Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 12
Eins og Sœfmnur endur- borínn Jón tíjörgvinsson ræðir við SIGURÐ ÞORGRÍMSSON Á dimmu reykvisku haust- kvöldi stendur hann í verkstæðis- dyrunum og ræðir við viðgerðar- mennina. Viðgerðarmennirnir, sem nýskriðnir eru unddn biluð- um bilunum, eru ataðir oliu og óhreinindum. Þó dregur maður- inn, sem er á tali við þá athygli okkar að ser vegna tötralegs klæðnaðar. Hann er þarna i heim- sókn. Hann gæti verið sjálfur Fjalla- Eyvindur endurfæddur, svo úti- legumannalegur er hann útlits. Skeggið er sitt og stritt og hefur greinilega hvorki komist i nám- unda við vatn né greiðu svo vik- um skiptir. Yfirhöfnin er rifin og tætt úlpa, sem bundin er að likamanum með snærisspotta. Skórnir eru rifnir og slitnir og sitt af hvoru tagi i þokkabót. Við nemum staðar til að virða þennan mann betur fyrir okkur. Við göngum til hans og það kem- ur í Ijós, að hann er það, sem hann litur út fyrir að vera, útilegumað- ur i Reykjavík á 20. öld. Hann tekur okkur vel og lætur sér lítið bregða, þótt við séum undrandi. Þetta er ekki gamall maður heldur stæðilegur og hraustur maður með hvöss augu, sem óneitanlega skjóta manni skelk í bringu, þar sem þau stara frá óhreinu og alskeggjuðu and- liti. Hann segist vera Reykvíkingur, 39 ára gamall, og þegar betri kynni takast, kemur i ljós, að hann heitir Sigurður Þorgríms- son. Þeir, sem hafa verið að dytta að bilum sinum inni á verk- stæðinu eru nú að halda heim i svefninn. Við spyrjum Sigurð, hvar hann búi. Hann svarar með því að stefna út í myrkrið með okkur á hælum sér. Niðri i fjöru í Vogunum eru fiskibátar uppi á þurru landi. Þeir eru þar til viðgerðar, og Sigurður bendir á einn þeirra, sem samastað sinn. Upp eftir -bátshliðinni liggur hár stigi og i næturmyrkrinu fet- um við hann á eftir Sigurði. Golan utan frá hafinu er köld og vistin i bátnum er nöpur og drungaleg. Við sjáum bakhlutann á íbúanum hverfa inn um hurð á stýris- húsinu. 1 gegnum lúgu á gólfinu fylgjum við honum eftir, þar til komið er ofan í litla káetu i kili bátsins. Þar er ekkert að sjá vegna myrkurs. Þetta er heimili Sigurðar. „Ég hef verið á flakki um Reykjavík i þrjú ár núna," segir Sigurður út úr myrkrinu. „Ég hef búið í togurum, bátum, skúrum og öðru, sem til fellur," bætir hann við. „Ég gríp stundum í vinnu sem í boði er. Núna er ég að hreinsa hér til i kringum slippinn. í staðinn fæ ég að hirða járnbúta, sem ég finn. Maturinn minn eru bitar, sem ég kaupi i búðunum hér i kring. Nú, stundum kaupi ég mér líka máltíöir, eða hirði bara það, sem ég finn matarkyns." Saga Sigurðar er nokkuð sér- stæð. Hann hefur á ævi sinni unn- ið bæði við höfnina, í frystihúsi, verið í byggingarvinnu og á sjón- um. Og fyrir laun sin tókst honum fyrir 13 árum að kaupa sér ibúð, sem hann á ennþá, en leigir nú út. Ekki er það þvi húsnæðisskortur- inn, sem gert hefur Sigurð að útilegumanni. Vinið á þar heldur enga sök, öfugt við það, sem er i flestum slikum tilfellum. „Ég drekk lítið og undanfarin þrjú ár hef ég ekkert drukkið, nóg eru nú vandamálin samt.“ En hver eru þá vandamálin, sem Sigurður á við að glfma? „Ég keypti ibúðina mína 1961 og flutti sjálfur inn I hana þrem árum síðar. Ég bjó þar i eitt og hálft ár og þá kom yfir mig ein- hver andleg og likamleg breyting. Ég hélzt ekki lengur við þarna. Það komu yfir mig einhver þyngsli og mér leið illa. Ég leigði því úti í bæ um tíma, en eftir það hef ég verið i Hveragerði, á Reykjalundi og viðar. Síðast var ekki um annað að ræða en leita á náðir gamalla togara og báta. Einn veturinn hélt ég til i köldum skúr og varð að grafa mig niður i spónahrúgu á næturna." Sigurður á við andlega van- heilsu að striða. Hann hefur á undanförnum árum verið undir læknishendi af þeim ástæðum. „Maður er beittur svo miklum órétti. Af hverjum? Það get ég ekki sagt, bara einhverjum. Það kemur eitthvað yfir mig, þegar ég er inni i ibúðinni minni, þetta er bara eins og rafstraumur. Ég hef tvisvar reynt að búa í ibúðinni minni, en verið hrakinn út. Ég leigi því íbúðina út og verð svo að lifa á leigunni. En fólk skal ekki halda, að það sé ódýrara að lifa eins og ég geri, þegar kaupa þarf alla þjónustu. Svona er þetta ekkert líf.