Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Qupperneq 13
inn sem hálfgerðan óvin sinn. Þeir komu frá skógauðugum lönd- um þar sem nauðsynlegt var að ryðja honum burt svo að hægt væri að rækta annað gagnlegra, t.d. korn. Og varla er að vænta þess að menn hafi gert sér grein fyrir áhrifum hins kalda veður- fars. Það eru ekki nema svo sem 200 ár síðan augu manna tóku að opnast fyrir því hvar komió var. Arið 1786 æskti hið konunglega islenzka Lærdómslistafélag rit- gerðar um hvernig hentugast mundi vera að þynna og hvetja heyljái i þeim tilgangi að spara hrísrif til lédengingar. Af grein- inni sem er eftir O. Olavius, er augljóst að hverfisteinar hafa þá verið komnir i landið og notkun þeirra hafin, jafnvel fyrir nokkru, Tilgangur félagsstjórnar- innar er að reyna að sporna við því „að þær litlu eftirstöðvar af skógi og rifhrísi í landinu verði öldungis í grunn eyðilagðar“, eins og það er orðað. „Og ef mögulegt væri að gera ljáina langbeittari en þeir veröa eftir dengsluna". (Lærdómsl.fél. rit X/150). Ekki get ég með neinu móti getið mér til hvort meira er um kolagrafir þarna i Lambanessásn- um en víða annarsstaðar á svæð- um af svipaðri stærð. Aldrei hefi ég rekist á frásagnir er greini frá slíku og allra síst teikningu af nokkru svæði. Um 90 kolagrafir á aðeins 14 ha svæði er meira en ég hefði nokkurn tíma getið upp á, ef ég hefði verið beðinn þess. Maður sem hjálpaði mér við mæl- ingarnar var hissa hvað grafirnar eru þétt en gat þó ekki upp á, eftir á, að þær væru nema svo sem 50, sem við værum búnir að mæla út. Kol hafa víst ekki flust til landsins að neinu ráði fyrr en um 1870. Um það leyti komu skosku ljáirnir einnig til sögunnar, en það létti strax á hrisrifinu. Allt fram að þeim tima hefur því þurft að efna til kolagerðar vegna lé- dengingarinnar. Er bersýnilegt af ýmsum frásögnum, aó mörg heim- ili hafa verið komin i þrot með að afla kolanna snemma á 19. öld- inni. Hefur þvi víða verið gengið mjög nærri öllu sem kallað var rifhrís eða krathrís. Sumar frásagnirnar um skógar- eyðinguna eru ömurlegar. Ég vil tilfæra hér aðeins eina slíka frá- sögn. I Sóknarlýsingum Skaga- fjarðar (bls. 71) segir sr. Jón Konráðsson á Mælifelli þetta árið 1839: „Skógar eru hér hvergi, fjalldrapi fyrir löngu upprættur. Ein reyniviðarhrísla hefur verið til í Reykjafossgili." Ein hrísla! Hvað átti svo blessað fólkið að taka til bragðs? Enginn bræðir víst málm við mó. Það tel ég alveg víst að í Lamba- nessásnum hafi einhverntíma verið mikili skógur og mikil kola- gerð hefur verið þarna í ásnum. Varla eru þessar næstum 90 kola- grafir, sem enn sjást, þær einu sem gerðar voru.. Flestar eru þær liklega horfnar. Þessar, sem enn sjást deili til, eru aðeins um 200 ára gamlar og sumar gerðar á „moldum hinna“. Og hvað voru þær margar? Og hvernig var svo unnið að þessu? Var skógurinn eða kjarrið höggvið með varúð og hlífð í huga? Nei, ekki nú aldeilis. Að síóustu vil ég leyfa mér að setja hér þrjár stuttar frásagnir um skógarhöggið, allar eftir ágæta höfunda. Ég byrja