Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Page 6
Rut Brandt ræðir við blaðamann á heimili sinu. Að neðan stendur hún fyrir utan húsið. sem bau hiónin fluttu í. eftir að Willv lét af kanslaraembætti. HJÁ RUT BRANDT Hún ræSir af stolti um náms- frama hans. Hann lauk doktors- prófi í sögu fyrir tveimur árum, og hlaut fyrir einkunnina „magna cum laude". Nú er veriö að gefa doktorsritgerð hans ut. „Honum gengur mjög vel," segir móðir hans. „Ég held, að þetta próf hafi verið ákaflega þýðingarmikið fyrir hann. Hann leggur sjálfsagt fynr sig háskólakennslu." Hún hefur haldið tryggð við gamla vini sina i Berlín, svo sem Klaus Schiitz, borgarstjóra, og tlzku- frömuðinn Uli Richter. „Vinátta er mér mikils virði," segir hún. „Ég held, að ég sé vinum minum góður vinur." Þegar hún bjó i Bonn reyndi hún það oft, að hið háa embætti manns hennar myndaði óþægilega gjá milli hennar og annars fólks. „Ætti ég von á fólki í heimsókn velti ég því oft fyrir mér, hvort það kæmi vegna vin- áttu við okkur eða aðeins vegna kanzlaraembættisins. Ég undrast mest, hve margir hafa haldið tryggð við okkur. En sjálf á ég hægara um vik að auðsýna vin- áttu mina eftir að Willy lét af embætti." Þegar Brandt var kanzlari reyndi Rut að komast hjá þvl sem mest hún gat að hafa sig i frammi. „Ég lagði náttúrulega alltof litið af mörkum." segir hún nú. „Einu sinni var ég i boði húsmæðrafélags i Berlín. Allt i einu sagði einhver: „Og nú langar frú Brandt að segja við ykkur fáein orð." Ég stóð eins og þvara og vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera." Rut Brandt er sannfærður sósialdemókrati, en hún hefur engan stjórnmálalegan metnað, og þess vegna leit hún aldrei svo á, að kanslaratignin væri varan- leg. „Þetta er alls ekkert ævi- starf." En hún hefur orð á þvi, að sú afstaða sé fremur norskættuð en þýzk. i Noregi þykir það sjálf- sagt, að stjórnmálamenn segi af sér. Í Þýzkalandi þyki það jafnvel hin mesta vansæmd. Við spurð- um. hvort henni hefði líkað af- sögnin illa. „Bæði og. Ég hugsaði auðvitað málið þegar upp komst um Guillaume og komst að þeirri niðurstöðu að taka yrði afleiðing- unum. Og þegar eiginmaður minn tók ákvörðun sína, var ég á sama máli." Rut Brandt frétti það fyrst, að upp hefði komizt um njósnastarf- semi Gunter Guillaumes, er hún Rut og Willy Brandt í sumarbústaðnum, sem þau byggðu i Hamar í Noregi, en frúin er þaðan. IVIeðal annarra dvaldist þar hjá þeim njósnarinn Gunter Guillaume, sem valdur varð að falli Brandts. var að koma ur leyfi í Noregi. Fregnirnar heyrði hún i útvarps tækinu i bil sinum. „Við lá, að við Matthias hentumst upp úr sæt- unum," segir hún um viðbrögðin. „Fyrst hugsuðum við sem svo, að þetta væri útilokað, þetta gæti ekki verið. En eitthvað hlaut að vera til í þessu. þvi annars hefði nafn Guiilaumes aldrei verið nefnt. Ég get varla sagt, að ég þekki Guillaume nokkuð. Siðar frétti ég, að ég hefði verið ást- kona hans." Og hún hlær. Ég hef aldrei nokkurn tima talað við hann í einrúmi. „Góðan daginn, hvernig liður yður?" það er nokkurn veginn innihald saman- lagðra samræðna okkar. Hann dvaldist reyndar hjá okkur i sumarleyfinu i Noregi 1973, en þá var ég alltaf svo önnum kafin, að ég tók naumast eftir honum. En þegar hann kom sá ég konu hans i fyrsta sinni. Mér leizt þannig á, að hún mundi vera húsbóndinn á heimilinu. Ég bauð þeim i glas og við átum þrjú samc. ', í u.þ.b. tuttugu mínútur. Hún var afskaplega hrifin af Suð- ur-Frakklandi, en þar dvöldust þau löngum. En ég get sem sé ekki sagt, að ég hafi þekkt Guill aume neitt. Hann reyndi aldrei að fitja upp á samræðum við mig. Ég hef líklega ekki átt við hann." Eftir að Guillaume var handtek- inn, fullvissaði Rut Brandt sig um það. að litið yrði til með sextán ára gömlum syni hans, Pierre. Hann hafði dvalizt hjá þeim i Noregi. Um Brandt hafa gengið mis- jafnlega velviljaðar sögusagnir, rétt eins og aðra stjórnmálamenn Framhald á bls. 16 A síðasta sumri áskotnaðist mér til lestrar handrit um íslenzk myndlistarmál, alls 435 þéttvélrit- aðar blaðsíður. Eru þetta tilvitn- anir í gagnrýni og viðtöl, auglýs- ingar og fréttir, — svo og hugleið- ingar höfundar um hin ýmsu mál- efni myndlistarinnar, á árunum 1941—1968. Skrifum þessum er ekki ætlað að birtast opinberlega því til þess eru hugleiðingar höf- undarins of persónulegar og ber- ortar, enda ritaðar útfrá sérstöku sjónarhorni. En þvi vek ég máls á þessu, að handritið geymir fróð- legar upplýsingar um þróunar- feril íslenzkra myndlistarmála, um baráttu listamanna fyrir stefnum og listmati, um aðstöðu tiltekinna hópa og einstaklinga, og um annað sem virðist áhrifa- valdur í félagsmálum og samtima- kynningu. Við samanburð á hand- ritinu og greinum í úrklippusöfn- um virðist sem þáttur abstrakt- listamanna sé einna mest áber- andi. Fyrir því liggja margar or- sakir sem gætu varpað ljósi á ýmis vafamál og deilur, — og því hef ég kosið að fjalla nokkuð um verkanir abstraktstefnunnar hér í byrjun. Ráðandi afl. „Samband listarinnar víð veru- leikann rofnar ekki, þótt hin list- rænu form séu ekki lengur hin sömu og form raunverulegra hluta." 1). 1 hugum lslendinga var abstraktlist eitthvað sem var alls MYNDLIST Menn og myndlistarstefnur LIST í EINANGRUN Eftir Níels Hafstein 24 A-22 Á Listasafni ríkisins. Fastir liðir eins og venjulega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.