“ Það er orðið álióið nætur. Sigurður lítur upp. „Hvaða dagur er?“ spyr hann. 1 myrkrinu og einverunni hefur hann tapað öllu timaskyni. „Þriðjudagur." „Jæja,“ segir andlitið sem rétt svo má greina í myrkrinu. Okkur verður hugsað til þess, hvernig okkur hefði orðið við, hefðum við gengið fram á skuggalegt andlit Sigurðar þarna i myrkrinu, þar sem mannaferóa var sizt von. Við minnumst á óhreint andlit- ið og strítt skeggið. „Maður hefur svo sem enga aðstöðu til að snyrta sig, þegar maður liggur svona úti eins og ég geri. Hér er hvergi neitt vatn og ég hef hvorki komist í að þvo mér eða fara í bað í margar vikur. Þegar ég þvæ mér, sem er nú sjaldan, þá reyni ég að komast í eitthvert baðhúsið. Ein- hvers staðar á ég lika betri föt geymd, en það er ekkert tilefni til að ganga i þeim á þessum stað.“ Við spyrjum Sigurð, hvort hann ætli að halda þarna til I framtíð- inni? „Mér er stjórnað af einhverjum og hverju fæ ég ráðið þegar ég er hrakinn svona út úr minni eigin íbúð?“ Morgunninn er tekinn að etja kappi við nóttina, er við yfirgef- um Sigurð. Við þreifum okkur áfram i myrkrinu og finnum loks stigann, er liggur upp að káetu- lúgunni. Sigurður fylgir okkur niður úr bátnum. Hann kveður okkur og bióur okkur að koma aftur. Hann er því greinilega feginn, þegar einhver kemur og styttir honum stundirn- ar. Þeir eru víst ekki margir, sem staldra við hjá útilegumönnum. JB. KNUT HAUGE Framhald af bls. 11 gleyma bókunum, norskum og út- lendum skáldskap. Skáldsögur Ingemanns opnuðu honum heim bókmenntanna. Sið- an fylgdi Björnson á eftir með bændasögum sínum.“... „Hann hélt um tima aó bústörf og rit- störf gætu farið saman. Hann varð að halda óðalinu í ættinni, og skáldskapur gaf litlar tekjur á þeim árum. Að vera bæði skáld og bóndi varð honum ólýsanlegt vandamál." „Fyrsta verk Knut Hauge var leikrit, skrifað fyrir áhugaleikara 1938. Það var fyndinn gamanleik- ur úr sveitalifinu, skrifaður eftir góðri og gamalli forskrift og bar heitið „No gar det bra“. En fyrsta meiriháttar verk K. Hauge var skáldsagan „Krossen under Torfinshö”, sem kom út 1948. Þessa bók skrifaði Knut Hauge á striðsárunum og sér þess viða merki. Siðar endurritaði hann þetta verk og gaf það út undir nafninu „Krss og kvitsymre" 1965. („Kross og kvitsymre" er raunar fyrsta bindi þess skáld- sagnaflokks sem Knut Hauge vinnur nú að.) .. .„Krossen undur Torfinshö" gerist á síðari hluta átjándu aldar og er gerð urn norskt, sagnfræði- legt efni. Hann var þó hræddur um, að það væri ekki heillavæn- legt að hætta sér út á slíka braut eftir að Inge Krokann hafði gefið út hlið mikla skáldverk sitt. En i heimahögum sinum hafði Knut Hauge fundið sér forvitnilegt söguefni, sem hann notar að hluta í skáldsöguna". Tveimur árum eftir að „Krossen under Torfinshö" kom út, sendi Knut Hauge frá sér nýja skáldsögu, „Verda var atter ung", og kom hún út 1950. Síðan komu „Nymáne over Filefjell" 1955, og „Vandring i sominarland“ 1959. Arið 1962 gaf hann út barnabók- ina „Pekka, elva og eventyret1', og þá tók hann að fást við áðurnefnd- an skáldsagnaflokk og eru eftir- talin bindi hans komin út nú: „Kross og kvitsymre" 1965, „Dei löynde kjeldene" 1967, „Ulfssönene" 1969, „Tidevatn" 1971, og „Spelemannen Silju- flöyt" 1973. Árið 1973 gaf K. Hauge út smásagnasafnið „Brev fra havet". Knut Hauge hefur einnig unnið talsvert að leikritun. Það fyrsta sem hann gaf út, var áðurnefnt leikrit fyrir áhugaleikara, og sið- an hafa birst eftir hann fimm lengri og skemmri leikhúsverk. Auk þess hefur hann skrifað helgileik sem ekki hefur komið út. Af leikritum hans skulu nefnd hér „Helten og brotsmannen" 1951, sem fékk 3. verðlaun i opin- berri samkeppni kirkju- og menntamálaráðuneytisins, og ein- þáttungurinn „Möte i grenselandet" 1960. Fyrir það fékk Hauge 1. verðlaun í sam- keppni sem Ungmennafélag Noregs efndi til. Hauge telur „Möte i grenselandet" besta leik- húsverk sitt. Hinn 28. febrúar siðastliðinn kom neðanmálsgrein i „Arbejder- bladet" í Ösló. Fjallaði hún um hina nýju bók K. Hauge, þ.e. um „Spelemannen Siljuflöyt". Knut W. Nordal skrifaði greinina, og bar hún heitið „En moderne ættesaga" (Nútíma ættarsaga). Grein Nordals hefst þannig: Framhald ð bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.