Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 7
Popplist: Skopmyndalandslag eftir Erro — hluti af myndinni. Bridget Riley: Crest, 1964. Dœmi um sjónertingu myndar. oskylt venjulegum smekk, óra- fjarri veruleikanum og studdist á engan hátt við þekktar hefðir úr *™ bjóðarinnar, — og helztu rök- semdir gegn abstraktlistinni voru Þ»r, að hún tjáði ekkert, merkti ekkert, enda gæti allur almenn- 'ngur gabbazt með svona hluti. Þessi afstaða meginþorra lands- manna hefur fram á þennan dag °rkað mjög á afstöðu listamanna gagnvart njótendum listarinnar, þeir hafa stigið uppí hæðir ósnertanleiksins, haldnir mein- lokum og grillum um hlutverk sitt og viðhaldið ákveðinni fjarlægð milli almennings og listarinnar. Barátta abstraktfólks við þröng- sýni landsmanna og fyrir tilveru sinni hefur orsakað félagslega lömun, splundrað samstarfstæki- færum og tafið fyrir sameigin- legu stéttarfélagi myndlistar- manna. Af þessari einangrun- arstefnu hefur svo hlotizt óæskileg afstaða hinna eldri manna í garð þeirra yngri (sem vissulega eiga nokkra sök líka). I FlM (Félagi islenzkra myndlistarmanna) eru um 60% af islenzkum myndlstarmönnum, hin 40% standa úti i kuldanum, og haf a lítil sem engin áhrif á þær stofnanir er um myndlist fjalla, má þar nefna Listasafn Islands, Myndlista- og handiðaskólann (þótt hann sé ekki beint settur undir FÍM) og nefnd til úthlutun- ar listamannalauna. (Það skal tekið fram að FlM-menn eru auk abstraktistanna nokkrir raun- sæismenn, svo og þeir sem hættir eru afskiptum af myndlistarmál- um sökum elli). Það er þó dálítil huggun, að endurskoðun stendur yfir um málefni FlM og reglur, hver svo sem niðurstaðan verður. Meira um abstrakt: 1 aldagamalli hýbýlahönnun Japana birtist sú abstraktniður- röðun forma sem De Stijl- hreyfingin og Bauhausstofnunin endurvöktu á fyrsta fjórðungi aldarinnar, og sem lifað hefur af upplausn siðari heimsstyrjaldar. Hreyfingar þessar stefndu að endurnýjun umhverfismenning- ar, þar sem saman færi hugvitsöm lausn og einföld, sléttir og/eða aðskildir fletir, skýrar línur og samræmd form. Á Islandi hefur því abstraktstefnan haft mikil áhrif, sem og víðar. Abstraktlist á söfnum. Islendingar hafa verið duglegir að búa til abstraktmyndir, það sést vel þegar Listasafn Islands er skoðað. 1 flestum sölum hanga uppi keimlik málverk, sömu form- in svipaðar niðurstöður. En þeg- ar listasöfn ^flendis eru stikuð bregður öðruvísi "við. Eru menn í réttu húsi? Hvar eru myndirnar í abstraktstíl? Verðirnir hrista hausinn og benda hver á ann- an. Fyrir utan fáein tíma- mótaverk, eða sýnishorn, þá hefur abstraktlistaverk- unum verið fargað eða komið í geymslu. En þeirra i stað skreyta veggina myndir af öðru sauðarhúsi, öllu nýstárlegri og við hæfi nútimafólks (og vonandi hverfa þessi verk einnig af veggj- unum í fyllingu timans!). Svona vinnubrögð á stjórn Listasafns Is- lands að taka sér til fyrirmyndar. Gömul og ný gildi Það má endalaust pexa um það hvenær liststefna hefur runnið sitt skeið á enda. Það má einnig deila hart um áhrif liststefnu á samtíðina, hvað hún skilur eftir í hugum fjöldans og í umhverfinu. Hitt er þö öllu líklegra, að það sem ávinnst hverri stefnu færist fram til þeirrar næstu að ein- hverju leyti. Er þá vel ef jákvæð- ustu eiginui: endurfæðast> Þ.ró/ uninni og samlagast nýjum gua- um hugsunar og framkvæmda. Hvað listamenn áhrærir, þá ber þeim að gleðjast ef lífsstarf þeirra ber einhvern þroska i framvind- unni.