Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 8
Jón Gunnar Árnason: Ex-girlfriend, 1956. Hreyfanleg form. LIST I EINANGRUN að ný list hljóti að vera fáránleg, gott ef ekki bölvaöur óþverri, —' en alls ekki list. Hér má bæta því við að eldri listamenn, þe;r sem barizt hafa fyrir skoóunum sfn- um, oft við fordoma eða skilnings- skort, missa margir sjónar á gangi mála. Og í viðtölum þessara manna sín á milli í blöðunum virðist poplistin vera það allranýj- asta nýtt! Ný myndlist Innan um tímarita- og bóka- staflana er skolar á land rekur stundum kver eða blaðsnuddu með fréttum utan úr heimi, og þar eru nýjustu tilraunir í alvar- legri myndlist skoðaðar og skil- greindar í eðlilegu ljósi. Og viti menn! Þessi rit hverfa strax úr búðarhillunni í hendurnar á ó- þolinmóðu fólki sem skilur sinn vitjunartíma. Til viðbótar þessum bókakosti seytla upplýsingar er- lendis frá með þeim sem tækifæri hafa á utanlandsreisum, stunda sýníngasali og söfn, eða eru á einhvern hátt tengdir myndlist í öðrum löndum. Og ljóst er að þögnin og afdalamennska íslenzks þjóðlífs á sér fáar hlið- stæður, sú þróun sem á sér staö innandyra í mennin.... g-y^ (t.d.) sýnist dálítið utanveltu hérna. Heimildir: D LIST OG FEGURÐ. Símon Jóh. Agústsson. Hlaðbúð Rvík 1953 (Tilfært eftir Albert C. Barnes). ALDATEIKN. Björn Th. Björns- son. Mál & Menning 1973. UM LISTÞÖRFINA. Ernst Fischer. Mál & Menning 1973. TIZKA OG «TIÐARANDl Teikningar og texti; Fríður Oíafsdóttir fatahönnuður LETTLEIKI er einkunnarorð vor- og sumartízkunnar 1975 Sítt, vítt, létt, laust, létt efni og glæsilegt litasamspil verða sjálfsögð kenniorð fata- tízkunnar árið 1975. í ríkum mæli er einnig farið að sleppa fóðri og gera allan frágang sem auðveldastan og þægi- legan. Það er líka nauðsyn- legt fyrir þennan nýja faf2StÍí oein verður stöðugt vinsælli og kalla má „lauk-stílinn", þ.e. eins og laukur er afhýð- aður blað fyrir blað, eru blússur og peysur notaðar ótakmarkaðar utan yfir og ínnan undir aðrar blússur, boli eða kjóla. í Paris eru ófóðraðir kjólar nú þegar orðnir sjálfsagðir hlutir, óhnepptar kápur og jakkar ryðja sér til rúms og alls konar bönd, belti, treflar og sjöl gegna nú æ meira hlutverki hnappa, smellna, og spenna. Margir tala um hina óháðu tízku, sem er eiginlega ekkert nema treflar, dúkar og sjöl, sem eru vafin, hnýtt og bundin eítÍT éigin geðþótta með kápum, kjólum eða blússum. Víddin er alls staðar mikil. Víðar blússur, víðar kápur, viðir kjólar, víðar ermar, víður handvegur og efnismikil pils. Allt er þetta sítt. Alla vega niður fyrir hné, en mest áberandi er nærri ökklasPtt. Manni sýnist hver flik vera tveimur númerum of stór. Yfirleitt eru litirnir í sumar líkir vetrarlitunum, til að hægt sé að sameina sem flestar flikur hvort sem er sumar- eða vetrarfatnaði, þ.e. kjólar sem á veturna eru not- aðir með peysum og á sumrin með blússum eða eínir sér. Það er augljóst, að tízkan stefnir æ meir s» þv? a* vera ekki bundin við neinn vissan aldur. Ekki er lengur talandi um sérstakan „táningafatn- að", heldur takmarkast fatn- aður af lifsskoðunum hvers og eins, óháð aldri. Þar er ekki einungis um að ræða ný efni, form og liti, heldur og um óvenju ferskan blæ, sem einkennir tízkuna 1975 og sem segir loksins nærri skilið við fordóma, óþarfa reglur og bönn. Hinn lausi kjóll verður vin- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.