Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Qupperneq 9
Skipasmfðastöðin Bátaión stendur við Hvaleyrartjörn. Hér er fjara og sést, hversu mjög botninn kemur upp. Það er svo að sjá, sem nútíma skipulag bæja sé skrifborðsvinna, þar sem reglustikan ræður ferðinni. Náttúruunnendur og þeir sem af ræktarsemi vilja halda í ýmsar minjar úr fortfð- inni, verða að vera á varðbergi gagnvart þessu reglustikufólki. 1 tillögunni um framtíðarskipu- iag Hafnarfjarðar mátti sjá, að reglustikan hafði verið lögð út á sjó; lína dregin frá hafnargarðin- um og út á móts við miðja Hval- eyri. Innan þessarar reglustiku- línu skyldi allt fyllt upp. Til hvers? Jú, samkvæmt skýringun- um áttu að koma þarna hafnar- mannvirki, vöruskemmur og þessháttar. Væri þessi fráleita tillaga fram- kvæmd, yrði víkin fagra, sem áður er minnst á, meðal þess sem upp yrði fyllt. Þá væri einn feg- ursti staðurinn í Firðinum ekki lengur til og bærinn væri ekki lengur það sem hann er og hefur verið. Allir Hafnfirðingar og raunar margir fleiri þekkja þessa vík, eða þennan vog, sem kannski er þó hvorki vogur né vík, því í dag- iegu tali er oftast talað um Báta- lónið. Eldri Hafnfirðingar kannast þó ekki við það nafn; það hefur helgast af skipasmíðastöð- inni Bátalóni, sem þarna stendur. Hér áður fyrr segja menn að víkin sú arna hafi lieitið Hvaleyr- artjörn og bendir nafnið til þess, að grandinn við víkurmynnið hafi komið uppúr á fjöru. Nú kemur grandinn ekki uppúr, því einskonar renna hefur verið grafin inn i tjörnina til þess að liðka fyrir þeim siglingum, sem eiga sér stað í sambandi við skipasmfðastöðina. En Þorbergur f Bátalóni er þó ekki sá eini, sem þarf á nægilegri dýpt að halda í rennunni: Hvaleyrartjörn er í seinni tíð orðin athvarf sport- sigiingamanna, enda tilvalin til þeirra hluta. Bátaeigendur hafa fengið að öyggja bátaskýli fyrir botni tjarn- arinnar og bátaskýlin eru öll eins og fara vel þarna i fjörunni. Mér skilst, að siglingaklúbbur verði væntanlega stofnaður þarna og kannski er búið að þvf. Siglingar eru vfða vinsælt sport og bæjar- félaginu ber skylda til þess að sjá slíku féiagi fyrir aðstöðu eins og öðrum fþróttafélögum. Mér sýnist, að allgóð aðstaða sé þarna frá náttúrunnar hendi fyrir tals- vert umfangsmikinn siglinga- klúbb. Þó er einn hængur á; Hval- eyrartjörn er svo grunn, að botn- inn kemur nálega allur uppúr á fjöru og siglarar verða að sæta sjávarföllum. Hvað sjálfa skipa- smfðastöðina áhrærir, þá virðist mér hún fara vel þarna; ekki síst vegna þess að umhverfis hana er ævinlega krökkt af mismunandi litskrúðugum bátum, sem setja skemmtilegan svip á umhverfið. Að vísu eru oliutankarnir i holt- inu fyrir ofan litskrúðugir Ifka eftir að rauð klessa var sett á þá, en þeir stinga i augað og eru að minu mati til verulegra lýta fyrir stórt svæði. En það er önnur saga. Áður en lengra er haldið, vil ég gera það að tillögu minni, að ráða- menn Hafnarfjarðarbæjar stingi skipulagstillögunni niður í mjög djúpa hirzlu og kappkosti að gleyma henni. I stað þess að fylla Hvaleyrartjörn upp, legg ég til að Framhald á bls. 16 Á að varðveita þessa fegurð - eða verður tjörnin fyllt upp?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.