Én þeim ber einnig að virða viðleitni tilraunasmiða og framúr- stefnufólks vegnaþessaðmynd hugsunin hlýtur ætíð sifrjóvgandi sýnir og tekur mið af, þó svo þær virðist f áránlegar og ósamsaman- legar því sem fyrir er. I þessu sambandi má nefna andlistarlegu myndstefnuna DaDa. Stephen Fairbairn og Margrét Jóelsdóttir: Breyting myndarinnar orsakast af hreyfingum skoðandans. DaDaisminn var uppreisn gegn hámenningu sem leiddi af sér strið og óáran, staðnaðan hugsun- arhátt og smáborgaraskap. Hon- um var ætlað að hrista upp og hneyksla, en því til viðbótar orkuðu tiltæki dadaistanna mjög örvandi og voru myndhugsuninni þörf hressing. 1 meðferð örfárra listamanna varð hreyfingin hvati til alvarlegrar listrænnar tjáning- ar og hefur ásannazt snjallast i myndverkum conceptista, — og surrealisminn sem óx að nokkru útfrá dadaískum viðhorfum hefur sífellt aðlagazt nýjum straumum og endurnýjazt framá þennan dag. Auk abstraktstefnunnar hef- ur op listin glímt við formræn gildi, — og i earthworks (náttúru- list) virðast formin einnig þjóna einhverjum tilgangi. Að nálgast strauminn Upplýsingastarfsemi framúr- stefnufólks er býsna bágborin, öfugt við básúnuleik abstrakt- manna, og stundum hvarflar að sú hugsun hvort nýjungagjarnir menn i fararbroddi íslenzkrar myndlistar séu svo uppteknir með list sinni að þeim gefist enginn tfrni til annars. Það er auðvitað augljóst mál að hin dagiega '*'•.?,?>* fyrir lífinu tefur allan framgang listrænnar sköpunar, þokar lista- fólkinu yfir á bás ófrelsis og þvingunar þar sem afstaða þess gagnvart almenningi getur orðið þessi: hví skyldum við útslita okk- ur fyrir vanþakkláta dóma og himinhrópandi skilningsleysi? Hví ættum við að kynna verk okk- ar mönnum sem ekkert vilja til vinna að þroskast og breytast? En kannski eru orsakirnar aðrar. Sýningar i musteri frjálshyggj- unnar, Gallerie SÚM, eru oftast nokkur viðburður. Þar hafa nýj- ungarnar verið kynntar, enda sá einn sýningarsalur á landinu sem virðir hugvitið viðlits. En svo undarlega bregður við, þegar leit- að er til dagblaðanna um sjálf- sagða kynningu, aó fréttamenn koma eftir dúk og disk eða kannski alls ekki. Og gagnrýnin birtist iðulega á síðasta degi sýn- ingarinnar (sem er kannski ágætt útaffyrir sig þvi hún hefur verið með þeim eindæmum að jaðrar við fávizku). Boðsmiðar eru send- ir til allra helztu menningarvita og fagurkera, auk ættingja og vina, en f áir listapostular láta svo litið að reka nefið inn. Hvernig getur staðið á því? Varla er það af illgirni, ekki tómlæti, né það sam- ræmist ekki fínum tilfinningum að kynna sér málin? Eða er það umhverfi sýningarsalarins sem ekki fer nógu pent vió andlitsfall- ið? Þó standa öskutunnurnar i portinu i fallegum röðum málaðar i kjól og hvitt með slaufur og bindi! Sannleikurinn er sá aó dagbiöð- in og aðrir fjölmiðlar hafa alið á skoðunum fólksins, látið viðgang- ast niðurrifsgreinar um nýjungar mvndlistarinnar og gjarnan birt " .......-í r,,.A_ þær í bland með freuuni ai Bcu biluðu peninga- og kóngatízku- fólki, eða þá slegið af með bull- skoðunum ritdömara sem klykkja út með setningum eins og: A sýn- ingunni var sumt nokkuð sniðugt og vel gert, en þó saknaói ég þess að ekkert var sprellið eða virki- lega krassandi, en þeir eru efni- legir og eiga sjálfsagt eftir að þroskast. (!) Svona er ástandinu viðhaldið i vinsamlegum (?) tóni ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.