Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Blaðsíða 16
Baslari fyrir vestan Framhald af bls. 13 mjög gjöfult. A því lifði fólkið fyrst eftir að það kom hingað. íslendingar eru fiskimannaþjóð og komnir af farmönnum, þess vegna völdu þeir sér land við vatnið. 1 skóginum er mikið af dýrum en ég er enginn veiðimaður, hef aldrei viljað veiða. Skógur hefur vaxið vel á þessu landi hér og ég reyni að varðveita hann eftir því sem ég get, en álit að hann hafi verið of mikið höggvinn. Dýrunum fækkar mjög þegar skógurinn eyðist, til dæmis voru hér dádýr en þau eru nú að hverfa fyrir of lítinn skóg og eru komin íengra vestur. Hér var tals- vert um birni og úlfa og mikill fjöldi refa, en þeim hefur stjórnin látið eyða. Fyrstu landnemarnir, sem hingað komu, munu hafa komið á hjá sér einhverju skipulagi og reglum til að lifa eftir. Ekki held ég þó að hægt sé að nefna það lög. Eitt það fyrsta sem þeir gerðu var að byggja skóla og þá þurfti að borga skólaskatt. Sá skattur var lagður á landið. Þeir byggðu einnig kirkjur. Trúna fluttu þeir með sér f rá ættlandinu. Hvaleyrar- tjörn Framhald af bls. 9 farið verði nákvæmlega öfugt að: Tjörnin verði dýpkuð og fegruð og kæmi sú framkvæmd f senn til góða fyrir skipasmfðastöðina og siglingamennina. Lfklegast þykir mér þó, að í bráð verði hvorugt gert. Við Hvaleyrartjörn er geysilga fjölskrúðugt fuglafff; lfklega er það hvergi meira í námunda við Hafnarfjörð. Verður stundum mikill kliður f lofti af kvaki fugls á lygnu sfðkvöldi. tltsýnið yfir Hvaleyrartjörn er fegurst ofan af sjálfu Hvaleyrarholtinu, sem enn er óbyggt. Þaðan er raunar fagurt útsýni f allar áttir og vonandi verður ógæfa bæjarins ekki slfk að þar verði byggðir einhverjir kumbaldar. Æskilegast væri að varðveita holtið sem útivistar- svæði f samfellu við Sædýrasafn- ið og golfvöllinn. Mér skilst að hafnaryfirvöld f Firðinum hafi mikinn áhuga á sérstökum vegi yfir holtið og suður til Straums- víkur. Sá vegur yrði Ifklega óþarf- asti vegur á lslandi fyrir utan Gjábakkaveginn frá þvf sfðast- liðið sumar — og þótt hann yrði lagður, væri auðvelt að finna honum stað austar. Rætt hefur verið um að reisa sjóminjasafn f Hafnarfirði og óformlegar tillögur hafa komið fram um að láta það standa á Hvaleyrarholti, Ekki er mér kunnugt um hvort sú staðsetning hefði einhverja sérstaka erfið- leika f för með sér. En ef svo væri mætti þá ekki láta safnið rfsa við Hvaleyrartjörn? Að vísu er það aukaatriði og aðeins bent á það sem möguleika. Aðalatriðið er að láta náttúruverðmæti eins og Hvaleyrartjörn ekki fara f súginn fyrir skammsýn viðhorf og reglustikusjónarmið. I Hafnar- firði er starfandi ötul náttúru- verndarnefnd, sem áreiðanlega sofnar ekki á verðinum. Þar að auki virðist svo sem almennur skilningur sé fremur að glæðast á þvf að láta ekki jarðýtur hugsunarlaust á hvað sem fyrir er f nafni svokallaðra framfara. Þegar til einhverra framkvæmda kemur þarna, verður sá skilningur vonandi orðinn svo ríkur, að skipulagstillagan þyki fjarstæða og þá þarf ekki að ótt- ast, að örlög Hvaleyrartjarnar verði hin sömu og Elliðaár- vogsins. Gfsli Sigurðsson. Vangaveltur.... Framhald af bls. 3 hyggju vlsindalegra aðferða ekki að siður skáldskapur; tilbún- ingur: að þeim hefur verið þrengt á annan veg af þeim aðferðum, svo að þær hafa á hinn sprengt sér leið gegnum skilrúm inn á svið skáldskapar. Og sá, sem leitar sjálfslmyndar sinnar dettur i gegnum þetta op milli tveggja heima. Málvit- undin þornar upp og sundrast og verður að myndrænu ryki. Spurningar eins og: er ég raunverulegur? hver er munurinn á ofskynjun og veruleika? verða vitlegar. Hið félagslega sjálf, brosgríma humanismans, er ekki lengur i vitlegum tengslum við hina skapandi þætti sálarlífsins heldur er það nú og hefur lengi verið járngrima, sem samfélagið setur á menn og læsir og leggur á þá sem gestaþraut að finna talnaröðina, sem opnar lásinn ef þeir kæra sig um það. í heimi kaldlyndrar þekkingarfræði skjálfa tilfinningarnar sér til hita. Og i stað heilbrigðrar upphafningar tekur skáldskapurinn á sig mynd ofboðslegrar hamhleypni, katharsis, sem einum eða fáeinum er aðgengileg. Úr tveimur bóka Thors, þeirri sjöttu og sjöundu (ef undan er skilið kynningarrit um Kjarval) verða lesin sögumynstur, ef grannt er að gáð, en þau eru svo hlaðin einskonar fréttum af tilfinníngalífi allra, sem við sögu koma, að þau svo að segja drukkna i þeim og lesandanum harla fáfengilegt það viðfangs- efni að kafa eftir þeim og draga i