á þeirri frásögninni sem ég tel að sé elst. Hún er i bók sem heitir Þjóðhætt- ir og ævisögur, eftir Finn Jónsson bónda á Kjörseyri við Hrútafjörð. Hann var uppi 1842—1924 og var sunnlenskur að ætt. Lýsing hans er á þessa leið: „Þegar felldur var skógur eða tekinn upp sem kallað var, voru stofnarnir eða lurkarnir höggnir í sundur við rótina með vanalegum íslenzkum öxum sem kallaðar voru skógaraxir eóa handaxir. — Það má með sanni segja að „lítt væri af setningi sleg- Framhald á bls. 16 Baslari fyrir vestan Framhald af bls. 3 þungatölu munu þeir vera um | 1500 pund. Þeir verða að vera stórir og þungir til þess að geta dregið erfið tæki. Ég á einn hest, sem er gæðingur, en brúka hann litið, því ég ferðast ekki mikið. Ég keypti hann nú bara vegna þess að engum likaði við hann. En mér likar við hann, okkur semur og það er alltaf gott að hafa tvo til reiðar, já, ég keypti greyið. Þessir hestar okkar hér eru af allt öðru kyni en heima á áett- landinu, þótt þeir séu stórir eru þeir ekki seigari og ekki munu þeir vera góðir i fjöllum. Við vilj- um helst hafa þá gangandi, þegar við krækjum aftan i þá vélum o.fl. Ég hef aldrei ræktað korn, landið er of grýtt. Ég heyja bara handa gripunum. Það er ágætt að hafa gripi og aróurinn verður talsverður ef þeir eru margir. Hér er margt fólk, sem hefur gert vel. Landið er víðast hvar mjög gott og býður upp á að gera vel. En veðráttan er ekki góð. Veturinn er of langur og strangur. Landið hér vestur að Manitobavatni gefur af sér mikla uppskeru, ef árstiðin er góð. Winnipegvatn hefur oft verið Framhald á bls. 16 VISUR / JL l/ úr visnasaýhi Sigurður Björgúlfssonar Á bruggárunum svonefndu var mikið ort um alla þá fyrirhöfn og áhættu, sem brugg- inu fylgdi. Bóndi nokkur norður í Fljótum bruggaði landa og seldi mikið. Björn Blöndal, eftirlitsmaður, ætlaði að nappa hann, en bónda bárust fregnir af för hans. Varð bóndi skjótur til og kom brugginu undan svo Björn fann ekkert. Þeir Stefán Stefánsson og Lúðvlk Kemp sendu þá bónda þessar vísur: Vítin ber að varast hér, vondar eru blikur. Blessun sérhver berist þér — bæði ger og sykur. Bakkus vandar víða bú; við það standa hljótum, að bezta landann bruggir þú, brautryðjandi í Fljótum. Margir gista bóndans bæ, boðnar vistir grönnum. Af sannri list þú sí og æ svalar þyrstum mönnum. Lagarefum segjum „svei". Sagnir hef ég frá þér: Drottinn gefi að þeir ei oftar þefi hjá þér. Við lát Bjarna frá Vogi orti Stefán skáld frá Hvítadal eftirfarandi vísu: Nú er hann Bjarni búinn. Bjarni er orðinn nár. Aldrei greiðir hann oftar atkvæði sér til fjár. — X — i vlsnasafni Sigurðar Björgvinssonar er eftirfarandi visa Freysteins Gunnarssonar kölluð „Spillingin". Þetta er raunar þjóð- kunn visa, en ekki er tilefnis getið hér og kannski gæti einhver látið visnaþáttinn vita um það. Það tjáir ekki tetrið mitt að tala um spillinguna: Þær eiga bágt með eðli sitt undir fyllinguna. Eftirfarandi vlsu orti Karl Friðriksson um báglega stöðu rikissjóðs eitt sinn þá er Framsóknarflokkurinn fór með völd: