Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Side 15
FIAT 132 Innréttingin á Fiat 132 er með miklum ágæt- um, sætin góS og út- sýni óhindrað. BÍLAR Þegar hætt var að framleiða Fiat 12S og hans í stað farið að smiða nýja gerð, sem hlaut einkennisstaf- ina 132, varð Iftil ánægja með breyt- inguna. Meira að segja munu verk- smiðjurnar sjálfar naumast hafa haldið þvl fram, að þar væri um endurbót að ræða. Fiat 125 hafði verið gæddur ótrúlega góðum, sport- legum eiginleikum og útlitið var stíl- hreint. Sérfræðingarnir sem skrifa um bila I útlend bilablöð, töldu að nýi bíllinn stæðist hinum hvergi snúning; auk þess þótti hann heldur ver teiknaður. En i stað þess að gefa allt upp á bátinn, fór Fiat þróunarleiðina og nú hafa verið gerðar þær endurbætur á Fiat 132, að hann getur vart talist sami billinn. Hér er um að ræða stóran bil á italskan mælikvarða og nýtingin á rýminu er með þeim ágæt- um, að sýnist sambærilegt við bila eins og Peugeot 504, Saab 99 og Volvo. ítalir eru snjallir formsmiðir og sagt hefur verið, að þeir geti ekki búið til Ijótan hlut. Hins vegar verður að telja að i útliti sé Fiat 132 ger- sneyddur því að vera á nokkurn hátt frumlegur. En þar er lika fátt, sem stingur i augun og liklega geta ærið margir sætt sig við þetta útlit. Ég hygg að Danskurinn mundi segja, að útlitið sé „pent" og ekki kann ég annað lýsingarorð, sem lýsir þvi betur. En fái Fiat 132 ekki nema 6,5 i einkunn fyrir ytra útlit, þá vil ég hiklaust gefa honum 9 í einkunn fyrir útlitið að innan — miðað við bil i þessum verðflokki. Sætin eru prýð- isgóð, stillanleg á ýmsa vegu og auk þess er stillanlegt stýri. Maður situr fremur hátt og hefur gott útsýni, þvi rúðuflöturinn er stór og ekkert sem hindrar útsýni. Mælaborðið er sér- lega fallega teiknað og hefur umtals- verð framför orðið á þvt frá fyrri árgerð. Öll stjórntæki vinna svo eðli- lega, að eftir fáeinar mínútur virðist billinn vera gamalkunnugur. Fiat er ævinlega lipur í akstri og þessi er engin undantekning. Billinn sem hér um ræðir var með minni vélinni (1660 rúmcm.). Vinnslan var lífleg, en að sjálfsögðu ekki kröftug. Stýrið var stöðugt og gott, ástig á hemla þægilegt. Diskahemlar eru á öllum hjólum. Gormafjöðrunin er þokkaleg og ekki verri en við er að búast með stifum baköxli. I öryggis- skyni er styrktur rammi utan um farþegarými, en linur fram- og aftur- endi. Stálrammi er settur til styrktar og öryggis i allar hurðir. Geysigott rými er i aftursæti og væri góð lexía fyrir suma framleið- endur miklu stærri og dýrari bíla að kynna sér það. Fiat 132 er fáanlegur með tveimur vélarstærðum. Hámarkshraðinn með minni vélinni er sagður vera 1 65 km á klst, en 170 með stærri vélinni. Viðbragðshraði liggur ekki fyrir, en mér þykir líklegt að með minni vél- inni sé hann nálægt 16 sekúndur i 100 km hraða. Fimm manns geta látið fara vel um sig i þessum bil og allir notið góðs útsýnis. Hér er góður fjöldskyldubill, sem læzt ekki vera neitt annað en hann er og i saman- burði við aðra álíka stóra bíla er verðið hagstætt. Að visu finnst mér, að ftalir hafi ekki enn náð að búa til jafn skemmtilegan bil og Fiat 128 var, en þessi er rúmmeiri og betri fjölskyldu- Kolagrafir Framhald af bls. 13 ið“ við skógarhöggið, og mundi ekki hafa líkað vel aðferð margra, sem að því unnu. Sumir hjuggu undir allar rætur og létu þær fylgja stofninum og þótti það drýgra til kolageróar." (Bls. 310). Næst er svo frásögn sem birtist í Náttúrufræðingnum árið 1936, bls. 38. Hún er eftir Sigurð Draumland á Akureyri og er á þessa leið: „Að vestanverðu er Fnjóskadalur gjöreyddur að birkigróðri, nema