land. Það gildir sérstaklega um „Óp bjöllunnar," sem er öðrum þræði ástarsaga upp á gamla mátann, ungur maður þeytist um friðlaus af ástarbríma og gripur svo til þess úrræðis. þegar honum er orðið Ijóst að hann hemur ekki frekar tilfinningar sinar með stúlkunni en án hennar, að skrifa þessa lýsingu. Bókin verður best lesin eins og um sé að ræða óvenjulega aðferð til að segja sannsögulega hluti. Sögumynstrið er einskonar raungervi (rationalisering) óráðlegrar hegðunar aðalpersónunnar i hinni, þeirri næstu á undan á ferli höfundar, „Fljótt, fljótt, sagði fuglinn," persónu- gervið næstum hið sama. Þetta gervi er hið heimspekilega humanismans, i „Ópi bjöilunnar" er aðalpersónan stúdent og hrærist I þvi andrúmslofti, sem ríkti í háskólum viða um lönd á sjöunda áratugnum, uppreisn gegn visindalegri nytsemihyggju i nafni humanisma og beindist með öfugsnúnum hætti á þessari öld doðans að þvi að valda, ef ekki likamlegum þá tilfinningalegum sársauka með frámunum. Aðalpersónan er Með notkun á Ultra Brite vcrða tcnnurnar hvítari ogandinn fcrskarí. Bragðið af Ultra Britc er engu líkt — það er svq hressandi ferskt vegna samsetningar sinnar, að þú finnur, hvernig andi þinn verður ferskari - hvernigtcnnurnar verða hvítari og gljá mcira. Þcim,scm nota Ultra Brite cinu sinni,finnst annað tannkrcm harla bragðlaust. ekki einstaklingur treKar en aðrar I verkum Ihors. aö lista- mönnum undanskildum, þar eð menning leyfir ekki slikt, annaðhvort af þvi að hún er geld af elli eða beinlínis gerræðisleg; að frátöldu félagslega sjálfinu. stúdentinum, er persónan, sem söguna segir, i upplausn. Og ef saga stúdents- ins misheppnast er það af því að málvitund hans er gegnsmog- in tjáningarlausum málstöðlum nytsemihyggjunnar visinda- legu. Sögusviðið i „Fljótt, fljótt, sagði fuglinn," er breiðara, tíminn nokkurn veginn sá sami. Reynt er með þeirri sögu. finnst mér, að draga upp mynd af sundurlyndi, séðu innan frá. Báðar bækurnar eru skrifaðar i þriðju persónu, báðar gildari samt sem ritgerðir en skáldskapur. Þvf skyldi maður, sem finnur að ritfang hans er undir annarra stjórn, skrifa ritgerðir sinar i fyrstu persónu? Svo er, þegar lýsa skal gerræði, sem er altækt; tekur einnig til ritarans. Þá verður ritsmið enn sann- verðugri, ef hið félagslega sjálf er aðskilið gerandanum þegar i upphaf i og fellt inn i ramma verksins. Maðurinn i „ Fljótt, fIjótt, sagði fuglinn" er a.m.k. tvlskiptur og af þvi að enginn er til að skoða þennan mann utan frá skiptist einnig frásögnin, er sálarfar þessa óheillynda manns deilist frá einu sjálfi á annað. Hann reikar, likt og vofa, um menningarlegt andrúmsloft Vestur-Evrópu og ferðast um þrjú hvel I einu, hugarflugs síns, fortiðarinnar og á sviði skynfæranna, samtíðar sinnar. Sögu- mynstrið er likt kópiu hinna algengari; i stað þeirrar heildar, sem hin venjulegri mynda, eru rifniur, eyður og afmarkanir einangraðra lýsinga; mynstur, sem er á færi lesanda að akveöa að sé svo. Hiö maitarsiega visar tu pessarar merkingarheildar, glundroðinn er listræn móthverfa við text- ann, svo að upphefst saman og verður heilleg mynd af nútimamanni. Þessu afsprengi félagslegra venja. sem mótast hafa kynslóð fram af kynslóð af marglundaðri skemmtunar- hneigð er hlotið hefur að taka á sig yfirbragð óheillyndis ný og mótsegjandi sjálf, til að geta með sinýjum hætti notið verk- anna skynhrifanna (sensualismi, sem Oscar Wilde gerir skil- merkilega grein fyrir í „Myndinni af Dorian Gray.") i báðum bókunum er „maðurinn," persónugervi humanismans, að drukknun kominn i straumsvelg, sem hin humaniska heim- speki hefur þó valdið og heldur við, maðurinn rasar óræðislega á vixl i heimum skyns og ofskynjana, rótslitinn og án meðvit- undrar um uppruna. Og berst ekki áfram með þessum straum- svelg heldur snýst og fer á kaf skýtur upp og straumsvelgurinn hrífur hann til sín að nýju. Þolgæði er þörf við lestur þessara bóka og biðlundar; til að lesa sig áfram eftir orðastiklum sem i sífellu valtra eða sökkva undan álagi, byltast og breytast, skarast sem málheildir hver að annarri, gnastrandi og stund- um þrungnar Ijótleika eins og slái holdsveikifölva á fegurð setninganna; láta veiða sig i net frásagnarinnar og leyfa sviplyndislegri árásargirni að fljúga á sig út úr samskeytum hennar og sundra þvi jafnvægi, sem hún hefur komið á lundarlagið, án þess að glata þeirri stillingu er þarf til að nema sviptingarnar. Niðurlag i næsta blaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.