Ríkiskyllir rausn sem bar rýrna vill að neðan: Hafa frillur Framsóknar farið illa með hann. — X — Um þá aflavon sem ekki er þessa heims, en vlsast annars, orti Teitur Hartmann: Oft heyrast menn kvarta undan þvi að hafa fáar stundir aflögu fyrir sjálfa sig og svona vill það vera: þegar ekki er atvinnu- leysi, er of mikið að gera, eða öllu heldur eru menn neyddir til að taka alla þá vinnu sem býðst til þess að skrimta. Um þetta ástand er vlsa I visnasafni Sigurðar Björg- ólfssonar og er hún sögð vera eftir óþekktan höfund: Mér er skipt það mæðu pund minni fjörs á línu að mega aldrei einni stund eyða að gamni mínu. — X — Enginn hefur verið viðriðinn Lesbókina nándar nærri eins lengi og Árni Óla. í seinni tið hafa nokkrum sinnum birst ágæt Ijóð eftir Árna í Lesbókinni, en i visnasafninu er reyndar þessi visa eftir hann: Það sé ég á þínum kálfum, þýð mær, að þar sem mætast þykk lær þar er enginn kotbær. — X — Og svo er hér ein eftir Árna Halldórsson á Eskifirði. Hún er ort um ákveðinn iækni, sem ekki verður nefndur hér: Morfín gefur mörgum enn magnaður skammta-refur, að deyfa bæði og drepa menn dável tekist hefur. — X — Likamslýti hafa tíðum orðið yrkisefni. Að augun standi á stilkum, hefur stundum heyrst, en siður, að þau hangi í daviðum eins og segir í þessari dapurlegu mannlýs- ingu, sem fjallar um fótstóra og úteyga stúlku. Höfundur visunnar er óþekktur. Einhverju sinni þótti Hannesi Hafstein, skáldi og ráðherra, sem menn væru að selja sannfæringu sina á hinu háa Alþingi. Þá orti Hannes: Þrlr tugir silfurs, segja menn, að svikara Júdas gerði. Nú eru goldin þúsund þrenn — þetta er að hækka í verði. — X — Ekki hafa menn alltaf kvatt sina vist með sælum endurminningum, samanber þessi visa, eftir Gisla Guðmundsson Skagfirðing. Hann var þá að fara úr vist að Þverá i Reykjahverfi: Klafann brýt og bölv'onum I básinn skít ég hrakyrðum. Upp mig slít I ósköpum úr helvíti og kvölunum. — X — Til jafnvægis er hollt að fara með þessa finu og dýrt kveðnu visu Freysteins Gunnarssonar um Reykjavikurmeyju. sem ekki er nafnkennd: Engum lík er auðarbrík, alla mýkir fegurð slík, sefur rik í silkiflik, — og svo er hún líka úr Reykjavík. — X — Landskunn er vísa Friðbjörns frá Staðar- tungu um Hliðar-hreppsnefndina. Sú skýr- ing fylgir, að hér sé átt við hreppsnefndina í Kræklingahlið i Eyjafirði, en að samkomu- húsið hafi verið nefnt Kuðungurinn. Sé annað réttara, er hér með beðið um leiðrétt- ingu. Sumir hafa fyrstu hendinguna: Komin er Hliðar-hreppsnefndin. Gott væri að fá að vita hvor er upprunalegri, sú gerð eða þessi: Leitar sjót á „landa"-mót, lífsins njóta sanna. Aldrei þrjóti, en fljóti um Fljót framtak ótal manna. Yfir þeirri aflavon andi mannsins vakir, að hann Jesús Jósepsson jafni allar sakir. Undra-ljótum, löngum fótum leynir snót und pilsunum. Eik hjá spanga ýrðri á vanga augun hanga i „daviðum". Þarna er Hlíðar-hreppsnefndin hún er að skríða í kuðunginn, ekki er friður flokkurinn, finnst mér prýða hundurinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.