kúnn- unum. Þeir eru stundum svolítið lengi að taka við sér, það getur tekið svona 2—3 ár frá þvi að koma hlut á markaðinn, þangað til hann fer að seljast, en þetta selst allt svona smám saman. Hann kveðst vera með í takinu í einu svona 10—15 stykki af hlið- stæðri vöru, lítið af skrautvöru, og flestallt miðað við notagildi. Hlutirnir eiga að diafa sín persónulegu einkenni, það er ekk- ert gaman að handleika hluti, sem allir eru eins. Það hlýtur að vera leiðinlegra að þvo upp 10 bolla, sem allir eru eins, heldur en hvern með sina lögun. Þetta er kosturinn við handgerða hluti, og hann er þungur á metunum. Fjöldaframleiðslan er ódýrari og oft hagkvæmari, en listiðnaður- inn gefur hinu hversdagslega lífi hlýrri blæ. Haukur Dór Sturluson er Reykvík ingur. Hann stundaði fyrst list- nám i Reykjavík, en hélt siðan til Skotlands, þar sem hann lærði leirkerasmíði i tvö ár. Síðar lá leiðin til Kaupmannahafnar, þar sem hann ætlaði sér út í frjálsa ÍSLENZKUR LISTIÐNAÐUR IÞESSUM FORNA LISTIÐNAÐI Um keramik Hauks Dórs Sturlusonar Eftir Guðrúnu EgiLson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.