Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Page 11
Tónlistarherbergi ! keisarahöllinni í Koyoto, frá 1 7. öld. Hér er auðséð líkingin við flatarform núthnabygginga. Eleanor Atin: 100 stígvélaskór á leið til kirkju. Innlegg ! Kjarvalsstaðadeil- una! Gallery SÚM við Vatnssti'g. HREYFILIST A ISLANDI Á fyrstu samsýningu SÚM 1965, i Asmundarsal á Skólavöróuholti, voru nokkur verk þannig byggð aö þeim mátti breyta, þ.e. skoöandinn færöi til ákveöna hluta verks eöa breytli þvi öllu innan ákveöins ramma, og gat þannig fengiö formskynjun sinni nokkurn farveg. Myndir þessar átti Jón Gunnar Árnason. Tveim árum siðar hélt Listafélag Menntaskólans viö Lækjargötu skúlptúrsýningu i viðbyggingu skólans. Voru verkin lýst sérstak- lega og fengu við það aukna vídd og áherzlu, form hreyfanlegra mynda breyttust i þessari birtu til meiri áhrifa á skoðandann (en áður höfðu skúlptúrverk verið hornreka innanum málverk eða teikningar, eða þá illa fyrirkomið í misjafnlega hentugum söluin). Árið 1969 urðu svo þáttaskil í myndlist hérlendis, þegar áður- nefndur Jón Gunnar Árnason opnaói einkasýningu í Gallerie SUM á hreyfanlegum mynduin sern höföu miklar verkanir. Þarna voru óhugnanlegar maskínur með flugbeitta hnífa, sumar hljóðuðu og titruöu, aórar voru heitar og leiddu straum. Hér var á ferðinni áköf ádeila á tækniþróunina, við- vörun til viðstaddra og jafnframt eggjun um aó snúast til varnar. Á næstu einkasýningu bætti hann enn einu tilbrigöinu viö þessa list- stefnu: rauó efja vall i auga varin hnífum. Fjöreggið skal varðveita. IIREYFING OG SJÓNERTING. Hreyfingin í myndlistinni hef- ur verið margs konar, hún hefur undirstrikað formrænt gildi og gefið þvi líf i svífandi léttleik, hún hefur stuðlað að skemmti- legri hönnun leikfanga og stolu- skrauts (óróa), hún hefur orkað meó pólitiskum mætti, og hún hefur verið hluti rannsóknar listafólks og annarra á áhrifum ljóss og lita á sjónina og aðra tilfinningaþætti mannsins. Hug- vitssöm lýsing og útspekúlerað litaval í hibýlum og á vinnustöð- um (t.d.) getur haft margs konar áhrif á fólk, bæði truflandi og þægileg. Tilraunir hafa sannað að mislitir fletir sem raðað er i sömu fjarlægð frá skoðandavirðast mis- nálægir, t.d. rauði liturinn sýnist nær en sá blái, samanber: fjar- lægðin gerir fjöllin blá! Þegar andstæðum litum (t.d. rauóu og grænu) er att saman skapast spenna milli þeirra og litirnir virðast hreyfast. En hreyfingu á sléttum teiknuðum fleti má or- saka með linum, eða þá með vissu samspili hvítraogsvartaflata og er þvi ekki bundið litunum alger- lega. Þessi sjónertandi áhrif hafa listamenn notfært sér í myndum, en rætur þeirra má rekja til Bauhaus i Þýzkalandi áöðrum tug aldarinnar. Þar voru nemendum gefin teikniverkefni og æfingar sem byggðust á sjónertandi lög- málum. Þeir eru margir lista- mennirnir sem hafa hagnýtt sér tæknina, má þar nefna Victor Vasarely og Josef Albers, Diter Rot og Bridget Riley. Meó þeim höfst nýtt skeió i listinni og hefur borizt víóa. 2. Desember 1972 var opnuð sýning í Norræna Ilúsinu þar sem saman áttu verk Margrét Jóels- dóttir og Stephen Fairbairn. I sýningarskrá geróu þau grein fyrir myndum sinum og skrifuóu meðal annars: „Með því aó afmarka hvorki tima né staó, meó því að einbeita sér að skynáhrifum, sem eru ekki eingöngu sýnileg, og með því að yfirfæra ýmiss konar orkutegund- ir I sýnilegt form, getur maður ef til vill lýst viðfangsefninu á þann hátl, sem ekki er mögulegt með hlutlægum myndum einum sam- an. Með þessu er þó ekki átt við að við ákveðum alltaf fyrirfram hvaóa áhrif eigaaókoma fram.“ „Tæknin sem við notum er árang- ur umfangsmikilla tilrauna með litafyrirbæri. . .