Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Page 4
KONUR í SVIÐS- LJÖSI Til hægri: Elizabet af Toro, fulltrúi Uganda á þingi sameinuSu þjóSanna. AS neSan: UtanríkisréSherrann fyrrverandi i búning innfæddra i Uganda. Hún hóf feril sinn sem smá- stirni f kvikmyndaheiminum, en geröist sfðar fyrirsæta. Þar hafói hún heppnina með sér, fór vfða og varð þekkt á sfnu sviði. En þá varð merkilegt stökk á framaferli hennar. Hún var skipuð f embætti utanríkisráðherra Uganda, og tók við því fyrir u.þ.b. ári. Þegar hún tók við embættinu lýsti hún yfir þvf, að hún ætlaði að sanna um- heiminum, að Afríka ætti sér sið- menningu. Það hefði þessi gáfaða prins- essa, Elfsabet af Toro, eflaust gert, ef ekki hefði viljað svo til, að hún varð ráðherra í stjórn þess manns, sem einn bezt þykir kom- inn að sæmdarheitinu Franken- stein Afríku, en þaó er Idi Amin. Amin er gamall hnefaleikakappi og forsætisráðherra Uganda. Aó eigin sögn hefur hann stjórnvizku sína beint af himnum en hvorki er hann læs né skrifandi. Hann réð hina fögru utanríkisráð- herrafrú sína fyrir ári og um dag- inn rak hann hana. Astæðan fyrir brottrekstrinum þykir allóvenjuleg; Amin sakaöi prinsessuna nefnilega um þaó aó hafa átt mök viö hvítan mann (þ.e. rauðfjólubláan) inni á salerni í flugstöðinni á Orly í París. Hin rétta ástæöa mun þó vera önnur; sem sé afbrýðisemi hershöfðingjans. Þetta mein hefur kvalið hann um nokkurt skeið, eða frá því hann gerði prinsessuna að utan- ríkisráðherra sinum. Hún renndi hýrum augum til forvera sins I embætti, en sá galt það dýru verði — hann fannst dauður á floti í ánni Níl. Upp frá þvi veittu vinir prinsessunnar því athygli, að hún var breytt. Hún virtist oft áhyggjufull, kvíðin og sagði sjaldan hug sinn. Hún, sem hafði lagt stund á lögfræói i Bretlandi og orðið fyrst kvenna til að öðlast málflutningsréttindi i landi sínu, verið vinsæl fyrirsæta i Frakk- landi og Bandaríkjunum, virtist t.d. hafa snúizt gersamlega í Elizabet þótti fögur og hafði verið Ijósmyndafyrir- sæta áður en hún varð utanrikisráðherra. Hér sést hún ktædd á Vesturlandavisu á leið til New York. Um frama og örlög Eiizabetar af Toro STJÓR' NMÁLA- FRAMJ 4 FKP’i OG ÁniQC’lf'MI Hvað gerði Idi Amin við hinn fagra utanríkisráðherra? stjórnmálum og úthúðaði hinum heimsvaldasinnuóu, vestrænu rikjum við hvert tækifæri. Gamlir kunningjar hennar kváðu engan efa á því, að hún segði ekki annað en það, sem Amin ætlaðist til. Þegar hún kom heim til Kampala af síðasta þingi Samein- uðu þjóðanna (hún fór reyndar um Orly, en var þar aðeins í korter) handtóku veróir Amins hana. Það eru dugnaðarpiltar, því þeir eru taldir hafa annað um það bil 50.000 morðum frá því, að hinn bústni hnefaleikari og for- sætisráðherra tók völd, og hóf ógnarstjórn sina. Meðan Elísabet prinsessa gegndi embætti ráð- herra varð hún að verja ógnir Amins og miskunnarlaus morð; ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.