Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Síða 9
sælasta flíkin á sumri kom- anda. Kjóll, sem er alls staðar laus frá líkamanum eða með belti, rykktur (Felldur) frá öxl- um eða brjósti, með viðum „kimono" ermum, stuttum eða löngum, oft með uppá- broti. Dragtir líta aftur dags- ins Ijós, klassiskar, karlmann- legar, flestar tvíhnepptar með bundnum eða hnepptum pils- um. Hvitt er mikilvægasti litur sumarsins, einn sér eða með röndum. Einnig grátt með bláum, hvítum eða gulum blæ. Rendur eru alls staðar i skyrtum, blússum, stökkum, pilsum, höfuðfötum, buxum eða kjólum. Rendurnar eru ýmist mjóar eða breiðar, sem aðalatriði eða sem skraut, en alltaf samsíða. Mest ber á bláum og hvítum röndum á fingerðum bómullarefnum. Kápur með frjálslegu sniði, eins og hettukápan frá Christian Aujard eiga eftir að ná miklum vinsældum. A’JjSrd héfur óviðjafnanlega tilfinningu fram i fingurgóma fyrir litum og meðferð sniða. Kápan er gulbrún, pilsið úr dökkbláu gabardine og blúss- an með fingerðum röndum. Saint-Laurent er tryggur sí- 9'lda Sahara-stílnum og not- ar nú í þær flíkur hvítt poplin. Pyrir næsta sumar hefur hann og dálæti á viðum, hegnum, gjarnan köflóttum blússum og bundnum poplín- pilsum með stórum utaná vösum. Eins og áður hjá Coco Chanell er Sonia Rykiel fyrir ótímabundin, afar kvenlegan fatnað og lætur aðeins smá- atriðin og litina breytast milli árstiða á modelum sínum. Á mynd 3 sjáum við „dæmi- gerðan" Rykiel glæsibrag. Síður dökkblár mohair-jakki með hvítum böndum og bryddingum við dökkblátt pils og peysu. Takið eftir því á kápunni frá Chloé eru bönd i stað hnappa og gera þau kápuna þar með enn fínlegri. Kápan er úr Ijósu flanelli með tilheyrandi pilsi og silkiblússu. Frjálslegi kjóll- inn frá Chloé úr langrönd- ótta, hvita, bláa og rauða silkikennda efninu er með „kimono" ermum og leikandi léttum plisseruðum „vó- löntum". Höfundur Chloé fatanna sækir hugmyndir sínar langt aftur i söguna, til tíma Mariu Antoinette er riún lék sér i silkikjólunum sínum á grænni grundu við lömbin smá. Það er ekki frá þvi, að Cacharel hafi orðið fyrir áhrif- um frá Daisy og hinum óvið- jafnanlega Gatsby á tennis- vellinum, er hann skóp sumarfatnaðinn 75. Með þvi Framhakl á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.