“ „Náttúran bygg- ir upp litröf sitt með áhrifum ljóssins á mjög fíngerðar form- byggingar. Hvitt ljóst er dreilt og brotið í iðandi lifi. Með þvi að nota fíngerðar formbyggingar — rendur og doppur — erum vió aö nota aóferðir náttúrunnar til aö skapa liti. Frumlitaeiningar okk- ar blandast saman og gefa óvenju- lega skýra samlæga litablöndun." Verk þeirra Margrétar Jóels- dóttur og Stephens Fairbairn hengu ýmist á vegg eða stóðu á gólfi, sum voru knúin áfram af rafmagni og snerust hægt svo verkin sibreyttust fyrir augum áhorfandans, önnur kvikuðu er skoðandinn gekk um. Úthugsuð brögð byggð á rannsóknum and- stæóra lita í upphleyptum flötum gerðu þessi verk þeirra mjög sannfærandi og lifandi, orkuðu ntjög á skynfærin: „Það er aldrei mögulegt að upp- lifa verk okkar frá einu sjónar- horni. Vió viljum gjarnan leyla þeirri hugmynd að þróast, að það sé alltaf ný reynsla, ný áhrif sem bióa manns: aó þaó biói okkar alltaf hiö óséöa, sem veröuraöeins sýnilegt eftir meðvitaða einbeit- ingu áhorfandans. Atriði, sem koma hverl á eftir öóru, gefa verkum okkar sömu möguleika og í kvikmynd, nema hvað áhorfand- inn getur núna ráöió aó vissu leyti hvað hann sér." MEIRA UM LJÓSIÐ Auk þess að vera mikill áhrifa- valdur á ýmsa þætti hreyfilistar getur ljósið verið eitt sér og fram- kallaó hreyfingu. Sumir lista- menn hafa búið til heljar mikla skúlplúra þar sem ljósið (í myrkr- inu) sibreytir myndsviði áhorf- andans, blikkandi perur og per- ustæður orsaka skynjunarhrif hjá skoðandanum sem hann fær ekki annars staðar. Stundum eru þess- ir skúlptúrar úti, en oftar eru þeir sérstakt umhverfi og sýningar- gesturinn orðinn hluti þess um- hverfis, hann gengur um I því og meðtekur áhrifin, og verður einn- ig hreyfing í verkinu, þ.e. einn skoðandi getur truflað eða breytt sjónsviði annars. Ljós í um- hverfisverki má margfalda og magna i miklum mæli með spegl- um, og þannig fæst fram tilfinn- ing fyrir óendanleik i þessari til- veru, myndrúmió þenst út og viö- staddir upplifa nýjar hræringar hið innra með sér. 1 þessu sam- bandi má minna á skynvilluhrifin sem hljómlistamenn ná fram með ljóskösturum, þá er stundum not- azt við frumliti og þeim att saman svo að úr veróur allsherjar ringul- reið, þegar „bezt“ tekst til. Annars konar ljós geta þanið út myndsviðið svo persónur útvikka eða dragast saman í ljósinu, allt sem er i nálægð ummyndast. LJÓS OG ÞREIFING Blint fólk hefur sérstaklega næma tilfinningu f.vrir áþreifan- legum hlutum, við missi sjónar- innar verða önnur skilningarvit skarpari. 1 umhverfinu er því alltaf eitthvaó sent uppgötvast á nánari liátt en hjá sjáandi fólki, formið fær sínýjan svip og hefst uppfyrir notagildið. Hver sem er getur að sjálfsögðu framkallað svipuð áhrif, með höndunum eða öðrum pörtum líkamans, kannski likamanum öllum. 1 umhverfislist getur þvi skapandi verksins gefið báðum hópunum jafna mögu- leika, t.d. i myrkri, með loft- straumum o.fl. Hægt er að hugsa sér sal þar sem fíngerðir þræðir hanga þétt neðan á loftinu á af- mörkuðu svæði, en á öðru svæði sé sifelldur loftstraumur upp um göt á gólfinu (!). I báóum tilvik- um verður þátttakandinn fyrir nýstárlegri reynslu, fetar sig um eða svifur i umhverfi sem breytist og ummyndast við hvert skrif, verður i verkinu jafnmikið og verkið sjálft. HEIMILDIR: THE MACHINE. K. G. Pontus Hultén. The Museum of Modern Art, New York. 1968 VASARELY, Werner Spies. Harry N. Abrams, New York. SKULPTOR 1970. Jón Gunnar Arnason í Gallerie SUM v/Vatns- stíg. LJÓS OG LITIR 2.12,—11.12 1972 Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn í Norræna llúsinu. MOVEMENTS IN ART SINCE 1945. Edward Lucie-Smith. Thames & Iludson. London CALDER. Mulas & Arnason. The Viking Press New York 1971. Halldör Valdemarsson MISRÉTTI þú segir mér af misrétti ofbeitingu valds og réttarfarslegum skripaleik sovéskra stjórnvalda og graetur forlög þ!n vlst voru þeir kumpánar beria og stalin hrekkjóttir en solzhenitsyn meðan við erum öll þrælar fégræðgi og valdafiknar hvernig á ég að gráta hlekki eins fanga I síberíu eða sing-sing Svartur hvíti HVAÐ GETÉG GEFIÐ ÞÉR? Hvað get ég gefið þér gullinbrá? hvað get ég gefið þér ég er bara flöktandi mannkerti og á aðeins það Ijós sem ég ber. Anna María Þórisdöttir JANÚAR Enn tókst þér, aldni hnöttur, að „sveigja að sólunni" kaldan svörð. í dag sendi vorið kveðju með sólkysstum skýjum janúarfölri jörð. FEBRÚAR Dimmbláum vængjum hylur andlit sitt hörfandi skammdegisnótt. Fölgul á vanga gægist sól yfir brúnir. Þangað fetar sig febrúar, svalgrænum skrefum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.