Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Side 7
 'V'S'.'S að hafa í takinu margar glerungs- tegundir. — Maóur á bara að reyna að ná góóum tökum á því, sem maður hefur. — segir hann. Það er gaman að fást við leir- inn, finnst honum. Hann er lif- andi og skemmtilegt efni, sem lætur vel að stjórn og notalegt er að hafa hann milli handanna, og sveigja hann undir þau form, sem hugurinn býður í hvert sinn. Hins vegar segir hann að þaó stoði litið að reyna að vera frumlegur i þess- ari grein, þvi að menn hafi fengizt vió þetta i þúsundir ára, og öll form og formleysur hafi verið prófuð, þaulprófuð og margpróf- uð. En um það er ekkert hægt að fást. Þessir hlutir eiga að þjóna sinu hlutverki i okkar nútima- þjóðfélagi, eins og þeir gerðu fyrrum hjá kónginum í Krít. myndlist, en keramikið átti' of<- sterk ítök í honum til að hann gæti lagt þaó á hilluna. Þegar heim kom stofnaði hann leir- munaverktæði í Bergstaðastræti, og síðar setti hann á fót verzlun- ina Kúnigund, fyrst við Skóla- vörðustíg, en síðan fluttist hún niður í Hafnarstræti. Verkstæðið rekur Haukur nú í Kópavogi, en innan tíðar flytzt það i framtíðar- heimkynni, sem hann hefur búið því úti á Álftanesi. Hann segir, að það sé mesta vitleysa að reka verzlun samfara listiðnaðinum, en hann hafi þurft að grípa til þess til að koma vör- unni út. Eiginlega væri sniðugra að félagsskapur leirkerasmíða ræki slíka verzlun, en einhvern veginn er það svo, að engin sam- vinna virðist með fólki í þessu fagi, það skortir kannski bara frumkvæðið. En hvernig er með verkstæðin? Fengist ekki betri nýting á þess- um dýru tækjum, ef menn sam- einuðust um þau? — Það er nú bara þannig, að hver vill búa að sínu, og fara sínar eigin götur. Þetta er nú kannski ekki svo óskaplegur útbúnaður, sem maður þarf, rennibekkur og ofn, og smávegis annað. Nei, sam- vinnan væri sennilega raunhæf- ust á sviði verzlunar og kynn- ingarstarfsemi. Þaó er enginn sérstakur aðili, sem sér um kynningu á islenzkum leirvarningi erlendis, og Haukur hristir brosandi höfuðið, þegar ég ympra á glæstum erlendum mörk- uðum. Hann telur, að þangað eigi Islendingar lftið erindi. Viðast hvar erlendis sé grein þessi svo háþróuð, að lítið sem ekkert þýði að keppa um markaðinn, og svo er þessi varningur einkar erfiður og óheppilegur í flutningi. Þaó er því bezt að halda sig við heima- markaðinn. Haukur flytur inn leir eins og flestir kollegar hans hérlendis. Is- lenzkur leir er ekki nothæfur í steinleirsbrennslu, eins og hann hefur, þvi að hann þolir ekki hita- stigið, sem er 1300 gráður á Celsius. Aðrir innlendir aðilar hafa lágbrennslu, og hafa þvi get- að hagnýtt sér íslenzkt hráefni að einhverju leyti, en rannsóknir, sem gerðar hafa verið á islenzk- um leirtegundum sýna, að þær eru yfirieitt ekki heppilegar til vinnslu, meðfram vegna þess, að þær hafa yfirleitt hátt járninni- hald. Hins vegar segist Haukur geta búið til ágætis glerung úr Vonandi prentast myndirnar nægilega vel til þess að litirnir í Keramik Hauks Dórs njóti sin. Jarðlitir, ýmsir tónar af brúnu, er algengasti liturinn. íslenzkum hráefnum og notar hann mikið. Hvernig verða svo leirmunirnir til? Haukur segist venjulega þreifa sig áfram á rennibekknum, en stöku sinnum dragi hann upp formin. Þegar hluturinn hefur fengið lögun sina, er hann þurrk- aður, siðan hrábrenndur, glerjað- ur og sfðan' brenndur með gler-: • v • ' ung. Framleiðsluferlið tekur um 10 daga, og hluturinn er tilbúinn til notkunar. Listmunir Hauks hafa yfirleitt fínleg litbrigði, og jarðlitir, eru mjög áberandi. Hann segir, að steinleirbrennslan útiloki sterka liti, og sjáifur sé hann á móti því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.