Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Síða 12
Það var fyrst árió 1967 aó ég veitti því athygli að mikið er um fornar kolagrafir í Lambaness- ásnum í Fljótum, þeim hluta hans sem heyrir undir Illugastaði en það er mestur hluti ássins. Kom þetta til af því að ég eignaðist smáskika þarna og fór því að venja þangað komur minar, eink- um um berjatimann en þarna er gott berjaland. Eg fékk strax löngun til að athuga þetta nánar t.d. með því að gera teikningu af tilteknu svæði og merkja kola- grafirnar þar inn á. Lambanessás- inn er svo stór að það væri mikið verk að gera kort af honum öllum, og líka allhár eða 157 m. \ Um 150 m frá beygjunni sem er á þjóðveginum rétt utan við Illugastaði og þar sem vegurinn liggur út á við eftir Lambaness- ásnum er afleggjari frá vestari vegarbrún. Það er gamli þjóðveg- urinn. Vestan við vegamótin, um 24 m, er hóll eða smáhæð. Frá henni er mælingin gerð og út að Marklá, allt neðan eða vestan nýja þjóðvegarins. Vió Marklá eru landamerki milli Illugastaða og Lambaness. A þessu svæði reyndust vera 88 kolagrafir, sem verður að teljast mjög mikið. Vafalaust eru þó all- margar grafir sem bæði hefur sést yfir og svo aðrar sem farið hafa undir gamla veginn og raun- ar einnig þann nýja, því þó að mælt sé frá vegarbrún er allmikið svæði undir vegarkantinum á há- um vegi, þar sem fláinn er einn á móti einum og hálfum og auk þess í hliðarhalla eins og þarna er. Einhver kynni að spyrja hvern- ig hægt sé að þekkja kolagröf. Það er frekar auðvelt og lærist fljótt. Oftast eru þetta bollar svo sem 140 sm i þvermál með finn- ungsgróðri í botninum og oft er berjalyng í skálarbörmunum og vel af berjum. Grafirnar geta ver- ið nokkuð misstórar og oft sigur í þeim vatn því að þær hafa verió vel þéttaóar i botninn meö leir. Dýptin er ekki beint mikil enda var skylda að ryðja að nokkru ofan i þær að lokinni kolagerð svo ekki stafaði af þeim hætta fyrir sauðfé. Annars hefur dýptin verið svona 80—130 sm eftir því hvern- ig er mælt og þá miðaó við botn. Þorbjörn Friðriksson mennta- skólakennari er áhugamaður um þessa hluti. Hann var á ferð hér í ágúst í sumar og þegar ég sagði honum frá kolagröfunum vildi hann fara til að grafa í þær. Fór- um við svo í þeim erindum þann 15. ágúst og er skemmst af þvi að segja að við hittum á gröf, þar sem ekki voru einungis órækar leifar um starfsemi þessa, heldur gröf sem var ,,full“ af kolum. Okkur finnst einna líklegast að gröf þessi hafi gleymst, sem gæti stafað af því, að eftir að gröf var byrgð og þar til mátti opna hana, átti að liða nokkur tími, sem mun hafa skipt dægrum. En á þeim tíma kolaðist birkið og glóðin kólnaði. Ýmis atvik gætu því legið til þess, að kolin hafi aldrei verið tekin úr gröfinni. Greinargóður maður, Guð- mundur Sigurðsson í Lundi, telur að ekki hafi verið gert til kola í Fljótum af birkiskógi í 200 ár. Má einnig í því sambandi benda á ummæli prestsins í Barðsprestakalli, sr. Jóns Jóns- sonar, í Sóknarlýsingum Skaga- fjarðarsýslu frá 1841. Hann segir: „A mörgum stöðum, víðar en hér er um getið, sjást ljós merki til, að skógur hafi verið, sem þó er gjör- eyddur fyrir núlifandi manna minni.“ Sem sagt hefur næstum allur skógur verið eyddur um 1760. Sumstaðar er þess getið, að birkið hafi farið mjög illa í móðu- harðindunum 1783. Ég giska á að kolamagnið í gröf þessari hafi verið um 2 tunnur. Sumt af kurlinu virðist höggvið úr rótum og eru lengstu bútarnir um 10 sm. Vafalaust hefur kurlið brotnað og smækkað þegar gröf var troð- in. Allt stærsta kurlið var í hringnum efst og utan með en það smæsta innan í. Á botninum var svo tjara en engin lykt var af þessu. Þann 3. september fór ég inn að Illugastöðum til að athuga kola- grafirnar betur. Gróf ég nú niður í 10 grafir, sem ég valdi af handa- hófi og var kolavottur i þeim öll- um. Jarðvegslagið ofan á kola- dreifunum var frá 10—35 sm að þykkt, oftast 15—20 sm. Ég tel víst að á Illugastööum hafi verið mikið birkikjarr, ekki sist þarna i ásnum. Viða sést enn votta fyrir kjarri en sem aldrei tognar úr vegna sauðbeitarinnar. Sauðfé eyðileggur varla fullvax- inn birkiskóg, jafnvel þótt lágvax- inn sé. En öðru máli gegnir með lumið sem er í uppvexti. Það þarf friðun. Það sem Eyþór Einarsson grasa- fræðingur segir um Hornstrandir í sumar sýnir vel hvaða áhrif frið- unin hefur. Það er viðtal við Ey- þór 17. ágúst í Tímanum og heitir greinarstúfurinn: Þar angar blómabreiða. Eyþór segir: „Þær eru eiginlega orðnar blómagarður sumar víkurnar á Hornströndum. — Sums staðar er líka vaxið upp birkikjarr, einkum í fjarðarbotn- unum I Jökulfjörðum og í Lóna- firði, sem lengst hefur ver- ið í eyði, er það orðið mikið til samfellt. Övíða er það nema svo sem I hné, nema á stöku stað í giljum getur það tekið manni í klyftir eða jafnvel mitti." Eins og kunnugt er eru Hornstrandir nú i eyði og því enginn ágangur búfjár þar um sinn. Náttúrlega kom eyðing skóg- anna til af illri nauðsyn í kola- lausu landi, og jafnvel af hálf- gerðum óvitaskap lengi framanaf. Ekki er ósennilegt að t.d. land- námsmennirnir hafi litið á skóg- KOLA- GRAFIR Eftii- Guðbrand Magnússon kennara á Siglufirði Q/m /SOm Jh. vejucinrv. uvjWrituts* isvtJLciii viu uvya,iuAsi~csis}u.uL / n k L y is t-t ícucl O l iiaycKxs-kcs l a ymuuLs t/i uiasiiiy JS *-<>%> uy wv i/y itu au uviaLXltljttiLL lUCUdl /- nýja t/ejacinS. ‘Jé//Márklá eru /andimarkL milli eTi/uyasfáfa ojJÍamJwness. se/a/Umun vwa um f<fja. ofá’oss úfaiav koíajvJ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.