Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Qupperneq 10
Niels Hafstein Þegar líður að jólum er skraut- kassinn tekinn fram úr geymsl- unni og upp dregið m.a. eitt dýr- indis glys í gylltu blikki og með festingum fyrir kerti. Þegar kveikt er á kertunum knýr hitinn þrjá engla af stað hring eftir hring, og það glymur í skærum bjöllum. Þarna er „hreyfilistin" lifandi komin! Ekki er mér kunnugt um hvenær þetta glingur kom á markaðinn, en auðséð er hvaðan áhrifin eru: orkugjafinn, hreyfingin, hljómur- inn og sífelld breyting verksins fyrir augum skoðandans, allt eru þetta eigindir uppvaktar af mynd- listarmönnum tilætlaðar að gera lífið fjölbreyttara, þ.e. eigindirn- Yfirlitsmynd úr Listasafni íslands, sem sýnir hversu óeðlilega mikið abstraktmyndum er hampað þar. Einkum er geómetrísk abstraktlist þóknanleg hinum opinbera smekk. ar þjóna óhagnýtum tilgangi augnabliksáhrifa, oftast. FORSAGA Sá listamaður sem fyrstur velti fyrir sér hreyfingu hluta og fyrir- bæra í náttúrunni var Leonardo da Vinci (1452—1519). Rann- sóknir hans varðveittust i fjöl- mörgum handritum og hafa haft mikil áhrif á flest svið vísinda og lista, má þar nefna ljósfræðilegar athuganir í náttúrunni og anatomiskar rannsóknir. Italskir og franskir listamenn gerðu uppdrætti að skrítnum fíg- úrum með tannhjólum og snúningsásum, en hreyfiaflið sjálft var vandamál sem seint tókst að leysa. En árið 1770 varð hér bylting er Svisslendingurinn Pierre Jacquet-Droz bjó til brúðu (dreng) sem gat skrifað. Hann' varð þannig frumkvöðull ýmissa tilrauna, og þá oftast í þágu tón- listarinnar, þ.e. sjálfspilandi ~k' 1 • MENN OG MYNDLISTAR- Eftir Níels Hafstein 1. grein hljóðfæri urðu tizkufyrirbrigði. Til gamans má geta þess að Lud- vig van Beethoven samdi tónverk fyrir einhvers konar orgeldós. UPPHAF HREVFILISTAR Marcel Duchamp er meðal þeirra listamanna aldarinnar sem einna mest áhrif hafa haft á mynd- hugsunina. Hann kollvarpaði við- horfum manna til hversdagslegra hluta með því að færa þá úr venjulegu umhverfi sínu yfir i annað, svo merking þeirra raskað- ist. Notagildið varð aukaatriði en listgildið þeim mun áleitnara. En hann gerði meir: hreyfingin varð afl i verkum hans er hann festi reið-hjól á eldhússtól árið 1913. Þessi framkvæmd hans varð auð- vitað mjög áhrifarík og listafólk kepptist við að útbúa hreyfan- legar myndir. Má þar til nefna Naum Gabo, Liubov Popova, Aleksandr Vesnin, László Moholy- Nagy, Vladimir Tatiin, og Alex- ander Calder, sem einna fræg- astur hefur orðið og víðfeðmastur af hreyfilistamönnum. Hann stúderaði hreyfingar sirkusfólks og bjó til smá-sirkusa með hreyfanlegum fígúrum á slám og í rólum. Þetta iðandi líf í mannlegu samfélagi, tilbúnu umhverfi skemmtunar og spennandi andar- taka heillaði hann. Kunnastur varð Alexander Calder fyrir Mobile-myndir sínar, sem þróuð- ust í svifléttar og glæsilegar loft- myndir eða óróa, þar sem hin minnsta hreyfing andrúmsins lék um verkin svo þau klufu loftið líkt og fiórildi. Annar meistari en frábrugðinn Calder er Jean Tinguely sem gerði notagildi hreyfingarinnar að inntaki í myndum sinum. Hann bjó til verk sem málaði Abstraktmyndir, verk sem hreyfðust úr stað, verk sem kastar boltum o.s.frv. En kunn- asta mynd hans er vafalaust sú sem sett var upp á sýningu i New York 1960, en sýningunni lauk með þvi, að myndin eyðilagði sig sjálf samkvæmt fyrirframgerðri áætlun!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.