Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 5
Hún er failegasta fórnar- lamb forsetans í Uganda, sem hvorki er iæs né skrifandi Idi Amin, fyrrum boxari og nú forseti Uganda. Ráðherrar hans hlusta bara á útvarp til þess að heyra hvaða ákvarðanir forsetinn hafi tekiðfyrir þá. Elizabet af Toro með kollega slnum, þýzka utanrlkisráðherranum Hans- Dietrich Genscher. Amin forseti varð óður og setti Elizabetu af, þegar hann hélt að hún hefði farið inn á klósett i París með hvftum manni. og nú veit enginn hvort hún er lífs eða liðin. nú hangir líf hennar sjálfrar á bláþræði. Tilraunir þýzka ráðherrans Hans-Dietrichs Genschers til þess að fá Henry Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, til að leggja inn gott orð fyrir hinn fyrr- verandi kollega sinn, runnu út í sandinn. Kissinger færðist und- an; bar hann það fyrir sig, að af þessu mundu aðeins hljótast „vandræði". Rut Brandt, fyrrum kanslarafrú Vestur-Þýzkalands, á heimili sínu ásamt Matthlasi syni þeirra hjóna. „Þœgilegra aðveralausvið lífverðina" Viötal viö Rut Brandt, hina norsku eiginkonu Willy Brandts. Eftir Évu Windmöller Eins og áður er ekið upp á bjargið, beygt inn i hliðargötu skammt frá kanzlarabústaðnum á Kiefernvegi og numið staðar fyrir framan langt, hvítt einbýlishús með tigulsteinþaki. En talsverður munur er samt á að heimsækja Brandthjónin fyrr og nú. Nú spyrja mann engir verðir að nafni, eða sá sægur þjónustu- fólks, ökumanna og leyniþjón- ustumanna, sem áður var að mæta þar. Bastarðurinn Bastian tekur geltandi á móti okkur í garðinum. Rut Brandt kemur sjálf til dyra. Hún er klædd flauelsjakka og blússu frá tlzkufrömuðinum Louis Feraud I Parls. Hún minnist á nýju hárgreiðsluna sína, og kveður hana sérlega þægilega og hagkvæma. Húsið, sem Brandthjónin tóku á leigu ! júll slðastliðnum, er þægilegra en kanzlarabústaður- inn gamli var. Úr bjartri dagstof- unni 01 opið inn I eldhús, er rúmar átta manns við borð, og inn f gestasal. Niðri I kjallara standa bókakassarnir i stæðum. Rut Brandt kærði sig ekki um bókahillur á veggjunum; heldur hanga þar myndir eftir Káthe Kollwitz, Max Ernst og Georg Meistermann meðal annarra. Niðri er bjórkjallari, sem einnig er sjónvarpsherbergi. Þar dönsuðu fjörutlu manns I veizlu í október eð var. Lars Brandt, tuttugu og þriggja ára gamall sonur hjóna, hefur komið sér notalega fyrir I sérlbúð' á neðri hæðinni. Á efri hæðinni eru baðherbergi, vinnu- stofa Brandts, herbergi Matthlas- ar Brandts, sem er þrettán ára gamall, svefnherbergi hjónanna og stofa Rutar. Við spyrjum hvort þau hyggist búa þarna alltaf framvegis. ,,Það hugsa ég nú ekki." segir Rut, „en ég hefi samt oftar en einu sinni sagt, að þurfi ég að flytja enn einu sinni muni ég sprengja allt i loft upp." Rut Brandt er glaðvær og hlát- urmild kona, frjálsleg og dugn- aðarleg i fasi. Hún kveðst reynd- ar vera feimin að upplagi, en sé svo, eyðir hún þvi með hæðni og gamanmalum. Við spyrjum hvaða breytingar hafi helzt orðið á háttum hennar frá þvl maður hennar lét af embætti kanzlara. „Ég fer fyrr á fætur," segir hún, „borða ekki lengur morgunverð I rúminu, og ég sef lika skemur á daginn." Þar sem mestallt þjón- ustufólkið frá kanzlaratlmanum er nú farið og ekki eftir nema norska húshjálpin, hafa heimilis- störfin hlaðist æ meir á frúna. Hún fer í innkaupaferðir — og nú lífvarðarlaus. „Ég hafði prýðilega lifverði," segir hún, ,,en það er nú samt þægiiegra að vera laus við þá." Af námi Matthiasar son- ar síns skiptir hún sér lítið. „Ég hef alltaf sagt börnum mínum, að ég getí hjálpað þeim þar til i öðrum bekk — en ekki lengur." Stjórnmálaumræður hafa auk- izt á heimilinu frá þvi að Brandt lét af embætti. „Við höfum meiri ttma núna," segir kona hans. „ÁSur var svo mikið um að vera, að ég hafði oft fréttir minar fyrst úr útvarpinu. Nú má hann vera að þvl að ræða málin viS mig." Við spyrjum hvort kanzlaranum fyrr- verandi hafi ekki brugðið við um- skiptin. „Streitan hefur náttúru- lega stórminnkað," segir Rut. „En hann hefur svo sem kappnóg að gera eftir sem áður. Mér finnst hann einn albezti stjórnmála- maður, sem nú er uppi. Ég er e.t.v. ekki hlutlaus um málið, en ég held nú samt, að þetta sé ekki fjarri sanni." Á mánaðarfresti heimsækir hún Pétur, son sinn, sem er tuttugu og sex ára og býr i Berlín. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.