Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 10
HVERNIG VERÐUR MAÐURINN ARIÐ 5000? Hinn ódauðiegi maSur verður aSeins heili árið 5000 — hitt verður allt vélar, ef til vill dreifðar um þúsundir reikistjarna en tengdar með útvarps- bylgjum. Bandariski vísindamaðurinn og rithöfundurinn E. C. Ettinger ætlar að verða tímafari (krononaut) — hann ætlar að láta frysta sig og ferðast djúp- frystur gegnum tímann eins og tugur látinna manna gerir nú þegar. Og Ettinger er sannfærður um, aó það sé gerlegt að frysta fólk og þíða það aftur eftir 500 eða 1000 ár. Eða til dæmis árið 5000. Ettinger er einnig sann- færður um, að maðurinn geti í rauninni lifað að eilífu, að það sé aðeins vanahugsun hjá okkur, að dauðinn sé eins sjálfsagður og amen i kirkjunni. Ettinger telur ótrúlega möguleika fólgna í „hönnun mannsins" eins og hann kallar það. Við erum þegar komn- ir vel á veg. Gleraugu, gull- fyllingar og getnaðarpillur eru til- raunir til að betrumbæta mann- inn — við erum á leið meó að skapa ofurmennið. Og umbylting siðustu ára innan rafeindatækn- innar og líffræðinnar gefa Etting- er auknar vonir. Hann skrifar í nýrri bók sinni: „Nú virðast aðeins fáir liffræóingar efast um, að við gætum lært með tímanum að framleiða börn með nákvæm- lega þeim eiginleikum, sem æskt er eftir." Það sem á allan huga Ettingers er ofurmennið. Hann er viss um, að við getum leyst „ráðgátu ell- innar" þannig að fóik hætti að eldast — og þar til við náum svo langt, verða þeir, sem vilja lifa að eilífu, að nota sér djúpfrysting- una. Likamsfrumur mannsins sjá að miklu leyti sjálfar um viðhald og endurbætur. Við þurfum aðeins að finna þau efni eða áhrif, sem eyóileggja frumurnar og hindra þær í að starfa, þegar við verðum gömul. En þetta er bara tækniatriði — eins og bandarisk- ur ofursti sagði, þegar hann lagði- það til i síðari heimsstyrjöld, að Atlantshafið yrði hitað upp að suðumarki til að ráða niðurlögum þýskra kafbáta. En hversvegna ættum við svo sem að óska okkur eilífs lifs — velflestir eru í rauninni saddir lifdaga um nírætt. Vegna þess að endalaust lif hefði í för með sér endalaust gaman. Ettinger þykist viss um að hann gæti ve! eytt þúsund árum i að horfa á sólsetur yfir Kyrrahafinu, reika um viðátt- ur Kanada, hlusta á Bach og Mozart og ef til vili Simon og Garfunkel. Og svo telur Ettinger engan efa á þvi, að þá muni hver einasti maður fá tíu milljónir dollara árlega að minnsta kosti, fyrir það eitt að draga andann. En hvernig er svo þetta ofur- menni, sem Ettinger kynnir okk- ur? Hann veit það ekki, en segir okkur frá þeim furðulegu mögu- leikum sem hann teiur liggja fyrir. Það kemur ekkert súper- mönnum teiknimyndanna við, þeir eru á mörgum sviðum of óraunhæfir. En á öðrum sviðum eru þeir ótrúlega einfaldir í samanburði við hugmyndir Ettingers. Við þurfum stærri heila — við gætum ef til vill tengt heila okkar við tölvur (tíl erfiðs- . vinnu og sem minnisbanka) með leysisgeislum. Eða þá að margt fólk gæti með fjarskyggni „hugsað saman". Og þriðji mögu- leikinn er Kýborgin. Kýborgin er maður, sem hefur að nokkrum hluta liffærakerfi úr gerviliffær- um. Hægt er að imynda sér Ký- borg, sem hefur aðeins gervilíf- færi í brjóst- og kviðarholi — eða háþróaðri Kýborg með lokað lif- kerfi, þar sem kjarnorkurafhlöð- ur væru eini orkugjafinn. Einnig hefur verið rætt um svonefnda „diskmenn" — fólk, sem getur aðeins hreyft sig úr stað í fljúgandi diski. Af hinum upprunalega manni er þá aðeins höfuðið — eða ef til vill aðeins heilinn — eftir, hitt er tilbúið, og því eru engin takmörk sett, hverskonar mann er hægt að setja saman. Það er alltaf hægt að ..byggja við sig" — fá sér fleiri augu, fleiri skynfæri — og hafa þau á mismunandi stöðum. Hvernig líst ykkur t.d. á að hafa tvö augu á tunglinu, önnur á Mars, ein í Indlandi — já, og svo vitanlega ekki úrelt augu eins og við höfum, heldur augu, sem sjá i myrkri, augu sem nema bæði út- fjólubláu og innrauðu geislana. Og hvi ekki augu, sem sjá útvarps- bylgjur? Og fyrst maður er nú orðinn vanur því að hafa líkama, sem samsettur er úr gerólíkum skynsvæðum — hvi þá ekki að láta dýr, t.d. otur, antílópu eða hlébarða, vera hluta af líkama sinum, þá gæti maður „farið i fri" með þvi að „stilla á" hlébarðann og finna og skynja allt sem hann finnur og skynjar. Og þetta gæti maður allt gert sitjandi í