Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Blaðsíða 8
I t í i Eftir Gísla Sigurösson Fyrir tíu árum átti ég heima f næsta nágrenni við Elliðaárvog- inn. Þá var aðeins fárra minútna ganga niður að ósum Elliðaánna og ég minnist þess, að hafa marga stund staðið neðan við gömlu brýrnar og dáðst að margbreyt- leik vogsins við flóð og fjöru. Þarna hefur f eina tfð runnið hraun allar götur fram í sjó og hraunnibburnar stóðu sumstaðar uppúr, jafnvel á flóði; á þeim og hólmunum var sérstakur litur ríkjandi, sem ég man mjög vel eftir ennþá. En þar kom að einhverjir „hönnuðir“ fengu þá afleitu hug- mynd að fylla upp voginn; þar var án affáts—og vafalítið með ærn um tilkostnaði — ekið hundruð- um bflfarma af grjóti og möl og sföan öllu saman kyrfilega jafnað út með jarðýtum. Nú blasir þar við sáðslétta, sem er græn á sumr- um og EUiðaánum hefur verið ýtt til hliðar; þær eru í einskonar skurði, sem er tilbúinn af manna höndum og harla ófagur. Þetta er óskiljanlegasta framkvæmd, sem ég hef séð innan Reykjavíkur- borgar: Náttúruverðmæti var sóað fyrir snyrtilegan grasreit, rétt eins og gras — eða landrými yfirhöfuð — væri það sem borg- ina vanhagaði um. Því nefni ég þetta óheilladæmi hér, að í nágrannabænum Hafnar- firði er annar fallegur vogur, sem telst náttúruparadís ásinn hátt og hefur orðið mörgum að augna- yndi. Ét af fyrir sig tæki ekki að minnast á þann vog í þessari andrá, nema af þeirri ástæðu einni, að skipulagsyfirvöld hafa rennt hýru auga til þess að fylla hann upp. Ég segi þetta vegna þess að ekki alls fyrir löngu kom fram tillaga að framtíðarskipu- lagi fyrir Hafnarfjörð. 1 þeirri framtíðarsýn gat að lfta ýmislegt, sem óneitanlega virðist sameigin- legt slíkum tillögum, hvar sem þær koma fram: Að láta reglu- stikuna ráða. Hvaleyrartjörnin — sem sumir Hafnfirðingar nefna Ósinn og aðrir Bátalón — Til vinstri: Bátaskýli sportsiglingamanna við botn tjarnar- innar. Að neðan: Útsýni inn yfir tjörnina af grandanum. Hvaleyrarholtið i baksýn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.