hvað all- myndarlegt kjarr er í landi Reykja, inni i mynni Bleiksmýrar- dals. Aður fyrr var þó jafnmikill og blómlegur skógur i vesturhlíð- um Fnjóskadals og austurhlíðum hans. Jafnvel svo þéttur, aó eftir þvi sem sagnir herma, þurfti að hengja hljómmiklar bjöllur á nautgripi þá, er gengu í landi Hróarsstaða og Veturliðastaða. Nú sést þar hvergi birkihrísla. Eyfirðingar eyddu skóginum í vesturhlíðum Fnjóskadals, er þeir gerðu til kola á vorin. En austur yfir hina beljandi Fnjóská í vor- vexti komust þeir ekki. Þessvegna varð skóginum í austurhlíðunum lifvænt.“ Loks er hér svo frásögn af skógarhöggi eftir Matthías Þórðarson i II. bindi Iðnsögu Is- / UR S0GU SKÁKLISTARINN AR Eftir Jón Þ. Þór Austurríski skákmeist- arinn Wilhelm Steinitz varð fyrstur manna til þess að taka sér titilinn heims- meistari í skák. Áður höfðu þó verið uppi frægir skák- menn, sem ýmsum þótti betur komnir að nafnbót- inni: fyrsti heimsmeist- arinn í skák; má þar nefna m.a. Bandaríkjamanninn Paul .Morphy og Þjóðverj- ann Adolph Andersen. Steinitz var sem fyrr segir Austurrikismaður að uppruna, en hann dvaldi mikinn hluta ævi sinnar á Bretlandseyjum, þar sem hann lifði nær eingöngu af skákiðkunum, og dó að lokum blásnauður. En hvað um það; Steinitz er að mörgu leytimjög merki- legur sem skákmaður því auk þess að verða fyrstur til að kalla sig heimsmeist- ara er hann í rauninni faðir nútima stöðumats. 19. öldin hefur löngum verið kölluð hið róman- tíska skeið skáklistarinnar, þá þótti sá beztur sem mestu gat fómað og mátað síðan andstæðinginn á glæsilegan hátt. Steinitz kenndi hins vegar, að miklu meira virði væri að meta hverja stöðu rétt, gildi mannanna, hreyfan- leika þeirra o.s.frv. Einn frægasti samtima- maður Steinitz í skákheim- inum var þýzki meistarinn Zuketort. Sumarið 1872 voru haldin tvö skákmót í Lundúnum. Steinitz sigr- aði í hinu fyrra en Zuketort í hinu siðara. Þá fengu áhugamenn á Bretlandi þá hugmynd, að gaman gæti verið að efna til einvígis þessara kappa. Öllum formsatriðum var fullnægt og keppnin hófst. Er skemmst frá því að segja, að Steinitz vann yfirburða- sigur, hann vann 7 skákir, tapaði einni, en 4 urðu jafntefli. Við skulum nú Itta á eina skák frá einvíg- inu. Hvítt: W. Steinitz Svart: Zuketort Evansbragð 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bc4 — Bc5, 4. b4 — Bxb4, 5. c3 — Ba5, 6. d4 — exd4, 7. 0—0 — dxc3, 8. Db3 — Df6, 9. Bg5 — Dg6, 10. Rxc3 — Bxc3, 11. Dxc3 — Rf6, 12. Bd3 — 0—0, 12. Hae1 — b5, 14. e5 — Rd5, 15. Dc2 — Dh5, 16. a3 — h6, 17. Bd2 — Rde7, 18. He4 — Rg6, 19. Hfe1 — Bb7, 20. g4 — Dh3, 21. H1e3 — f5, 22. exf6 — Hxf6, 23. Bf1 — Dxf3, 24. Db3+ — d5, 25. Hxf3 — Hxf3, 26. Dxf3 — dxe4, 27. Dxe4 — Rge5, 28. f4 — Rc4, 29. De6+ — Kh8, 30. Bc3 — R6e5, 31. Bxc4 — gefið. lands, bls. 269. Iðnsagan kom út 1943. Matthíasi farast orð á þessa leið: „Kolagerð, til að afla kol- anna i smiðjurnar, var mjög stunduð áður, svo mjög, að víða eyddust skógar hér með öllu, og það þvi fyrr og fremur, að ekki var höggvin hrisla og hrísla á stangli á stóru svæði, heldur tekin hver hrisla á sama svæðinu unz allt rjóðrið var þar bert, og svo koll af kolli." Eg læt svo þessunt hugleiðing- um lokið þvi aó liklega er nóg komið. Raunar er þetta eitt af þeim málum sem gjarna mættu athugast betur og þá í sambandi við járngerð eða rauðablástur. Viða mundi kjarrskógurinn vaxa upp af nýju ef svæðin fengju frióun þar sem lumið er sífellt að gægjast upp, eins og allviða sjást deili til ef vel er að gáð. Siglufirði, 10. september 1974 Guðbrandur Magnússon.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.