stólnum sínum heima, þvi engin ástæða er til að láta heilann hreyfa sig. Ettinger er ekki heldur I neinum vafa um að ástalífi og kynlifi muni gefast ótæmandi möguleik- ar, en hann viðurkennir þó að ekki sé víst að Kýborgin og við- byggingar hennar séu óumflýjan- legt þróunarstig í meginstraumi mannlegra og ofurmannlegra framfara. Hann viðurkennir einn- ig, að um alvarlega vankanta og erfiðleika geti orðið að ræða. Það gæti ef til vill orðið óheppil'egt að vera svo háður „viðgerða- og vara- hlutaþjónustu". Ekki það, að hann telji að venjulegt fólk muni verða á þönum við viðgerðir á Kýborgum, þvi Ettinger álitur til dæmis, að þau vandamál sem nú eru á allra vörum — mann- fjölgunarvandamál, orku- og matarskortur — verði auðleyst með framleiðslu vélmenna, sem sjálf muni fraimcÍÖS Önnur vél- menni, sem svo aftur framleiða nákvæmlega það sem við óskum eftir — í ótakmörkuðu magni og hvenær sem er. 1 geimnum er ótakmarkað rúm og næga orku að finna — og raunar er næg kjarn- orka bæði i graníti og i sjónum. Umhverfis-krossfararnir — sem Ettinger kallar svo — fá ádrepu á tveimur og hálfri siðu af þeim 278 í bók Ettingers — en sióan heldur Ettinger ótrauður áfram, enda þótt hann viðurkenni að það sé að nokkru leyti að horf a á hlutina gegnum rósrautt gler. En upp með gleraugun — þvi imyndunarafl Ettingers er siður en svo á þroturn. Kýborgirnar þurfa alls ekki að hafa heilann á einum tilteknum stað. Honum mætti vel skipta og hafa hann á mörgum stöðum, er væru inn- byrðis tengdir með radíóbylgjum. En ef heili væri dreifður um allan geiminn — þannig að mörg Ijósár yrðu á milli hinna ýmsu hluta hans — hefði það í för með sér að risinn yrði allseinn að hugsa, þ.e. ef kenningar Einsteins standast. En i þessum möguleika, að menn á æðri siðmenningarstigum komist á makrokosmiskt svið, sér Ettinger hugsanlega skýringu á þvi að við fáum engar heimsóknir frá æðri þróunarverum. En til hvers að vera að dreifa heila sínum viðsvegar um geim- inn? Til að öðlast ódauðleika, svarar Ettinger. Eigi einhverjar hamfarir sér stað, eins og ef stjarna springur eða þvíumlíkt, eyðileggst aðeins lítill hluti hvers einstaklings. Ettinger imyndar sér, að í einu sólkerfi búi milljón- ir einstaklinga, sem aftur hafa hver um sig smáhluta af sjálfum sér á jafnmörgum milljónum pláneta. Ef til er þetta svo nú þegar — ef til vill erum við frum- ur þeirra. Og annar möguleiki: ef til vill erum við ekki ennþá frum- ur risanna, en verðum það fyrst er við höfum náð nægilega háu þróunarstigi... Og siðan segir Ettinger: „Að lokum skal það tekið fram, að ég er hvorki að spá né segja fyrir, að slíkir risar verði til. Ég er sann- færður um að þróun af þessu tagi sé vægast sagt ólíkleg. Ég get ekki gert mér i hugarlund, að við þurf- um nokkurntíma að hafa áhyggj- ur af eilifu lífi — en aftur á móti af lífi, sem „aðeins" nær yfir 1000 eða 10.000 ár.... Markmiðið með þessari litlu hugsanatilraun er að sýna þvi fólki í tvo heimana, sem heldur að hægt sé að loka augun- um fyrir þvi hvað geti og geti ekki gerst á árþúsundum framtiðar- innar." Ettinger hefur svo sannarlega ekki augun lokuð — hugmynda- flugi hans virðast lítil takmörk sett. Súpermanninum mun — ef til vill — fylgja súperkynlíf — því venjulegt - kynlif er vitanlega óþarft, þar sem unnt er að ganga frá öllu i tilraunaglösum. Til- finningalega þörf mannsins fyrir kynlíf litur Ettinger aðeins á sem enn einn veikleika homo sapiens árgerð 1974. Hann segir: Súper- kynbomban verður ef til vill al- sett götum af ýmsum gerðum og stærðum — eitthvað í átt við sam- vinnuþýðan ostbita, en þó skraut- legri og með betri ilm. Og súperkarlmaðurinn verður þá sennilega með tilsvarandi fjölda anga svo þau geta umvafið hvort ánnað Og bylt sér á milljón mismunandi vegu — óþreytandi eins og vökvadælur. Og ef um kýborg er að ræða gætu þau verið vökvadælur. Maður ætti því ef til vill að f ara að aura saman fyrir djúp- frystingu — eða... En það er að minnsta kosti ráð- legt að sjá til þess að djúpfryst- ingin verði almennileg. Satt að segja liggja nokkrir nú þegar og halda (ef þeir halda þá nokkuð lengur) að þeir séu frystir niður í mínus eitt eða tvö hundruð gráö- ur, eins og vísindin segja fyrir um, en eru i rauninni aðeins kældir. Og þeir ranka áreiðanlega aldrei viö\.ftur. ¦ ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.