Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Blaðsíða 14
NAUMAST þarf að orðlengja að síðustu mánuði hafa lærðir sem leikir velt ástandi efnahags- mála á íslandi fyrir sér nótt sem nýtan dag. Og hafa menn reynt að benda á ýmsar klókinda- legar leiðir, sem fara mætti til að koma skút- unni á réttan kjöl á nýjan leik. Ein er sú kenning, sem hefur farið eins og eldur í sinu um hugi ýmissa sérfræðinga og er væntanlega ætlað að leysa málin í eitt skipti fyrir öll: að takmarka ferðalög . íslendinga til útlanda og leggja nánast átthagafjötra á landann og með þessu hafa hinir vísu menn reiknað út að spara megi aðskiljanlegar milljónir í gjaldeyri. Dæmið er þó engan veginn svona einfalt. Gjaldeyrir til ferðalaga 1974 nam aðeins 3—4% af heildargjaldeyriseyðslu þjóðarinnar og sést því að ekki verður málum bjargað af neinu teljandí viti, þótt þar sé reynt að setja á hömlur. Af þeirri eyðslu er gjaldeyriseyðsla vegna svokallaðra „sólarlandaferða" aðeins partur, því að ekki má gleyma risnu vegna ferðalaga embættismanna, viðskiptaferða- kostnaður af ýmsu tagi, kostnaður vegna full- trúarsetu á þingi Sameinuðu þjóðanna og svo mætti lengi tclja. Hafa ber í huga að í hópferðum eru viðskipta- vinir sendir með íslenzkum flugfélögum og fargjöld eru venjulega meira en helmingur af kostnaði ferðarinnar. Þá hafa ferðaskrifstofur í verkahring sínum að semja um eins hagstæð uppihaldskjör og fært er og verða því einstak- lingsferðalög mun dýrari og í þau fer meiri gjaldeyrir en í hópferðir. Benda má á að síðustu ár hafa verkalýðsfélög allmörg tekið upp þá nýbreytni að selja á hóflegu verði hópferðir fyrir félaga sína til útlanda og án þessara ferða er óvíst að nema brot af þessum hópum hefði komist í sumar- leyfi til útlanda. Læknar telja að á ákveðna sjúkdóma hafi sól mjög góð áhrif, m.a. á ýmsar tegundir húðsjúk- dóma og hefur sérstök fyrirgreiðsla einmitt verið veitt í mörgum slíkum tilvikum. Verður nú þessum sjúklingum gert erfiðara um vik en áður og þar sem íslendingar leggja allt kapp á að láta ekki bönn og höft skerða rétt sinn á einn né neinn hátt verður að telja að hér sé verið að fara inn á varasama braut. Ekki er ástæða til að hafa uppi einhliða áróður fyrir því að fólk fari til útlanda. Hitt skal þó haft í huga og hefur verið margsinnis sannað, að ferðalög hér innanlands eru svo dýr að peningalega séð er kostnaðarminna að fara í ferðalög til útlanda en ferðast um ísland; að minnsta kosti verður þá að stilla í hóf ferðum á hótel til snæðings og gistingar. Fólk sækist eftir því að fá lengra og lengra sumarfrí, en það fara að verða áhöld um, hvort við megum verja því á þann hátt sem hugurinn girnist ef á að fara að setja verulegar skorður. Mér finnst óhugsandi að ekki sé hægt að finna ráð til sparnaðar með ýmsu öðru móti en takmarka ferðalög íslendinga til útlanda. Vert er og að hafa í huga að I hópferðum er yfirleitt engin teljandi lúxus á boðstólum, heldur eru þær ódýr ferðamáti. Það er talað um að efnahag okkar megi meðal annars styrkja með eflingu íslenzkra iðnaðarvara. Því væri ekki úr vegi að hafa uppi enn meiri hvatningarorð í þá veru að landinn leggi sig eftir að kaupa íslenzkan varning. Og þá mætti til dæmis athuga sælgætið. Mér finnst mikið ótrúlegt að ekki mætti draga að verulegu leyti úr neyzlu á erlendu sælgæti og segja mætti mér að þá myndi sparast verulegur peningur. Og síðan mætti ganga lengra og nefna ótal dæmi í þessum dúr, sem eru líklegri til árangurs að dómi leikmanns en það að ætla sér að bjarga málunum með því að skerða ferðafrelsi skammdegisþreyttra og sólarþyrstra íslendinga. Jóhanna Kristjónsdóttir. ecíf-ft£>«ft 5KEL-)N KotJ- 5flM- <# MRC-ÍHSfi £i(l- TÓT- HuG-veia.- 1 > i ' í(róii D/e -¦V, 6tf.íva-uHft, nfíizr ÍMK.ÍH (<o(?N 'rM-TNXfl ¦Roi-fl srhr-IhlN f?VK maofi SPIL- mri & 'ÖLVli, ¦fuiJHa •> ímrt- ^ jV* Fi-J-ÓTfl bMdh áSÐJQ R o 6.-8£R 1 ¦fófJH # £HD- &f)fjt>-t£> /R $KÓH HL-a- MMWÍJ Kíttö MÍNf/í IPIL" FUND \)'l5 ÍftXP, HM'irfl K/Jf?Pfi ¦féífiti HÚÍPÍK -fiwc-- yeeic-P/CRI $ m '$W MTúlc asm L-» Ko5r*f? zaifJi /NÖL zews &u£> lcie-uumw Foí?-TöL-affwflK IrCteók:-1 a« Tflí-AR ILlfí KR- Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu V£S-KLt HÉLftu s** ^ vaT-M L- ^1" KFiV. !*M? Npi V ti F R i^ u K tf1' í> p t í- e i ,b t 0 L 1 fl "-'•'¦'• 1 X F'li'R 5 K ú L I :'fr ¦r MNrn IIM. L l f- N A £> u K' j i. 'i:: i-rfti.- R f? 1. t- * íft M A T < pflur 5 i. /1 U K fl HtT. R L MR. F í- !í Ð U L /E T 1 fff <> A F L A 6 luitr-HLWTl R x> / 0AT<fl í KI' A'LFfl A U 0 A KtlMfe Ji-KlM 0 L S fl M't R R VKX-ftfí a £> / N H ufi 3> K fi F R R ^ 5 ^" 'D I * Jrof y R & N <i í írínm F fe Kf« A lC V £ <3i 'i s KDI T ö' nr... Hfiri £ i. 7 A (rfluR. K /í F r S kifi /1 0 R a U H /- Z ? í< F / rí i *r 1R S o F í R 111 ¦.-. t FOR. A L í K ^ F A L ^ <k É K u A Fk- A F 1 t H t-J. A F FÆ ítfl fíVÖÍ A 1- A fo & P A' ÞfK<-TftB. K U K N A R «»» F A 1) 1 i? FftTfi L h P, F i\ R IA.T- A, R H Rö F P 1 ö M ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.